Síða 1 af 1

Wolfdale 8400 og speedfan

Sent: Fim 28. Jan 2010 12:34
af kazgalor
Er með E8400 intel örgjörva, og er að horfa á hitann á honum í speedfan. Hann flöktir randomly milli 42 og 50 gr. og ég er bara að velta fyrir mér hvort það sé eithvað að, því ég hef aldrei séð speedfan láta svona áður. Hef meiraðsegja oft notað það á þessari vél með þessu setupi, án vandræða.

Er þetta eithvað til að hafa áhyggjur af?

Re: Wolfdale 8400 og speedfan

Sent: Fim 28. Jan 2010 12:39
af Frost
Ekki notast við við speedfan. Miklu betra að nota Core Temp, gefur nákvæmari tölur. Segðu okkur hvernig þetta er í Core Temp.

Re: Wolfdale 8400 og speedfan

Sent: Fim 28. Jan 2010 12:44
af kazgalor
Flöktir líka fram og til baka þar, core 1 frá 28-48° og core 2 frá 42-46° Gæti verið að sensorinn sé eithvað skrítinn?

Re: Wolfdale 8400 og speedfan

Sent: Fim 28. Jan 2010 13:13
af Matti21
Eflaust. Temp sensor-arnir í Intel örgjörvunum eru alls ekki hannaðir til þess að gefa nákvæm hitastig heldur til þess að láta móðurborðið vita hvort örgjörvinn sé að ofhitna.
Náðu í RealTemp, settu það upp og keyrðu sensor test.

Re: Wolfdale 8400 og speedfan

Sent: Fim 28. Jan 2010 13:13
af Frost
Hefur þetta verið svona áður? Annars er sensorinn eitthvað skrítinn.