Síða 1 af 1

AMD X2 6000+ að keyra á of háum hita ?

Sent: Fim 14. Jan 2010 11:58
af Oak
Er með þennan örgjörva DualCore AMD Athlon 64 X2, 3000 MHz (15 x 200) 6000+
þetta er það sem everest gefur upp í idle

Field Value
Sensor Properties
Sensor Type Winbond W83627EHF/EHG, Fintek F75383S/384S (ISA A10h, SMBus 4Ch)
GPU Sensor Type Analog Devices ADT7473 (NV-I2C 2Eh)
Motherboard Name MSI MS-7250 / MS-7260
Chassis Intrusion Detected Yes

Temperatures
Motherboard 46 °C (115 °F)
CPU 54 °C (129 °F)
CPU #1 / Core #1 60 °C (140 °F)
CPU #1 / Core #2 62 °C (144 °F)
Aux 52 °C (126 °F)
GPU 68 °C (154 °F)
GPU Memory 60 °C (140 °F)
GPU Ambient 54 °C (129 °F)
WDC WD2500JB-00GVC0 39 °C (102 °F)
WDC WD2000JD-00HBB0 33 °C (91 °F)
WDC WD2500KS-00MJB0 33 °C (91 °F)
WDC WD3200AAKS-22SBA0 37 °C (99 °F)
WDC WD10EADS-00M2B0 36 °C (97 °F)
WDC WD10EADS-00M2B0 36 °C (97 °F)

Er þetta ekki alltof hátt ? Var að skipta um krem vegna þess að ég setti alltof mikið en þá fannst mér hitinn hækka.

PSU: OCZ 700W StealthXStream Power Supply
Móðurborð: MSI K9N SLI Platinum
Örgjörvi: Athlon 64 X2 Dual 6000+
Örgjafavifta: Zalmann CZ X 9500AM
Vinnsluminni: Corsair 4x1 GB DDR2 800mhz
Skjákort: MSI 8800GT
HDD: Nenni ekki að telja það upp :)

Re: AMD X2 6000+ að keyra á of háum hita ?

Sent: Fim 14. Jan 2010 22:00
af Oak
Einhver sem getur gefið mér góð ráð ?
þegar að ég settu zalmann 9500 þá var örrinn í 35°C og var farið að hækka uppí nýlega 45°C. Þá ákvað ég að skipta út kælikreminu og setti þá heldur mikið sem er kannski allt í lagi vegna þess að viftan liggur svo þétt við og þjappar öllu auka kremi til hliðanna, en ég ákvað samt að skipta því út en þá er sami hiti um 51°C og alveg 60-80°C á báðum kjörnunum. Þessi hiti hækkar töluvert þegar að ég er í einhverjum leikjum. Eitthvað sem ég get gert ? Get ekki bætt við kassa viftum nema þá yfir PCI raufarnar. Ætti ég kannski að hafa hana nær glugganum ?

Re: AMD X2 6000+ að keyra á of háum hita ?

Sent: Fim 14. Jan 2010 22:06
af vesley
nokkuð kælining laus ? prufaðu að reyna að hreifa aðeins við henni. ýta létt í hana og athuga hvort hún sé ekki alveg örugglega stöðug?

að láta of mikið kælikrem er jafn slæmt og láta of lítið. talað er um að best sé að láta um jafn mikið og stærð á 1 grjóni .

Re: AMD X2 6000+ að keyra á of háum hita ?

Sent: Fim 14. Jan 2010 22:16
af Oak
ég get snúið henni en hún vaggar ekkert.

setti eitthvað í þá áttina í seinna skiptið.

Re: AMD X2 6000+ að keyra á of háum hita ?

Sent: Fim 14. Jan 2010 22:24
af svennnis
eg er að nota þennan örgjörva og hann er frekar heitur , eg er að nota OCZ Kælingu sem er rosalega góð og hann er í 48-52 , kanski er þetta bara samivandi hja mer.

Re: AMD X2 6000+ að keyra á of háum hita ?

Sent: Fim 14. Jan 2010 22:39
af Oak
nú er t.d. core temp kominn í 95°C og 90°C samt er tölvan ekkert að hegða sér neitt furðulega.

Re: AMD X2 6000+ að keyra á of háum hita ?

Sent: Fim 14. Jan 2010 22:53
af Some0ne
Er kassinn þinn með engar inn og út viftur?

Finnst þetta vara nett hár idle hiti á öllu bara.. 46 á chipsettinu á móðurborðinu? og 60 á örgjörvanum er alltof hátt..

Of þykkt lag af kælikremi er ekkert skárra, taktu þetta í sundur aftur og hafðu bara örþunnt lag. Athugaðu svo í biosnum hvort að það sé eitthvað svona SMARTFAN dæmi í gangi, sem stillir viftuna eftir því hvernig hitinn er, slökktu á því ef það er, eða auktu hraðann á viftunni. Sömuleiðis skoðaðu hitann á örgjörvanum í PC Health í Biosnum, kannski er CoreTemp að lesa vitlaust, sem mér finnst samt ólíklegt.

Örgjörvinn þinn á ekki eftir að eiga marga lífdaga ef hann er í alvöru að keyra á 95°

Re: AMD X2 6000+ að keyra á of háum hita ?

Sent: Fim 14. Jan 2010 23:00
af Oak
það er ein inn og tvær út og síðan er það aflgjafinn sem er með 120mm viftu

þetta var aldrei svona hátt.

Re: AMD X2 6000+ að keyra á of háum hita ?

Sent: Fim 14. Jan 2010 23:09
af Some0ne
Var þig að dreyma þá eða?

Re: AMD X2 6000+ að keyra á of háum hita ?

Sent: Fös 15. Jan 2010 00:49
af Oak
Afhverju ætti mig að verað dreyma ?

Re: AMD X2 6000+ að keyra á of háum hita ?

Sent: Fös 15. Jan 2010 00:52
af Oak
Tók viftustýringun úr og hitaskynjarana með og þá er allt orðið eðlilegt...er allavega í 40°C núna :)

Re: AMD X2 6000+ að keyra á of háum hita ?

Sent: Fim 04. Feb 2010 14:46
af svennnis
eg keypti mer racens Gelus Pro III hja kisildal og hann er nuna meðan ég er í codmw2 í 19°C ..max

Re: AMD X2 6000+ að keyra á of háum hita ?

Sent: Lau 06. Feb 2010 20:10
af Klemmi
svennnis skrifaði:eg keypti mer racens Gelus Pro III hja kisildal og hann er nuna meðan ég er í codmw2 í 19°C ..max


Ertu í tjaldi?

Ætlarðu að segja mér að með breyttri kælingu hafi örgjörvinn farið úr 48-52°C niður í 19°C undir álagi, sem er líklega sama eða lægra heldur en hitinn í herberginu hjá þér? :)

Fyrirgefðu, en ég á svolítið erfitt með að trúa því ;)

Re: AMD X2 6000+ að keyra á of háum hita ?

Sent: Lau 06. Feb 2010 20:43
af blitz
svennnis er ekki þekktur fyrir gáfulega pósta, meira svona comic relief