Síða 1 af 2

Fæ svartan skjá/BSOD í Win 7, flókið vandamál [Leyst!]

Sent: Fös 08. Jan 2010 18:37
af DoofuZ
Ég er að lenda í bölvuðu veseni í nýju tölvunni (í undirskrift) en ég held að það sé samt bara vesen með Raptor diskana sem ég er með í Raid0 fyrir Windows 7. Málið er að rafmagninu hefur slegið út nokkrum sinnum eftir að ég setti tölvuna upp, það var t.d. rafmagnslaust í öllu hverfinu í gær, og það er að hafa alveg svakalega slæm áhrif á diskana :|

Eftir svona útslátt þá kveiki ég á tölvunni og Windows keyrir sig upp en svo þegar það er að opna explorer og öll forrit þá fer að hægjast á henni og það virkar ekki að smella á start takkann og svo endar það yfirleitt á því að skjárinn verður alveg svartur og ég get ekkert gert annað en ýtt á restart takkann á kassanum :? Svo gerist það svoldið oft að þegar hún er að ræsast aftur að þá kemur villa um að ekkert stýrikerfi hafi fundist og lagast það bara ef ég slekk alveg á henni og kveiki svo aftur.

Er ekki nokkuð öruggt að diskarnir eru eitthvað að klikka? Ég defraggaði að vísu fyrir stuttu, er ekki alveg í lagi að defragga diska í Raid0? Áður en ég fór að nota þá í þessari tölvu þá var ég bara búinn að geyma þá uppí hillu í nokkra mánuði og voru þeir ekki í neinum umbúðum, gæti ryk hafa safnast inní þá? :-k

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilaðir diskar?

Sent: Fös 08. Jan 2010 19:24
af AntiTrust
Það er nú bara ein leið til þess að komast að því hvort diskarnir séu að fara eða bara RAID-ið farið í kleinu.

A) Hardware scan (og include-aðu mechanics stress test).

B) Delete-aðu RAID arrey-inu og settu það aftur upp ásamt stýrikerfi.

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilaðir diskar?

Sent: Fös 08. Jan 2010 20:22
af tolli60
var ekki verið að tala um black screen vanda i w7? einhver galli. man samt ekki í hvaða samhengi

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilaðir diskar?

Sent: Fös 08. Jan 2010 20:36
af AntiTrust
tolli60 skrifaði:var ekki verið að tala um black screen vanda i w7? einhver galli. man samt ekki í hvaða samhengi


Það eru allt of mörg mismunandi einkenni í þessu tilfelli til þess að þetta passið við W7 BSOD (Black screen of death).

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilaðir diskar?

Sent: Fös 08. Jan 2010 20:37
af DoofuZ
Hardware scan? Meinaru þá bara í Device Management eða? Þarf nokkuð að setja inn Raid rekla svo diskarnir virki betur í Windows?

Annars má endilega benda mér á hvaða forrit er best að nota í greiningu á vandamálinu, á einhverja boot viðgerðardiska sem gætu verið með einhver svoleiðis forrit. Svo var ég annars búinn að prófa SpeedFan á tölvunni og fékk þar upplýsingar um aldeilis góð hitastig á bæði örgjörva og tveimur af sjö diskum (milli 30 og 40 gráður á bæði diskum og örgjörva) en þar gat ég ekki séð neitt um fyrstu 5 diskana, þeir eru tengdir við SATA controllerinn sem er með Raid stuðninginn, og því get ég ekki séð SMART upplýsingarnar um fyrstu tvo diskana þar, sem eru s.s. Raptor diskarnir í Raid0.

tolli60 skrifaði:var ekki verið að tala um black screen vanda i w7? einhver galli. man samt ekki í hvaða samhengi

Já, mig rámar einmitt í eitthvað svoleiðis... :-k Ætla rétt að vona að það sé bara eitthvað þannig í gangi, er ekki alveg að nenna að setja allt dótið aftur upp, enda búinn að setja inn alla rekla, stilla allt saman og kominn með haug af leikjum inná :roll:

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilaðir diskar?

