Síða 1 af 1
Hávaði í skjákorti
Sent: Lau 16. Jan 2010 01:12
af playmaker
Ég er í vandræðum með viftuna á skjákortinu mínu. Alltaf þegar ég spila leiki sem sem eru erfiðir í keyrslu eins og COD MW2 í 1920*1080 og þessháttar fer viftan í gang á skjákortinu mínu á full blast og það heyrist MJÖG vel í henni því miður. Kortið sem um ræðir er BFG Tech Nvidia GeForce 8800GT. Er einhver sem veit hvernig ég get komist fyrir þetta?
Með kveðju Eggert
Re: Hávaði í skjákorti
Sent: Lau 16. Jan 2010 01:13
af vesley
kortið fullt af ryki ?
Re: Hávaði í skjákorti
Sent: Lau 16. Jan 2010 01:18
af bulldog
orustuþota ?
Re: Hávaði í skjákorti
Sent: Lau 16. Jan 2010 01:28
af Gúrú
Var með akkúrat 8800GT og rásirnar sem að loftið átti að fara eftir voru bara með teppi yfir sér að ryki, taktu plasthlífina rólega af og aftengdu viftuna og taktu þetta teppi af rásunum og þú ert kominn með kortið þitt aftur

Re: Hávaði í skjákorti
Sent: Lau 16. Jan 2010 01:30
af playmaker
Takk ég prófa það.
Sá líka þetta hérna
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... SP_VDT2000Veit samt ekki hvort að þetta þurfi nokkuð ef maður getur hreinsað kortið?
Re: Hávaði í skjákorti
Sent: Lau 16. Jan 2010 01:39
af Gúrú
Tæplega, ekki nema að kortið verði í ~90c eftir hreinsunina.
Eða óbærilega hávært eftir að hafa þurft að keyra sig í botn svona lengi.
Re: Hávaði í skjákorti
Sent: Lau 16. Jan 2010 12:23
af playmaker
Ok... búinn að reyna að losa plastlokið af kortinu en það hefur ekki gengið og ég er ekki viss um að ég geti það. Þetta lok er fest með einhverskonar smellum og mér hefur tekist að losa flestar en lokið haggast samt varla. 2 festingar sem ég næ ekkki til án þess að hætta á að eyðileggja pci-express "raufina"
Er einhver önnur leið en að gera þetta sjálfur sem mér er fær? Ég bý úti á landi enginn betri að sér um tölvur en ég í allavegana 100 km radíus!

Re: Hávaði í skjákorti
Sent: Sun 17. Jan 2010 11:58
af Narco
Ég er einnig úti á landi, hvar ert þú? Ég er á Egs ef þig vantar hjálp.
Re: Hávaði í skjákorti
Sent: Sun 17. Jan 2010 13:02
af Gúrú
playmaker skrifaði:Ok... búinn að reyna að losa plastlokið af kortinu en það hefur ekki gengið og ég er ekki viss um að ég geti það. Þetta lok er fest með einhverskonar smellum og mér hefur tekist að losa flestar en lokið haggast samt varla. 2 festingar sem ég næ ekkki til án þess að hætta á að eyðileggja pci-express "raufina"
Er einhver önnur leið en að gera þetta sjálfur sem mér er fær? Ég bý úti á landi enginn betri að sér um tölvur en ég í allavegana 100 km radíus!

Wat?
Ertu með kortið í tölvunni þegar að þú gerir þetta?
Ég man að það var þónokkuð púl að koma þessum stálfestingum útúr plastforminu en það á að takast, hvað meinarðu með því að það sé nálægt PCI-e raufinni?
Re: Hávaði í skjákorti
Sent: Sun 17. Jan 2010 21:33
af playmaker
Gúrú skrifaði:playmaker skrifaði:Ok... búinn að reyna að losa plastlokið af kortinu en það hefur ekki gengið og ég er ekki viss um að ég geti það. Þetta lok er fest með einhverskonar smellum og mér hefur tekist að losa flestar en lokið haggast samt varla. 2 festingar sem ég næ ekkki til án þess að hætta á að eyðileggja pci-express "raufina"
Er einhver önnur leið en að gera þetta sjálfur sem mér er fær? Ég bý úti á landi enginn betri að sér um tölvur en ég í allavegana 100 km radíus!

Wat?
Ertu með kortið í tölvunni þegar að þú gerir þetta?
Ég man að það var þónokkuð púl að koma þessum stálfestingum útúr plastforminu en það á að takast, hvað meinarðu með því að það sé nálægt PCI-e raufinni?
heheh nei ég tók nú kortið fyrst úr

það eru 2 festingar sem eru eru rétt fyrir ofan spjaldhlutann sem fer inn í raufina sem sagt. þessar 2 festingar hef ég ekki náð að losa því ég þori ekki að taka á kortinu á því svæði. ég verð bara held ég að taka kortið með mér þegar ég fer næst í bæinn. Er því miður ekkert nálægt Egilsstöðum en takk samt
