Síða 1 af 1

Uppfærslu ráðleggingar óskast

Sent: Lau 02. Jan 2010 18:24
af Frussi
Góðan daginn.
Ég er með nokkuð gamla tölvu sem mig langar að uppfæra örlítið. Budgetið er mjög lítið, 30-40 þús.

Mig minnir að ég sé með MSI 945P Neo móðurborð (ekkert gamalt eða neitt :P ), 3Ghz einkjarna Intel örgjörva, eitthvað 7600 skjákort, 1gb RAM og 400W aflgjafa.

Ég hef lítinn áhuga á að uppfæra skjákortið en aðal spurningin er hvort það sé algjört must að uppfæra móbóið eða get ég eitt meiri pening í örgjörvann?
Mér líst mjög vel á Intel Core 2 Duo E8400 3.0GHz, 1333FSB 6MB cache, en ef einhver hefur aðrar betri uppástungur þá eru þær vel þegnar.
Síðan var ég líka að spá hvort það væri eitthvað vit í AMD eða hvort ég ætti að halda mig við Intel.

Þessi vél er ekki mikið notuð í þunga leiki, aðallega almenna vinnslu.

MBK
Bjarni

Re: Uppfærslu ráðleggingar óskast

Sent: Mið 06. Jan 2010 21:28
af Hörde
Nema móðurborðið þitt sé Neo3 eða yfir þá styður það ekki Core 2 Duo. Þannig að þú myndir þurfa nýtt borð.

Ef þú vilt eiga þessa tölvu í einhvern tíma þá myndi ég hiklaust sleppa dual core Intel örgjörvanum og stökkva í 4ja kjarna AMD. Þú getur fengið Athlon II X4 620 á undir 20þús. kall í allnokkrum búðum á meðan E8400 er um og yfir 30þús. kalli. Ef þú vilt eitthvað aðeins betra geturðu líka fundið nokkra Phenom II undir 30 kallinum. Móðurborðin eru svo þessi standard 15-20 þúsund kall.

Persónulega dytti mér ekki í hug að kaupa Intel örgjörva á verðunum í dag. Þó þeir séu margir hraðvirkari þá eru verðin yfirleitt mun hærri og þá sérstaklega 4ja kjarna örgjörvarnir. Phenom II ná almennt að hanga í kringum Core 2 Quad línuna (og i5/i7 í sumum tilfellum) á meðan Athlon II hafa tveimur fleiri kjarna en Core 2 Duo á sambærilegu verði. Það er ekki langt í að 2ja kjarna örgjörvar detti af markaðinum svo það er hálf pointless að kaupa þá í dag.