Sent: Fös 08. Jan 2010 20:43
af AntiTrust
Notaðu akkúrat þessa bootable diagnostics diska þína til að hardware prófa vélina þína, helst að nota UBCD 3.14 eða seinna þar sem þeir innihalda PC Check, ef minnið er ekki að svíkja mig. Gott að taka overall test á allt hardware hjá þér til að útiloka allan annan vélbúnað (t.d. MB/Raid ctrl) þótt að HDD hjá þér fái grænt ljós í testinu.

Ef allur vélbúnaður er í lagi er hægt að prufa t.d. að nota devicedoctor til að segja þér hvaða drivera þig gæti hugsanlega vantað eða þurft að upgrade-a, þó mér finnist það persónulega ólíkegt. Ef allir driverar eru í lagi og það er ekkert fix í boði frá MS Update þá er bara að eyða RAID-inu og búa til nýtt array, og enduruppsetja stýrikerfið frá grunni.

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilaðir diskar?

Sent: Lau 09. Jan 2010 01:38
af DoofuZ
Jæja, prófaði áðan að keyra vélina upp í safe mode og þegar ég var aðeins að reyna að kíkja á Disk Management þá fraus hún aðeins og svo kom BSOD villa með eftirfarandi runu:

0x000000F4 (0x000...3, 0xFFFFFA800566D1E0, 0xFFFFFA800566D4C0, 0xFFFFF80002598240)

Ég fékk þessa sömu villu þegar ég var nýbúinn að setja Windows 7 inná um jólin og þá kom þetta rétt eftir að ég var búinn að gera format á einum disk í tölvunni :?

Ég hef gúglað aðeins áður um þessa villu og þá fann ég lítið um hana, svo segir Microsoft voða lítið líka :| Einhver hér sem kannast við ákkúrat þessa villu? Er annars farinn að athuga tölvuna með boot disk, vonandi finn ég eitthvað útúr því 8-[

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilaðir diskar?

Sent: Lau 09. Jan 2010 01:40
af AntiTrust
Áður en ég leggst í smá gúgl - Hardware test á ALLT.

Ef allt kemur OK út, pælum við í þessu.

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilaðir diskar?

Sent: Lau 09. Jan 2010 03:47
af DoofuZ
Ok, er kominn með nýjasta UBCD og er að prófa einhver forrit á honum en þegar ég var að reyna að fá tölvuna til að keyra upp af disknum (ýtti á vitlausan takka fyrst) þá keyrði Windows venjulega upp og gerði það sama og venjulega þar sem það kom svartur skjár rétt eftir login en svo þegar ég var að keyra tölvuna aftur upp eftir það þá kom nokkrum sinnum í röð bara svartur skjár með blikkandi _ tákn efst uppi og svo á næstum því miðjum skjánum var grænn kassi og N með ~ fyrir ofan við hliðina á kassanum. Og það kom áður en Windows eða eitthvað annað átti að keyrast upp, kom í raun á þeim tíma sem SATA controllerinn þar sem stýrikerfisdiskarnir eru tengdir fer í gang :? Er þá controllerinn ekki bara fubar? Gallað móðurborð?

Mér finnst líka eins og þetta vesen sé alltaf að verða verra og verra, ég meina fyrst kom svarti skjárinn bara eftir boot sem lagaðist þegar ég var búinn að keyra checkdisk á C við næsta boot og svo virkaði tölvan bara vel eftir það. En svo næst þegar þetta gerðist þá var ekki eins auðvelt að laga þetta vandamál og þar sem vandamálið byrjar núna áður en Windows keyrist upp að þá er þetta greinilega ansi alvarlegt vandamál og tengist ekkert Windows sjálfu, líklega annað hvort móðurborið, SATA controllerinn eða diskarnir :|

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilaðir diskar?

Sent: Lau 09. Jan 2010 03:53
af AntiTrust
Hljómar skuggalega líkt móðurborðsbilun verð ég að segja, random characters er akkúrat mjög algeng einkenni á biluðu MB eða CPU, og oftast eru þetta vandamál vegna ofhitnunar.

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilaðir diskar?

