Síða 1 af 1

Hvaða skjár er bestur?

Sent: Lau 26. Des 2009 03:50
af Kennarinn
Hvaða skjá af þessum ætti ég að kaupa mér, má kosta um 50.000.
Er að leita af skjái með háa upplausn sem höndlar bestu leikina og sýnir bestu gæðin (spila gta IV, cod leikina og fl. mikið)

http://www.tolvulistinn.is/voruflokkur/ ... ki/skjair/

verður að vera 22" - 24" :)

Re: Hvaða skjár er bestur?

Sent: Lau 26. Des 2009 03:53
af Pandemic
http://www.tolvutek.is/product_info.php?cPath=29_30_453&products_id=20796

Þessi er á góðu verði 34.900, flottur og góður skjár.

Re: Hvaða skjár er bestur?

Sent: Lau 26. Des 2009 04:04
af Kennarinn
Afherju í ósköpunum er svona mikill verðmunur á þessum:

http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=20796

og þessum:

http://www.tolvulistinn.is/vara/19461

Re: Hvaða skjár er bestur?

Sent: Lau 26. Des 2009 04:07
af TwiiztedAcer
Hérna er einn góður líka og er alls ekki dýr heldur.

http://buy.is/product.php?id_product=747

Sceptre 24" 1080p skjár fyrir aðeins 30k

Re: Hvaða skjár er bestur?

Sent: Lau 26. Des 2009 04:09
af Kennarinn
Er þessi hérna: http://www.tolvulistinn.is/vara/19461 ekki með meiri gæði en Full HD?

Re: Hvaða skjár er bestur?

Sent: Lau 26. Des 2009 04:15
af Viktor
Pandemic skrifaði:http://www.tolvutek.is/product_info.php?cPath=29_30_453&products_id=20796

Þessi er á góðu verði 34.900, flottur og góður skjár.

Það stendur 39.900 og maður þarf að kaupa DVI kapallinn sjálfur :o

Re: Hvaða skjár er bestur?

Sent: Lau 26. Des 2009 04:22
af gardar
Kennarinn skrifaði:Er þessi hérna: http://www.tolvulistinn.is/vara/19461 ekki með meiri gæði en Full HD?



Ég myndi taka þennan, 1920x1200 er alveg skemmtilegra en 1920x1080

Re: Hvaða skjár er bestur?

Sent: Lau 26. Des 2009 04:28
af Pandemic
gardar skrifaði:
Kennarinn skrifaði:Er þessi hérna: http://www.tolvulistinn.is/vara/19461 ekki með meiri gæði en Full HD?



Ég myndi taka þennan, 1920x1200 er alveg skemmtilegra en 1920x1080


Bara 16:10 aspect á 24 tommu skjá, frekar tilgangslaust nema þér finnist 16:9 eitthvað óþæginlegt

Re: Hvaða skjár er bestur?

Sent: Lau 26. Des 2009 04:37
af Glazier
Kennarinn skrifaði:Afherju í ósköpunum er svona mikill verðmunur á þessum:

http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=20796

og þessum:

http://www.tolvulistinn.is/vara/19461

Megin ástæðan fyrir þessum mikla verðmun er að þessi dýrari er í tölvulistanum en hinn ekki.
Svo er þessi dýrari 1920x1200 en ódýrari 1920X1080.
En þeir eru samt sem áður báðir Full HD og ég mundi frekar taka BenQ skjáinn heldur en Philips skjáinn þó svo að peningur væri engin fyrirstaða.

Re: Hvaða skjár er bestur?

Sent: Lau 26. Des 2009 08:27
af Viktor
Það er ekki hægt að bera saman skjái einungis með tölum á blaði. Verður að fara niðureftir og sjá hvað þú fýlar, t.d. leyfa flesta búðir þér að prufa leiki eins og Crysis eða horfa á HD myndefni í 1080p.

Re: Hvaða skjár er bestur?

Sent: Lau 26. Des 2009 16:57
af halldorjonz
Mæli með þessum BenQ 24" skjá sem tölvutek og tölvuvirkni eru með á 35k, bara flottur skjár. :wink: