Síða 1 af 1
Hvaða Skjávarpa skal kaupa?
Sent: Fös 29. Jan 2010 23:45
af jagermeister
sælir vaktarar, mig langar að festa kaup á 1 stk skjávarpa þar sem að ég er með þessa fullkomn myrkragardínu sem virkar eins og sýningartjald og fannst tilvalið að skella einum í loftið þá er spurningin hvað ég á að kaupa ég er ekki að fara kaupa það allra besta og flottasta bara e-h til að geta horft á bíómyndir og stúss ég vil helst hafa þetta í sem bestu gæðum til að geta spilað e-h 720-1080p myndir en eru þessir full hd skjávarpar ekki algjört rán?
fjarlægðin frá áætluðum stað að tjaldinu er 3,8 - 4M skiptir það máli? LINK ME UP! og segðu mér afhverju þessi en ekki hinn

ég er newbie
Re: Hvaða Skjávarpa skal kaupa?
Sent: Lau 30. Jan 2010 00:38
af mind
Svona til að koma þér á stað.
Myrkragardína og skjávarpatjald er ekki sami hlutur!
Skjávarpatjöld eru með sérstaka uppbyggingu til dæmis svo myndin komi sem eðlilegast út á hvaða sjónahorni sem er.
Einnig innihalda skjávarpatjöld yfirleitt gúmmí sem og önnur efni til að koma í veg fyrir að tjaldið brenni eða breyti um lit sökum þess að verið er að varpa á það mjög sterku ljósi.
Í kenningu gætirðu kveikt í tjaldinu þínu með skjávarpanum sé það nægilega eldfimt.
Það er alveg sjálfsagt að prufa þessa gardínu en hafðu það í huga að þú gætir þurft að fjárfesta í alvöru skjávarpa-tjaldsefni og þá sérstaklega því öflugri sem varpinn er.
Ég myndi sleppa 1080 og hugsa frekar um 720. Það er einfaldlega svakalega dýr búnaður og lítið til að efni fyrir 1080p, einnig eru fæstar leikjatölvur og þar með talin PS3 sem eiga auðvelt með að keyra 1080p leiki án þess að þú verður fyrir töluverði tapi í römmum. Keyptu frekar aftur annan skjávarpa eftir 4 ár, það verður ódýrara og þú verður með betri búnað þegar upp er staðið.
Í kjölfar flutnings um tollflokk á skjávörpum fyrir nokkrum árum hef ég ekki séð skjávarpa á íslandi á æskilegu verði miðað við gæði.
Fjarlægðin 4m skilar þér lítilli mynd(miðað við hvað skjávarpar ná) nema varpinn sé með eða bjóði uppá breiðlinsu, yfirleitt mjög dýrar. Örfáir koma með þeim.
Ég myndi giska þú náir í kringum 100" auðveldlega, allavega flestir skjávarpar gefa upp stærð myndar miðað við lengd, heitir throw distance.
Best væri ef þú getur náð 5-6m (athugaðu að þú getur varpað úr horni , þarft ekki endilega varpa beint) þá ættirðu ná heilum vegg og fá bíófílinginn.
Persónulega myndi ég forðast DLP varpa, þeir eru bara ekki hentugir í heimabíó að mínu mati.
Reyndu að festast ekki í lumens kapphlaupinu. Staðreyndin er sú að í réttu umhverfi þarftu sjaldan meira en 1000-2000 lumens varpa.
Þeir sem reyna selja manni hugmyndina af hærra lumens eru yfirleitt þeir sem ná bara ekki nægilega dökku umhverfi til að ná alvöru svörtum og halda að sterkari pera fyrir sterkari liti sé betra. Eina sem skeður er að litirnir verða ýktari en svartur verður ennþá grár þar sem varpar sýna ekkert þegar myndin er svört og umhverfisljósið litar tjaldið grátt.
Einnig eru perurnar í skjávarpana stighækkandi dýrar eftir lumens. 1200 lumens per kostar kannski 30þús á meðan 2000 lumens pera kostar 80þús. Þegar þú skiptir um þær á 18 mánaða fresti telur þetta.
Það er yfirleitt öruggt að byrja skoða Epson skjávarpa, Epson selja flestum öllum öðrum 3lcd tæknina sína og því eru þeir með ágætis grunn til að byrja samanburð.
Re: Hvaða Skjávarpa skal kaupa?
Sent: Lau 30. Jan 2010 00:48
af jagermeister
mind skrifaði:Svona til að koma þér á stað.
Myrkragardína og skjávarpatjald er ekki sami hlutur!
Skjávarpatjöld eru með sérstaka uppbyggingu til dæmis svo myndin komi sem eðlilegast út á hvaða sjónahorni sem er.
Einnig innihalda skjávarpatjöld yfirleitt gúmmí sem og önnur efni til að koma í veg fyrir að tjaldið brenni eða breyti um lit sökum þess að verið er að varpa á það mjög sterku ljósi.
Í kenningu gætirðu kveikt í tjaldinu þínu með skjávarpanum sé það nægilega eldfimt.