Sent: Lau 09. Jan 2010 04:19
af DoofuZ
Ok, það eru 99% líkur á því að tölvan sé ekki að ofhitna þar sem BIOS segir mér að system temp sé 44° og CPU temp sé 35° þannig að þá er mjög líklegt að móðurborðið sé gallað, eða s.s. SATA controllerinn. Var líka búinn að lenda í öðru SATA veseni áður en það var á hinum controllernum, þar get ég bara tengt einn disk í sitt hvora SATA tengjastæðuna, það virkar ekki að hafa tvo diska tengda við eina stæðu sem er fáránlegt og styrkir ansi vel þá tilgátu að þetta sé SATA vesen :(

Ég setti samt nýjan BIOS inn þegar ég var að reyna að setja tölvuna upp fyrst þar sem SATA controllerarnir voru ekki alveg að virka rétt (samt líklega bara vegna þess að ég var ekki búinn að stilla allt rétt í BIOS :roll:), gæti það verið að skapa vandræðin? Ætti ég að prófa að setja þann BIOS aftur inn?

Hvaða forrit af UBCD er annars best að nota til að prófa móðurborðið almennilega? Og hvað með SATA controllers? Er svo ekki smá vesen að prófa diska sem eru saman í Raid? Er búinn að keyra nokkur diskaprófunarforrit og það koma ekki allir diskarnir alltaf fram, sérstaklega ekki þeir sem eru í Raid.

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilaðir diskar?

Sent: Lau 09. Jan 2010 15:26
af Narco
Það hjálpar kannski ekki til en ég verð að deila með ykkur hinum heilaga sannleika sem er þessi: Ef þú ætlar að vera að raida þá notaðu raid kort, þetta software raid á móðurborðunum er aldrei jafn áreiðanlegt og kortin. hef nokkrum sinnum raidað í stripe og þetta fer ekki vel til langframa á móðurborð raidinu, eða það er allavegana mín reynsla og margra vina minna. Gangi þér annars vel með þetta.

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilaðir diskar?

Sent: Lau 09. Jan 2010 15:30
af AntiTrust
Narco skrifaði:Það hjálpar kannski ekki til en ég verð að deila með ykkur hinum heilaga sannleika sem er þessi: Ef þú ætlar að vera að raida þá notaðu raid kort, þetta software raid á móðurborðunum er aldrei jafn áreiðanlegt og kortin. hef nokkrum sinnum raidað í stripe og þetta fer ekki vel til langframa á móðurborð raidinu, eða það er allavegana mín reynsla og margra vina minna. Gangi þér annars vel með þetta.


Tek undir þetta, standalone RAID er the only way to go. Mér finnst nú samt eins og OP sé að tala um að hann sé með RAID ctrl?

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilaðir diskar?

Sent: Lau 09. Jan 2010 15:46
af Narco
AntiTrust skrifaði:
Narco skrifaði:Það hjálpar kannski ekki til en ég verð að deila með ykkur hinum heilaga sannleika sem er þessi: Ef þú ætlar að vera að raida þá notaðu raid kort, þetta software raid á móðurborðunum er aldrei jafn áreiðanlegt og kortin. hef nokkrum sinnum raidað í stripe og þetta fer ekki vel til langframa á móðurborð raidinu, eða það er allavegana mín reynsla og margra vina minna. Gangi þér annars vel með þetta.


Tek undir þetta, standalone RAID er the only way to go. Mér finnst nú samt eins og OP sé að tala um að hann sé með RAID ctrl?

Ja, ef hann er með kort þá þykir mér skrítið ef hann er með corrupted setup á diskunum. Nei ég hallast að því að hann sé að raida á móðurborð controller sem er nánast undantekningarlaust crap, kaupið ykkur kort strákar ef þið ætlið að raida annars eruð þið alltaf að setja þetta drasl upp aftur. :8)

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilaðir diskar?

Sent: Lau 09. Jan 2010 16:48
af Gibbi
Þetta móðurborð er með 10 SATA tengi á tveimur stýringum, hvora stýringuna ertu að nota?

Edit:
Já og ertu að nota write caching og/eða write cache buffer flushing? (tékkar á policies á disknum í Device Manager ef þú kemst í stýrikerfið)

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilaðir diskar?

