Síða 1 af 1

Tengja PS3 við skjá/tölvu

Sent: Lau 23. Jan 2010 23:06
af Joddi
Vantar smá hjálp við að tengja PS3 við tölvuna/skjáinn.
Er með BenQ G2420HDB 24" (http://kisildalur.is/?p=2&id=735).

Vil helst geta haft þetta þannig að ég þarf ekki að losa tölvu DVI tengið úr skjánu til að tengja PS3 við hann. Þetta væri ekkert vandamál ef það væru tvö DVI tengi á skjánum en það er einugis eitt.
Annað vandamál er síðan að koma hjóðinu í tölvuhátalarana en það ekki audio out tengi á skjánum. Þó er ég með S/PDIF tengi frá skjákortinu í móðurborðin en veit ekki alveg hvort það getur hjálpað mér eitthvað.

Re: Tengja PS3 við skjá/tölvu

Sent: Lau 23. Jan 2010 23:38
af Orri
Til að tengja hljóðið við tölvuhátalarana.

1. Breytistykki
Þú getur keypt þér svona breytistykki.
Ég veit ekki hvort/hvar þetta fæst á Íslandi, en þetta fylgir með Logitech 5.1 hátalarakerfum.

Svo geturðu líka keypt þér tvö svona RCA to RCA female og tvö svona 2x Mini-Jack to RCA.
Ég leitaði lengi vel að þessu 2x Mini-Jack to RCA tengi og fann það í Miðbæjarradíó (vörunúmer: AC-053).

2. Tengja
Ef þú kaupir Logitech breytistykkið þá þarftu einfaldlega að tengja hvíta og rauða úr Composite snúrunni sem fylgdi með PS3 í stykkið og svo hátalara snúrurnar hinumeginn.
Ef þú kaupir hin breytistykkin þá tengirðu 2x Mini-Jack í RCA to RCA tengið, og svo hitt 2x Mini-Jack to RCA í RCA to RCA tengið. Þá á þetta að líta svona út

3. Stilla
Sama hvora leiðina þú ferð þá á endanum ferðu í stillingarnar í PS3 og ferð í Sound Settings og þar í Audio Output og velur Composite.

Vona að þetta hjálpi ;)

Re: Tengja PS3 við skjá/tölvu

Sent: Sun 24. Jan 2010 13:04
af Joddi
Takk, ég prófa þetta