Síða 1 af 1

Hjálp. V/format í exFat

Sent: Fös 25. Des 2009 20:08
af Blamus1
Gleðileg jól og allt það Vaktarar :)

Þannig er mál með vexti að ég var að raða í nokkrum 2tb hdd og formattaði í NTFS og allt gekk vel,
þangað til að það kom upp villumelding og windows gat ekki gert format sama hvað ég reyndi og prufaði ég þá að setja diskinn í usb flakkara og gat þá gert exFAT file format. (held samt að ég hafi ekki prufað þennan valmöguleika meðan diskurinn var í vélinni)

Spurningin er. Veit einhver hvað er málið eða hvort þetta exFAT sé stálið :?


Kveðja einn gapandi hér. :o

Re: Hjálp. V/format í exFat

Sent: Lau 26. Des 2009 21:20
af Blamus1
Jæja er búinn að vera fikta smá í þessu.

Get bara valið þetta exFAT format í usb flakkaranum.
Get síðan dælt fælum á hann en gengur mjög hægt og 8gb fæll í stærð var enginn fyrirstaða. Gat ekki gert delete á fælana, valmöguleikinn kom einfaldlega ekki upp þegar ég hægri smellti á músarbendilinn þeas. Það kom upp gluggi með flestu nema delete möguleikanum.
Svo gat ég ekki gert rename á diskinn. Jafnframt fraus pc hjá mér nokkrum sinnum. Hef ekki verið að lenda í því áður.

Prufaði líka að setja diskinn í pc eftir að ég hafði formattað í exFAT og sett nokkra fæla á.
Þá las hún diskin sem exFat og þegar ég smellti á hann þá kom að ég þyrfti að formatta, reyndi að gera það og eina sem mér bauðst var NTFS og þá kom aftur unable to format. ](*,)

Well smá jólaConflict. 8-[

Var að versla diskinn í http://www.buy.is ætla að ræða þetta við Friðbjörn eftir jól. Eflaust einhver galli á ferðinni. Eða kanski bara BÍN Villa. :D

Re: Hjálp. V/format í exFat

Sent: Lau 26. Des 2009 22:29
af Starman
Ræstu vélina þína upp með Gparted og hafðu flakkarann tengdan, með því getur þú eytt öllu partition út af flakkaranum.
http://gparted.sourceforge.net/

Re: Hjálp. V/format í exFat

Sent: Mán 28. Des 2009 12:45
af SteiniP
Keyrðu diagnostic test á disknum. Þú færð þannig á heimasíðu framleiðanda.
Ef það feilar, þá geturðu verið nokkuð viss um að diskurinn sé bilaður.

En ertu annars viss um að flakkarinn sé í lagi? Búinn að prufa að setja diskinn inn í tölvuna?