Sent: Lau 09. Jan 2010 19:02
af DoofuZ
Ég er að nota controllerinn sem er með 6 tengjum, hann er staðsettur á suðurbrúnni og er auka controllerinn, aðal controllerinn er frá Gigabyte sjálfum og er með 4 tengi. Sé samt samkvæmt Gigabyte að sá controller á víst að vera líka með Raid stuðning, man samt ekki eftir að hafa séð eitthvað um það og hef hingað til ekki rekist á neitt raid setup fyrir það í bootup en það væri kannski sniðugara að hafa raidið þar vegna þess að það kemur á undan hinu :-k Annars á ég nú eitt svona SATA kort sem styður Raid svo ég prófa það kannski seinna, en eins og er þá tel ég ansi miklar líkur á því að þetta sé galli í móðurborðinu :|

Veit svo ekki með þetta write caching/write cache buffer flushing, athuga það í kvöld eftir vinnu. Ég get nefnilega alveg keyrt Windows upp, en bara í Safe mode.

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilaðir diskar?

Sent: Lau 09. Jan 2010 23:16
af DoofuZ
Það er merkt við að write caching sé enabled og samkvæmt skýringartextanum þar þá getur meðal annars útsláttur á rafmagni valdið veseni ef það er á enabled, ætti ég þá ekki að taka það af? Á samt erfitt með að trúa að þetta sé aðalorsök vandans, sérstaklega þar sem vandinn nær alveg vel út fyrir Windows með veseninu í bootup.

Er farinn að spá mikið í að fara með móðurborðið á mánudaginn og fá nýtt, það er ekki vesen ef ég er búinn að setja nýjan BIOS inn eða hvað?

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilaðir diskar?

Sent: Sun 10. Jan 2010 01:13
af DoofuZ
Ok, prófaði að keyra chkdsk á raiduðu diskunum og það var ekkert að þar, keyrði svo chkdsk /r sem spurði mig þá hvort ég vildi keyra disk check við næsta boot og ég samþykkti það. Svo þegar ég keyrði Windows venjulega upp þá kom það ekki en allt virtist vera í lagi, enginn svartur skjár eftir login og enginn bláskjár þegar ég fór í disk management. En svo þegar ég fór í restart þá fékk ég villu um að enginn stýrikerfisdiskur hefði fundist (eins og ég var búinn að fá oft áður) nema í stað þess að slökkva og kveikja svo aftur á tölvunni til að laga það þá endurræsti ég hana bara og fór síðan í Raid setup til að athuga hvað kæmi þar og þar er statusinn á diskunum "Off line" og þegar ég skoða það betur þá virðist bara annar af diskunum tveimur koma inn en svo stendur bara "failed or disconnected..." þar sem hinn ætti að vera :?

Ætla að prófa aðra SATA kapla, efast samt að það geri eitthvað gagn :|

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilaðir diskar?

Sent: Mán 11. Jan 2010 06:52
af DoofuZ
Jæææja... þá er tölvan komin í lag! :D Tók útilokunaraðferðina á þetta og prófaði allt frá því að setja inn gamlan og svo aftur nýjasta BIOS uppí að taka alla diska úr sambandi nema Windows diskana og eftir að ég gerði það þá fór tölvan að virka í lagi aftur og lét bara eins og ekkert hefði gerst :shock: Þá fór ég í það að tengja allt aftur, eitt í einu og keyra tölvuna í gang á milli, og nú hef ég tengt allt og ekkert vesen lengur :) Hún er meira að segja aðeins fljótari að keyra sig upp svo þetta hlítur að hafa verið eitthvað smá sambandsleysi eða eitthvað slíkt :-k Samt skrítið að það var í einhverju öðru en Windows diskunum þar sem hluti af vandamálinu var að stundum eftir svartskjá og endurræsingu var annar af þeim "off line".

Einhver sem hefur lent í einhverju svipuðu sambandsleysisvandamáli? Er möguleiki að eitthvað annað sem er tengt við sama SATA controller sem er með sambandsleysi geti slegið annan Raid diskinn út einhvernveginn?

