Síða 1 af 1
Vandræði með Nvidia GeForce 9600 GT skjákort.
Sent: Sun 17. Jan 2010 14:28
af Valdimarorn
Góðan daginn.
Ég er með 3ja mánaða gamla tölvu, sem hefur alltaf verið með vandræði, frjósa, svartan skjá og fullt af svörtum kössum hér og þar á skjánum. Einnig erfitt með að ræsa sig, tekst oft í 2-3 tilraun.
Hún er búin að fara einu sinni í viðgerð, þá var fundið út að móðurborðið var gallað. Það var skipt um það í ábyrgð. Var skárri í smá tíma en byrjaði svo aftur. Fyrst með því að skjárinn varð svartur í nokkrar sek og datt svo inn aftur, með þessari athugasemd:

Svo prufaði ég að keyra Video memory stress test, sem ég stoppaði svo aftur þegar, 17.000 errorar voru fundnir:

Hvað dettur ykkur helst í hug...ónýtt skjákort?
Re: Vandræði með Nvidia GeForce 9600 GT skjákort.
Sent: Sun 17. Jan 2010 14:38
af beatmaster
Er power snúran ekki örugglega tengd í skjákortið?
Re: Vandræði með Nvidia GeForce 9600 GT skjákort.
Sent: Sun 17. Jan 2010 15:03
af Valdimarorn
Jú hún er í sambandi. Allavega snýst viftan á því.
Re: Vandræði með Nvidia GeForce 9600 GT skjákort.
Sent: Sun 17. Jan 2010 15:30
af Gúrú
Valdimarorn skrifaði:Jú hún er í sambandi. Allavega snýst viftan á því.
Hún gæti vel verað að runna á djúsi frá PCI-e tenginu.
Er 6pinna rafmagnstengi hægra megin á kortinu þegar að þú horfir á það?
Re: Vandræði með Nvidia GeForce 9600 GT skjákort.
Sent: Sun 17. Jan 2010 15:58
af BjarkiB
Er hún keypt í tölvulistanum?
Re: Vandræði með Nvidia GeForce 9600 GT skjákort.
Sent: Sun 17. Jan 2010 16:27
af vesley
ert með gamlann driver sýnist mér getur byrjað á að prufa að updata hann
Re: Vandræði með Nvidia GeForce 9600 GT skjákort.
Sent: Sun 17. Jan 2010 16:55
af Valdimarorn
Er 6pinna rafmagnstengi hægra megin á kortinu þegar að þú horfir á það?
Já það er kyrfilega í sambandi. Athugaði það mjög vel.
Er hún keypt í tölvulistanum?
Nei hún var keypt í Att.is.
ert með gamlann driver sýnist mér getur byrjað á að prufa að updata hann
Ef ég reyni að uppfæra driverinn, fæ ég meldingu um að ég sé með nýjasta driverinn.
Re: Vandræði með Nvidia GeForce 9600 GT skjákort.
Sent: Sun 17. Jan 2010 16:58
af SteiniP
Valdimarorn skrifaði:Ef ég reyni að uppfæra driverinn, fæ ég meldingu um að ég sé með nýjasta driverinn.
Ertu að reyna að updatea driverinn í gegnum device manager?
Náðu í nýjasta driverinn frá
http://nvidia.com og settu hann upp
Uninstallaðu fyrst gamla drivernum og öllu Nvidia í control panel og skjákortinu í device manager.
Re: Vandræði með Nvidia GeForce 9600 GT skjákort.
Sent: Sun 17. Jan 2010 17:10
af Valdimarorn
Takk fyrir þetta. Fann nýrri driver á nvidia.com. Er að sækja hann og geri svo eins og þú sagðir. Læt þig vita hvernig það fer. Takk.
Re: Vandræði með Nvidia GeForce 9600 GT skjákort.
Sent: Sun 17. Jan 2010 17:56
af lal
Lennti í þessu með ati 4670 skjákort þá var það afþví að móðurborðið var með svona power saving function
sem að lækkaði core hraðan upp og niður eftir áreinslu það sem ég gerði var að downloada riviatuner overclocka kortið aðeins og þá hætti þetta
Re: Vandræði með Nvidia GeForce 9600 GT skjákort.
Sent: Mið 07. Apr 2010 04:48
af Molfo
Daginn.. ætla aðeins að vekja þennan þráð..
Ég er ákkúrat í sama veseni, ég er reyndar með 8800 GT kort sem er búið að gera það mjög gott hjá mér í næstum 2 ár.
En svo allt í einu í síðustu viku þá fór skjárinn hjá mér að flökkta(varð svartur) og þessi sama villumelding og þú ert með kemur.
Er búinn að uppfæra í nýjustu drivera frá Nvidia og hef líka reynt að setja inn eldri drivera en ekki hjálpar það.
Ef að ég reyni að spila leiki þá krassar tölvan og kemur með BSOD.. Ég er búinn að googla út og suður en það virðist ekki vera nein lausn á þessu máli, spurning hvort að kortið sé búið að gefa upp öndina..
Fékkst þú einhverja lausn á þessu máli Valdimarorn??
Ef að svo illa er farið fyrir mér er þá ekki málið að fjárfesta í þessu korti
http://buy.is/product.php?id_product=827 ?
Eru nýju Nvidia kortin kominn á klakann??
Kv.
Molfo
Re: Vandræði með Nvidia GeForce 9600 GT skjákort.
Sent: Fim 08. Apr 2010 11:32
af Valdimarorn
Sæll.
Þeir sögðu loksins hjá Att.is að vandamálið lægi hjá skjákortinu. Og að þeir myndi setja svipað eða sambærilegt kort í vélina, mér að kostnaðarlausu. Ég bað hins vegar um að það yrði sett GeForce 250GTS kort í hana og ég greiddi mismunin á kortunum.
Klukkutíma eftir að ég kveikti á henni aftur, kom fyrsti svarti skjárinn og með sömu góðu villumeldinguna. Ásamt einu sinni, fullann skjá af gráum og svörtum kössum.
Vélin keyrir núna alla leiki eins og ekkert sé. Metro 2033, BioShock 2, Mass Effect 2 og fleiri stóra leiki. En hún á það til að urga og hiksta, ef bara iTunes og MSN eru í gangi.
Og ég er orðinn frekar þreyttur á þessu ástandi.