prófa harða diska hvort þeir séu í 100% lagi ?
Sent: Þri 12. Jan 2010 20:37
af Glazier
Hef heyrt að það sé hægt að keyra harða diska í gegnum eitthvað test til þess að gá hvort þeir séu í 100% lagi..
Hvernig geri ég það ? Var nefnilega að finna einn disk hérna hjá mér (500Gb) og mig langar að tékka á því hvort hann virki 100% til að vera viss um að það sé öruggt að geyma gögn á honum

Og tekur langann tíma að keyra svona test ?
Re: prófa harða diska hvort þeir séu í 100% lagi ?
Sent: Þri 12. Jan 2010 20:41
af AntiTrust
Til möööörg HDD test tools, bæði til að keyra í eða utan OS.
Mörg mismunandi próf t.d. í boði á UBCD (ultimate boot cd) og HirensBCD, sem eru bootable diskar með samansöfn af nánast öllum test hugbúnaði sem þú þarft fyrir almennar tölvuviðgerðir og greiningar, þeir eru mér allavega ómissandi í starfi. Hinsvegar, ef þú ætlar að prófa diskinn úr stýrikerfinu sjálfu (sem ég mæli persónulega ekki með) þá mæli ég með því að finna test tól frá framleiðanda disksins, það er ekki alltaf hægt né sniðugt að nota test tól frá WD t.d. á Seagate disk, og vice versa.
Re: prófa harða diska hvort þeir séu í 100% lagi ?
Sent: Þri 12. Jan 2010 21:05
af Pandemic
Glazier skrifaði:Hef heyrt að það sé hægt að keyra harða diska í gegnum eitthvað test til þess að gá hvort þeir séu í
100% lagi..
Hvernig geri ég það ? Var nefnilega að finna einn disk hérna hjá mér (500Gb) og mig langar að tékka á því hvort hann virki
100% til að vera viss um að það sé öruggt að geyma gögn á honum

Og tekur langann tíma að keyra svona test ?
Ekki hægt, en þú getur verið nokkuð viss um að hann sé í lagi. Það er ekki öruggt að geyma gögn á neinum hörðum disk.
Mæli annars með að nota tól frá framleiðanda í dos mode fyrir þá diska sem þú ætlar að checka.
T.d Seatools...