Síða 1 af 1

Hver er munurinn?

Sent: Mán 04. Jan 2010 02:36
af Kennarinn
http://tolvulistinn.is/vara/19490

eða

http://tolvulistinn.is/vara/18646

Hvorn ætti ég að kaupa (ég horfi á bíómyndir á hverjum degi og spila tölvuleiki)?

Afhverju er svona mikill verðmunur?

Hver er eiginlega munurinn fyrir utan þessa hálfu tommu?

Re: Hver er munurinn?

Sent: Mán 04. Jan 2010 04:16
af Glazier
Hugsa að það spili rosalega mikið inn í merkið.. Acer vs Philips
EN kauptu þér skjá annar staðar en hjá Tölvulistanum nema þú sért að fá rosalega góðann afslátt þar.
Mæli með að þú fáir Friðjón hjá Buy.is til að panta fyrir þig skjá.
Byrjar á að biðja um hjálp við val á skjá (hérna á vaktinni) og færð spyrð svo Friðjón hvað hann geti selt þér þann skjá á mikið ;)
Annars mundi ég fá mér skjá sem er a.m.k. 24" og með 1920 x 1200 upplausn, BenQ skjáirnir hafa verið að gera góða hluti og eru ekki overprized.

Re: Hver er munurinn?

Sent: Mán 04. Jan 2010 06:14
af Gúrú
Glazier skrifaði:Annars mundi ég fá mér skjá sem er a.m.k. 24" og með 1920 x 1200 upplausn, .

Af hverju ætti hann/hún eitthvað sérstaklega að fá sér 16:10 skjá?

Re: Hver er munurinn?

Sent: Mán 04. Jan 2010 11:30
af Danni V8
Það sem ég get sagt um Acer vs Philips er að það eru nú þegar 4 Acer LCD skjáir hérna á heimilinu og þar að auki hef ég sjálfur átt 1 þannig og allir í góðu lagi. Síðan keypti pabbi sér einn 22" Philips skjá hjá tölvulistanum fyrir mánuði síðan og þetta er núna eini skjárinn á heimilinu með dauðum pixel. Tölvulistinn vill ekki skipta honum út þar sem að pixillinn er "ekki á áberandi stað". Hann er akkurat fyrir miðjum taskbarnum í Windows 7.

Re: Hver er munurinn?

Sent: Mán 04. Jan 2010 11:47
af CendenZ
Gúrú skrifaði:
Glazier skrifaði:Annars mundi ég fá mér skjá sem er a.m.k. 24" og með 1920 x 1200 upplausn, .

Af hverju ætti hann/hún eitthvað sérstaklega að fá sér 16:10 skjá?


sennilega vegna þess að þá er hann kominn með wuxga skjá, sem eru yfirleitt vandaðri skjáir í þokkabót.

Re: Hver er munurinn?

Sent: Mán 04. Jan 2010 12:15
af Gúrú
CendenZ skrifaði:
Gúrú skrifaði:
Glazier skrifaði:Annars mundi ég fá mér skjá sem er a.m.k. 24" og með 1920 x 1200 upplausn, .

Af hverju ætti hann/hún eitthvað sérstaklega að fá sér 16:10 skjá?

sennilega vegna þess að þá er hann kominn með wuxga skjá, sem eru yfirleitt vandaðri skjáir í þokkabót.

Hvað hefurðu fyrir þér í því?

Re: Hver er munurinn?

Sent: Mán 04. Jan 2010 12:55
af CendenZ
reynslu :wink:

edit: http://en.wikipedia.org/wiki/WUXGA sýnist vera doldið sammála. "This resolution is currently available in high-end LCD televisions and computer monitors"

Líka ágætis mynd þarna sem ég held að einhver hafi verið að leita að um daginn, þeas resolution myndin