Ég er að senda þetta inn fyrir félaga minn en hann er búinn að vera íhuga tölvukaup í ágætis tíma núna og ég er nokkurnveginn dottinn út úr þessu svo ég get ekki hjálpað honum mikið.
Allavega, verðhugmyndin er 150k en í versta falli 180k, helst reyna að forðast svo hátt verð.
Vélin verður aðalega notuð í tölvuleiki en vissulega netið og þessháttar hluti.
Það eina sem er nokkurnvegin ákveðið er skjákortið. Það skal vera Ati Radeon 5850 og þá er 50k farinn og um 100k til að eyða í restina. Svo nú spyr ég hvort að þið getið ekki sett saman alveg þokkalegan turn fyrir þann pening
Við erum líka búnir að vera að spá hvort að það sé ekki sniðugt að næla sér í móðurborð með USB 3.0 tengi svo það sé nokkurnvegin öruggt uppá framtíðarnotkun?
Kv,
GullMoli