Síða 1 af 1
Pæla í 24" skjá
Sent: Mán 28. Des 2009 01:27
af JohnnyX
Núna er maður að hugsa um að skipta út gamla 17" skjánum og ég er eiginlega búinn að ákveða að ég vilji lágmark 24". Skjárinn yrði notaður í everyday use og svo gripið við og við í leiki.
Búinn að vera að skoða þetta e-ð og er búinn að minnka þetta niður í val á milli 6 skjáa
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=735http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1206http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=2706http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=20889http://buy.is/product.php?id_product=44http://buy.is/product.php?id_product=123Mér lýst best á en sem komið er á BenQ skjáinn og Acer skjáinn frá Buy.is.
Væri fínt ef að einhver gæti hjálpað mér að velja á milli þessara skjáa og komið kannski með reynslusögur o.þ.h.
Svo endilega ef að þið vitið um einhverja aðra væri vel þegið ef að þið gætuð bent mér á það

Re: Pæla í 24" skjá
Sent: Mán 28. Des 2009 03:20
af halldorjonz
Mæli með BenQ skjánum, ég keypti svona um daginn hjá Tölvuvirkni á 35k (Tölvutek eru líka með hann á 35k) og ég er bara ánægður!

Re: Pæla í 24" skjá
Sent: Mán 28. Des 2009 03:34
af Elmar
mæli miklu meira með BenQ en acer. nybuin að fá mér 24" BenQ ruddaleg græja á mjööög góður verði.
Re: Pæla í 24" skjá
Sent: Mán 28. Des 2009 11:02
af JohnnyX
ég hallaðist alltaf meira að BenQ skjánum. Gott að fá staðfestingu á því að þetta sé klassa skjár

...takk fyrir svörin, núna verður skellt sér á BenQ skjáinn

Re: Pæla í 24" skjá
Sent: Mán 28. Des 2009 12:20
af rapport
Fjárfesti í BenQ...
Er MJÖG sáttur.
Hefði viljað 1920x1200 skjá frekar en slíkir eru bara of XXXXX dýrir...
Re: Pæla í 24" skjá
Sent: Mán 28. Des 2009 13:04
af JohnnyX
rapport skrifaði:Fjárfesti í BenQ...
Er MJÖG sáttur.
Hefði viljað 1920x1200 skjá frekar en slíkir eru bara of XXXXX dýrir...
Er einhver gífurlegur munur á 1920x1080 upplausn og 1920x1200 ?
Re: Pæla í 24" skjá
Sent: Mán 28. Des 2009 13:09
af ZoRzEr
Hef át núna BenQ G2400W skjá í eitt og hálft ár og er hræðilega ánægður með hann. Bætti við einum Samsung 24" til að vera hliðiná 1. mars á þessu ári og þeir eru báðir glæsilegir saman.
1920x1200 er aðeins stærra á hæðina en ekkert sem þú tekur eftir. 1920x1080 er FullHD upplausnin í 16:9 formati. Þannig Blu-Ray spilast í réttum hlutföllum á þessum skjá, nýjasta æðið hjá öllum framleiðendum skjáa.
Edit*
http://the-web-mechanic.com/wp-content/ ... s636px.png
Re: Pæla í 24" skjá
Sent: Mán 28. Des 2009 13:32
af Viktor
ZoRzEr skrifaði:Hef át núna BenQ G2400W skjá í eitt og hálft ár og er hræðilega ánægður með hann. Bætti við einum Samsung 24" til að vera hliðiná 1. mars á þessu ári og þeir eru báðir glæsilegir saman.
1920x1200 er aðeins stærra á hæðina en ekkert sem þú tekur eftir. 1920x1080 er FullHD upplausnin í 16:9 formati. Þannig Blu-Ray spilast í réttum hlutföllum á þessum skjá, nýjasta æðið hjá öllum framleiðendum skjáa.
Edit*
http://the-web-mechanic.com/wp-content/ ... s636px.png
Það er ekki 1920x1080 á þessari mynd.
Bjó til mynd til að sýna muninn:

Re: Pæla í 24" skjá
Sent: Mán 28. Des 2009 13:43
af rapport
Passar..
24" 1920x1080 er jafn hár og 19" 1600x1200 skjár (hlutföllin milli hliðana eru önnur)
Ég er meira fyrir 1600x1200 skjái, sérstaklega til að vinna við, en þar sem BenQ skjárinn var að fara heim þá sló ég af kröfunum og sé bara alls ekkert eftir því, virkar betur og er þægilegri en ég bjóst við.
Re: Pæla í 24" skjá
Sent: Mán 28. Des 2009 14:14
af bixer
ég er einmitt í sömu pælingum, það sem ég er að spá í er
http://buy.is/product.php?id_product=747 en hef skoðað hina skjáina en verð miðað við specca á þessum er rosalega gott!
Re: Pæla í 24" skjá
Sent: Mán 28. Des 2009 14:19
af ZoRzEr
Já, það er hálf vangefið verðið á þessum miðað við 24", 1920x1080, DVI OG HDMI tengi. Sem er frábært fyrir Playstation 3 eða Xbox 360 ef ekkert sjónvarp er til staðar.
Edit*
http://www.buzzillions.com/reviews/scep ... eviewTitleFann ekki mikið af umfjöllun um skjáinn en það sem ég fann er flest allt mjög gott.