Það er alveg sjálfsagt að prufa þessa gardínu en hafðu það í huga að þú gætir þurft að fjárfesta í alvöru skjávarpa-tjaldsefni og þá sérstaklega því öflugri sem varpinn er.
Ég myndi sleppa 1080 og hugsa frekar um 720. Það er einfaldlega svakalega dýr búnaður og lítið til að efni fyrir 1080p, einnig eru fæstar leikjatölvur og þar með talin PS3 sem eiga auðvelt með að keyra 1080p leiki án þess að þú verður fyrir töluverði tapi í römmum. Keyptu frekar aftur annan skjávarpa eftir 4 ár, það verður ódýrara og þú verður með betri búnað þegar upp er staðið.
Í kjölfar flutnings um tollflokk á skjávörpum fyrir nokkrum árum hef ég ekki séð skjávarpa á íslandi á æskilegu verði miðað við gæði.
Fjarlægðin 4m skilar þér lítilli mynd(miðað við hvað skjávarpar ná) nema varpinn sé með eða bjóði uppá breiðlinsu, yfirleitt mjög dýrar. Örfáir koma með þeim.
Ég myndi giska þú náir í kringum 100" auðveldlega, allavega flestir skjávarpar gefa upp stærð myndar miðað við lengd, heitir throw distance.
Best væri ef þú getur náð 5-6m (athugaðu að þú getur varpað úr horni , þarft ekki endilega varpa beint) þá ættirðu ná heilum vegg og fá bíófílinginn.
Persónulega myndi ég forðast DLP varpa, þeir eru bara ekki hentugir í heimabíó að mínu mati.
Reyndu að festast ekki í lumens kapphlaupinu. Staðreyndin er sú að í réttu umhverfi þarftu sjaldan meira en 1000-2000 lumens varpa.
Þeir sem reyna selja manni hugmyndina af hærra lumens eru yfirleitt þeir sem ná bara ekki nægilega dökku umhverfi til að ná alvöru svörtum og halda að sterkari pera fyrir sterkari liti sé betra. Eina sem skeður er að litirnir verða ýktari en svartur verður ennþá grár þar sem varpar sýna ekkert þegar myndin er svört og umhverfisljósið litar tjaldið grátt.
Einnig eru perurnar í skjávarpana stighækkandi dýrar eftir lumens. 1200 lumens per kostar kannski 30þús á meðan 2000 lumens pera kostar 80þús. Þegar þú skiptir um þær á 18 mánaða fresti telur þetta.
Það er yfirleitt öruggt að byrja skoða Epson skjávarpa, Epson selja flestum öllum öðrum 3lcd tæknina sína og því eru þeir með ágætis grunn til að byrja samanburð.
takk fyrir gott svar en ég sá í fréttablaðinu í dag að nýherji sé með lagerútsölu og var að spá að tékka á skjávörpunum þar, er e-ð varið í þá? og er þá 1024x768 native res alltílagi upplausn fyrir svona?
Re: Hvaða Skjávarpa skal kaupa?
Sent: Lau 30. Jan 2010 00:49
af Tiger
Eru Optoma ekki fín kaup í þessum bransa? Getur fengið 1080p
varpa frá þeim á 999$. Og þeir eru að fá bara mjög fína dóma miðað við verð í það minnsta og slá mörgum 3-4000$ vörpum við samkvæmt ýmsum reviews. Fínt að fa einhvern til að setja einn svona í ferðatöskuna sem kemur frá US

Re: Hvaða Skjávarpa skal kaupa?
Sent: Lau 30. Jan 2010 13:44
af mind
jagermeister:
Ekki hugmynd um gæði varpanna hjá nýherja.
Með upplausnina getur það skipt öllu og engu. Vandamálið við 1024 x 768 varpa er yfirleitt sú að þeir eru skrifstofuvarpar og yfirleitt mjög bjartir, háværir og ekki með svartloki.(lok sem færist á milli svo það fari ekki ljós frá varpanum þegar er bara svart). En allir skjávarpar eru yfirleitt virði 50þús svo lengi sem peran er ný. Ef þú ert með gott umhverfi kemur upplausnin líklega ekki til að angra þig, þetta er samt heilum heim frá því að vera með sjónvarp.
Snuddi:
Í snöggu þá sé ég einhverja ókosti við þennan Optoma. Hann er minnst 32dB svo þú munt alltaf vita það þegar hann er í gangi! Einnig hann er DLP svo t.d. um 5% af fólki má vera geti ekki horft á myndina úr honum, gætir viljað athuga hvort þú sért einn af þeim áður en þú verslar. Kannski skipta þessir hlutir þig ekki máli.
Veit ekki hversu vel ég myndi treysta ferðatösku-smyglleiðinni lengur. Það hefur verið hert töluvert eftirlitið og skjávarpi er mjög greinilegur í gegnumlýsingu og ágætlega fyrirferðamikill. Ef þeir stöðva varpann mun að leysa hann út kosta þig yfir 100þús.
Aukalega:
Ég gleymdi að segja það áðan að maður vill yfirleitt geta haft skjávarpann í 25-26dB. Sumir þola uppí 30dB en ef hljóðið er meira fer hann að trufla mjög.