Skil þetta ekki alveg en er bara mjög ánægður að tölvan er komin í lag og að ég þurfi ekki að rífa móðurborðið úr, skipta því og setja svo annað í þar sem það var mjög erfið vinna =D>

Fattaði svo líka eftir ágætis lestur á hinum ýmsu stöðum að ég hefði upphaflega getað sett upp Raid á Gigabyte controllerinum en það er víst stillt í sjálfum BIOS en ekki utan hans eins og á þeim sem ég er með Raid setupið á. Er samt ekki alveg búinn að fatta afhverju það er ekki hægt að hafa tvo diska hlið við hlið á Gigabyte controllerinum (nema þá saman í Raid), en það er líklega bara eitthvað smá stillingarvesen í BIOS þar sem ég fann Raid stillingarnar, nenni ekki að fikta í því nema ég muni bæta við fleiri diskum :lol: Enda væri það skrítið ef að móðurborð sem á að styðja samtals 10 diska gæti bara leyft manni að tengja 8 :roll: Skilst annars að Raid sé hraðara á controllernum sem er á suðurbrúnni, s.s. þessum bláa sem ég er að nota Raid á, svo ég sé litla ástæðu til þess að vera eitthvað að breyta því.

Vil bara að lokum þakka þeim sem hlýddu og sérstaklega þeim sem reyndu að finna lausn á þessu stórskrítna vandamáli, vonandi fæ ég það bara ekki aftur í hausinn (væri samt týpískt hehe) 8-[

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilað Windows?

Sent: Þri 12. Jan 2010 08:03
af DoofuZ
I spoke too soon! I spoke too soon! I, spoke, too soon! #-o

Viti menn, þetta vandamál er enn til staðar og nú hef ég komist mun nær því hvað vandamálið er. Var að spila leik í dágóðan tíma í gær, set hann svo aðeins niður og opna My Computer og ætla að fara þar inná einn diskinn en þá fer tölvan bara að frjósa og svo kemur svartur skjár stuttu seinna :x Svo eftir endurræsingu þá var annar Windows diskanna "off line" eins og venjulega svo ég þurfti að slökkva og kveikja svo aftur og þegar ég kom aftur í Windows þá ákvað ég að skoða aðeins power stillingarnar þar sem mér fannst eins og það hafi verið slökkt á disknum sem ég hafði reynt að komast inná og ég hafði rétt fyrir mér því í advanced í þeim stillingum var stillt að ef diskarnir væru idle í 20 mínútur þá yrði slökkt á þeim.

Getur verið að það sé rót vandans? Ég prófaði að vísu að stilla það á 1 mínútu, beið svo, heyrði í einhverjum diskunum slökkva á sér og fór svo inná þá en það virkaði alveg. Þarf samt kannski að bíða eitthvað lengur til að prófa þetta almennilega. Samt skrítið að það slökkni svo á öðrum Windows diskanna, getur það komið fyrir raidaða diska? Og ömurlegt að það lagist ekki við einfalda endurræsingu :|

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilað Windows?

Sent: Þri 12. Jan 2010 13:10
af JohnnyX
Var það stýriskerfisdiskurinn sem var að slökkva á sér hja þér?

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilað Windows?

Sent: Mið 13. Jan 2010 01:25
af DoofuZ
Já, en samt ekki alltaf, kom bara stundum fyrir (kemur vonandi ekki aftur fyrir 8-[). Oftast fraus tölvan samt svona og svartur skjár því að hinir diskarnir slökktu á sér og þegar ég opnaði þá í explorer þá fór allt til fjandans. Og svo eftir það kom, eins og ég sagði, stundum fyrir að tölvan fann ekki OS disk þar sem annar af raiduðu diskunum var "off line". Skil ekki alveg hvernig það getur gerst, sérstaklega að það sé bara annar diskurinn :-k Kannski heldur Windows að það sé í lagi að slökkva á öðrum þeirra til að spara rafmagn og hinn muni bara virka alveg einn áfram :roll:

Hefur enginn hér lent í svipuðu veseni í Windows 7? Ég er með Ultimate 7600 útgáfuna og hef ekki sett inn nein updates frá Microsoft. Kannski séns að þetta vandamál komi bara upp á vissum móðurborðum eða eitthvað slíkt?

Ef einhver hér er með sömu útgáfu og ég af Windows 7 og ekki með nein updates inná þá væri æðislegt ef þið gætuð reynt að endurskapa þetta vandamál hjá ykkur. Þá ætti að vera nóg að stilla í advanced í power stillingunum að diskarnir eigi að slökkva á sér eftir 20 mínútur (má svosem alveg hafa það eitthvað minna, skiptir líklega ekki máli) og prófa svo að spila einhvern leik í kannski klukkutíma eða svo eða skilja tölvuna bara eftir í idle með ekkert í gangi (líklega óþarfi að spila einhvern leik, en sakar þó ekki til að líkja eftir sömu aðstæðum). Og það væri ennþá betra ef Windows væri inná tveim diskum í Raid0.

