Síða 1 af 1
Hiti á hörðum diskum
Sent: Sun 24. Jan 2010 03:59
af ingibje
sælir, ég er með turn sem fittar 4 diskum í og ég er með hann fullan og hitinn á diskunum er frá 57c til 60c, sá á google að það var talið vera alltof mikið og fólk var að mæla með að láta viftu blása á þá. fór svo á síðunna hjá WD og reyndi að finna hvar mörkin eru í þessum hita málum enn fann ekkert.
veit einhver hvað er normal og hvað telst vera of heitt fyrir sata diska á 7200rpm?
Re: Hiti á hörðum diskum
Sent: Sun 24. Jan 2010 04:00
af Glazier
Ég reyni að miða við að fara ekki yfir 45°C
Re: Hiti á hörðum diskum
Sent: Sun 24. Jan 2010 04:06
af SteiniP
Svona á milli 20 og 50°C er ágætis hiti. Annars er aðalmálið með harða diska að það sé ekki mikið um hitabreytingar á þeim meðan þeir eru í gangi.
Væri ekkert vitlaust hjá þér að setja eina hljóðláta viftu framan á kassann.
Re: Hiti á hörðum diskum
Sent: Sun 24. Jan 2010 13:04
af littli-Jake
mínir eru í svona 45°c
Re: Hiti á hörðum diskum
Sent: Sun 24. Jan 2010 13:44
af ingibje
takk fyrir svörinn strákar, ég held ég skelli viftu í og reyni að ná þeim undir 50.

Re: Hiti á hörðum diskum
Sent: Sun 24. Jan 2010 13:54
af Viktor
Þú vilt hafa þá yfir ca. 35 gráðum og undir 50 gráðum

Re: Hiti á hörðum diskum
Sent: Sun 24. Jan 2010 14:08
af Gunnar
Sallarólegur skrifaði:Þú vilt hafa þá yfir ca. 35 gráðum og undir 50 gráðum

myndi segja yfir 30°c og undir 45
þá eru hitabreitingarnar minni.
Re: Hiti á hörðum diskum
Sent: Sun 24. Jan 2010 14:27
af ingibje
hvort mæliði með að viftan blási á hörðudiskana eða blásí út úr kassanum ?
Re: Hiti á hörðum diskum
Sent: Sun 24. Jan 2010 14:29
af SteiniP
ingibje skrifaði:hvort mæliði með að viftan blási á hörðudiskana eða blásí út úr kassanum ?
Láttu hana blása á hörðu diskana. Hafðu líka eina aftan á kassanum sem blæs út heita loftinu.
Re: Hiti á hörðum diskum
Sent: Sun 24. Jan 2010 14:36
af ingibje
já, ég gerði þetta öfugt og ég sé lítin sem engan mun á hitanum :l ætla snúa henni við.