Var að setja uppfærslu í kassa fyrir félaga minn áðan, kveiki á henni og tölvan bootar upp, kemur bios skjámyndin og allt og krúsar inn í windows.
Svo fer ég með hana heim, og kveiki á henni, þá rétt fara aflgjafa og cpu viftan í gang, og svo bara kapút gerist ekkert meir.
Aflgjafinn dauður?
Bootast ekki upp
-
SteiniP
- Bara að hanga
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
- Reputation: 1
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Bootast ekki upp
Kannski hefur eitthvað losnað á leiðinni heim. Double checkaðu örgjörvaviftuna og að öll tengi séu föst.
-
Some0ne
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 449
- Skráði sig: Fös 11. Okt 2002 01:22
- Reputation: 3
- Staðsetning: Garðabær
- Staða: Ótengdur
Re: Bootast ekki upp
Það öll tengi föst, var að prófa núna að hafa bara bæði powertengin í móðurborðið tengd, sama result.
Vantar að fá lánað 400-500w psu með sata tengjum og gá hvort að það sé lausnin
Vantar að fá lánað 400-500w psu með sata tengjum og gá hvort að það sé lausnin
-
SteiniP
- Bara að hanga
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
- Reputation: 1
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Bootast ekki upp
Þú getur testað aflgjafann með því að setja vír eða bréfaklemmu á milli græna vírsins og einhvers af svörtu vírunum á 20 pinna móðurborðstenginu og kveikt á honum. Reyndar er vírinn ekki alltaf grænn, en það er 4. vírinn þeim megin sem að hakið er.
Sérð það á myndinni hérna

Þú gætir þurft að hafa 1 eða 2 harða diska tengda svo það kveikni á honum.
Þægileg leið til að prófa hvort aflgjafinn er dauður.
Sérð það á myndinni hérna

Þú gætir þurft að hafa 1 eða 2 harða diska tengda svo það kveikni á honum.
Þægileg leið til að prófa hvort aflgjafinn er dauður.
-
Blackened
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 956
- Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
- Reputation: 14
- Staðsetning: Babýlon norðursins
- Staða: Ótengdur
Re: Bootast ekki upp
SteiniP skrifaði:Þú getur prófað aflgjafann með því að setja vír eða bréfaklemmu á milli græna vírsins og einhvers af svörtu vírunum á 20 pinna móðurborðstenginu og kveikt á honum. Reyndar er vírinn ekki alltaf grænn, en það er 4. vírinn þeim megin sem að hakið er.
Sérð það á myndinni hérna
Þú gætir þurft að hafa 1 eða 2 harða diska tengda svo það kveikni á honum.
Þægileg leið til að prófa hvort aflgjafinn er dauður.
Hann segir að PSU og CPU viftan snúist.. svo að það er tææplega aflgjafinn.. búinn að prufa að taka batteríið úr í nokkrar mín og setja í aftur til að Reset CMOS? hljómar samt skrýtið..
-
Some0ne
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 449
- Skráði sig: Fös 11. Okt 2002 01:22
- Reputation: 3
- Staðsetning: Garðabær
- Staða: Ótengdur
Re: Bootast ekki upp
Hann virðist kveikja á sér við að gera trikkið fyrir ofan, ein vifta sem er tengd í hann + viftan í aflgjafanum byrja að snúast á fullu. Svo ef ég tengi aftur tengið sem er á myndinni hjá þér + 4 pinna tengið í móðurborðið og ýti á power takkann þá er það sama sagan, vifturnar snúast í 0.5 sek og svo er allt dautt. Móðurborðið + örgjörvinn + minnið er allt nýtt.
Aflgjafinn er reyndar bara 400w fortron eitthvað sull, en miðað við vélbúnaðinn í tölvunni þá ætti það að vel duga held ég..
Edit: Ég prófaði að nota reset cmos jumperana áðan, gerðist ekkert.
Aflgjafinn er reyndar bara 400w fortron eitthvað sull, en miðað við vélbúnaðinn í tölvunni þá ætti það að vel duga held ég..
Edit: Ég prófaði að nota reset cmos jumperana áðan, gerðist ekkert.
-
Some0ne
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 449
- Skráði sig: Fös 11. Okt 2002 01:22
- Reputation: 3
- Staðsetning: Garðabær
- Staða: Ótengdur
Re: Bootast ekki upp
Fjarlægði skjákortið sem er gamalt PCI-E Geforce 6600gt og tengdi skjáinn við onboard skjástýringuna sem er e-ð ATI 2100 crap, en þá bootar tölvan flawlessly upp.
Setti PCI-E kortið aftur í, allar viftur hreyfast í undir 0,5 sek og svo bara dead.
Skjákortið dautt?
Setti PCI-E kortið aftur í, allar viftur hreyfast í undir 0,5 sek og svo bara dead.
Skjákortið dautt?
-
Halli25
- Bara að hanga
- Póstar: 1579
- Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
- Reputation: 67
- Staðsetning: Hveragerði
- Staða: Ótengdur
Re: Bootast ekki upp
Gæti líka verið að raufinn sé eitthvað fübar?
ég lenti í þessu með netkort og gat þá testað það í öðru slotti og þá bootaði vélin eins og ekkert væri upp.
Sterkur leikur að prófa skjákortið í annari vél og ef það virkar þá er það raufin.
ég lenti í þessu með netkort og gat þá testað það í öðru slotti og þá bootaði vélin eins og ekkert væri upp.
Sterkur leikur að prófa skjákortið í annari vél og ef það virkar þá er það raufin.
Starfsmaður @ IOD
-
viddi
- Stjórnandi
- Póstar: 1311
- Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
- Reputation: 7
- Staðsetning: <?php
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Bootast ekki upp
Smá trikk, þegar þú ert búinn að setja skjákortið í og búinn að festa það prófaðu þá að toga kortið örlítið frá raufinni og kannaðu svo hvort hún fari í gang.
Serverinn minn hefur látið svona og þetta hefur virkað hjá mér.
Serverinn minn hefur látið svona og þetta hefur virkað hjá mér.
A Magnificent Beast of PC Master Race