Annars er kannski bara einfaldast að stilla tímamörkin í power stillingunum, bíða svo vel fram yfir þann tíma og prófa svo að kíkja inná diska.

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilað Windows?

Sent: Mið 13. Jan 2010 18:30
af JohnnyX
Slökknar oft á gagngeymslu diskunum mínum vegna þess að jú það er ekki alltaf verið að nota þá. Stýriskerfisdiskurinn gerir þetta ekki hjá mér vegna þess að ég er ekki með raid og þá er stöðugt verið að nota hann. Held að einfaldasta lausnin hjá þér sé að taka hreinlega þessa rafmagnssparnaðar stillingu af hjá þér

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilað Windows?

Sent: Mið 13. Jan 2010 20:56
af DoofuZ
Tja, ég gerði það og allt virtist vera í lagi nema svo komst ég að því að það var því miður ekki rót vandans (var líka frekar ólíklegt). Ég get nefnilega ekki enn keyrt Windows Experience Index tólið, prófaði það í gær og eftir smá keyrslu, þegar barinn var kominn svona ca. 1/3, þá kom svartur skjár og allt fór til fjandans, það slökknaði þá líka á öðrum disknum :| En ég er þá amk. búinn að finna eitthvað sem klikkar alltaf svo ég get notað það til að finna út hvað er að gerast :)

Er annars nú þegar búinn að útiloka minnið, keyrði memtest á því í aðeins meira en 10 tíma og ekkert vesen þar, nema memtest sýnir rammvitlaus timings á minninu en það ætti ekki að vera vandamál tölvunar eða hvað? Ég var búinn að stilla rétt timings og réttan hraða á minninu í BIOS (sem er 9-9-9-24 og 1600mhz en las einhverstaðar að það sé algengt að maður þurfi að stilla þetta sjálfur fyrir þetta minni) svo þetta er líklega bara memtest sem les eitthvað ekki rétt, er það séns?

Allavega þá ætla ég að prófa að taka alla hina diskana og skrifarann úr sambandi í kvöld og prófa að keyra WEI. Svo ef það virkar ekki þá er ég að spá í að tengja annan disk við tölvuna, setja Windows 7 inná hann og sjá hvað gerist þar. Helst ekki Raid setupið annars þó ég geri það? Það er bara stillt á diskunum er það ekki? Annars býst ég við að maður þyrfti alltaf að setja Raid aftur upp eftir flash á BIOS :-k

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilað Windows?

Sent: Fim 14. Jan 2010 16:01
af DoofuZ
Ok, er núna kominn með IDE disk tengdan við tölvuna, setti Windows 7 inná hann og setti svo alla rekla sem ég hafði sett inná á raid diskana og svo keyrði ég WEI bæði strax eftir install og svo alltaf inná milli reklana sem ég setti inn. Það gekk alltaf allt eins og í sögu og eftir örfáar mínútur var ég kominn með gott rating. Svo ákvað ég að prófa WEI einu sinni enn á raidaða Windows en slökkti fyrst á öllum auka forritum (sidebar, avira, du meter og windows uptime) en eins og venjulega þá endaði það með ósköpum, ég heyri eitthvað klikk hljóð frá diskunum (líklega raiduðu diskunum) svo hverfur WEI og síðan svartur skjár sem skiptir svo fljótt yfir í BSOD sem ég hef aldrei séð áður og google kannast lítið við sem segir:

"STOP: c0000135 The program can't start because %hs is missing from your computer. Try reinstalling the program to fix this problem."

Kannast einhver við þessa villu? Þetta er það eina sem kemur á skjáinn. Væri alveg til í að vita hvað þetta %hs á að vera :? En fyrst að allt hefur virkað eins og í sögu á IDE disknum þá sé ég ekkert eftir annað en að prófa að setja raid setupið allt aftur upp :| Það eina góða við það er að ég þarf líklega ekki að setja neitt annað upp en Windows, get pottþétt prófað WEI srax eftir install.