Síða 1 af 1

Minniskubbapörun

Sent: Þri 12. Jan 2010 09:49
af appel
Hæ hó

Ég er með smá basic spurningu, bara svona til að vera viss.


Ég er með 2x1GB minniskubba í vélinni minni (Corsair 800MHz XMS2 2GB (2x1GB)).

Það eru tvö slot laus, og langar mig að fylla þau með öðru minniskubbapari.

Þarf það minniskubbapar að vera einsog það sem er fyrir í vélinni? (Corsair 800MHz XMS2 2GB (2x1GB)). Eða get ég sett hvaða stærð og gerð af minniskubbapari í þessi tvö lausu slot? Eitthvað sem ég þarf að hafa í huga?

Edit: var að muna að í bios er bara hægt að stilla memory globalt... hmm..

Re: Minniskubbapörun

Sent: Þri 12. Jan 2010 10:02
af urban
Ef að ég man rétt þá koma bæði minni til með að vinna á lægri hraðanum.

það er, ef að þú ert með 800 mhz og setur í hana 1066 mhz þá vinna þau minni á 800 mhz

EN, ég tek það fram að mig minnir þetta :D

Re: Minniskubbapörun

Sent: Þri 12. Jan 2010 10:05
af appel
urban skrifaði:Ef að ég man rétt þá koma bæði minni til með að vinna á lægri hraðanum.

það er, ef að þú ert með 800 mhz og setur í hana 1066 mhz þá vinna þau minni á 800 mhz

EN, ég tek það fram að mig minnir þetta :D


Ok.... þannig að þessi tvö pör ættu að vinna vel saman:

Corsair 800MHz XMS2 2GB (2x1GB)
Corsair 800MHz XMS2 4GB (2x2GB)

Semsagt 2GB + 4GB, en "sama gerð" af minniskubbum.

Re: Minniskubbapörun

Sent: Þri 12. Jan 2010 10:11
af urban
Já það ætti að virka þrusuvel saman.

Re: Minniskubbapörun

Sent: Þri 12. Jan 2010 10:22
af appel
Var að átta mig á því að minnið í vélinni er CL4, en hitt minnið er CL5. Það gengur væntanlega ekki.

Bleh... þannig að ég hef ekkert um annað að velja en CL4 minni.

Re: Minniskubbapörun

Sent: Þri 12. Jan 2010 10:33
af viddi
appel skrifaði:Var að átta mig á því að minnið í vélinni er CL4, en hitt minnið er CL5. Það gengur væntanlega ekki.

Bleh... þannig að ég hef ekkert um annað að velja en CL4 minni.


Það á allveg að virka að setja CL5 með CL4, það gæti verið að CL4 minnin keyri bara á CL5 í staðinn

Re: Minniskubbapörun

Sent: Þri 12. Jan 2010 11:33
af Oak
ef þú ert með dual channel borð passaðu þig þá að skoða bæklinginn yfirleitt eru það raufar 1 og 3 og síðan 2 og 4 sem vinna saman.

Re: Minniskubbapörun

Sent: Þri 12. Jan 2010 12:19
af chaplin
Hefðu alltaf í huga Mhz, timings og VOLT.

Re: Minniskubbapörun

Sent: Þri 12. Jan 2010 12:26
af appel
Ég kaupi bara eins minni og ég er með fyrir, til að forðast rugl og vesen.