Síða 1 af 2

Stórmerkilegt!! pressan.is

Sent: Mið 16. Des 2009 19:06
af Legolas
http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett ... r-er-verst

Þetta kom mér á óvart og sérstaklega þetta með HP og Dell, ég hef marg oft í gegnum tíðina heyrt að HP væri með lægstu bilanatíðnina #-o

Re: Stórmerkilegt!! pressan.is

Sent: Mið 16. Des 2009 19:10
af counterfeit
Átti HP ferðavél sem var skipt 3x um móðurborðið í á 3ja ára ábyrgðartímanum. Þegar hún bilaði fljótlega eftir þrjú árin henti ég henni. Ofhitnunarvandamál...

Er núna búinn að vera með Lenovo Thinkpad í vinnunni í 3 ár. Var að fá nýja vél í stað einnar sem ég hafði verið að vandræðast með í 2 ár. Flest fór í henni sem gat bilað, LAN hætti að virka, vandræði með skjákortið og diskurinn hrundi.

Kannski er ég ferðavélaböðull, en ég efast um að vandræðin hefðu getað verið meiri með "ódýrari" tölvu...

Re: Stórmerkilegt!! pressan.is

Sent: Mið 16. Des 2009 19:12
af biturk
kemur mér á óvart hvar lenovo er, bara snilldar tölvur, enda bakka ég upp allar tölvur anyday sem hafa svona "sníp" í lyklaborðinu, mikið betra að vinna með það en helvítis touchpadið :twisted:

og líka er ég hissa á að acer sé ekki neðar, hef ágætis reinslu af því þar sem margir vinir mínir eiga þannig og þetta gerir ekki annað en að bila vélbúnaðurin í þessu drasli!

Re: Stórmerkilegt!! pressan.is

Sent: Mið 16. Des 2009 19:14
af kazgalor
Sko, Meðferð tækja segir mjög mikið um líftíma þeirra. Ég þekki það af reynslu eftir að hafa unnið hjá tölvufyrirtæki að viðlit fólks til meðferðar tækja er oft mjööög brengluð, við meiraðsegja fengum inn tölvu með skjá sem var augljóslega brotinn og ég útskýrði að það félli ekki undir ábyrgð. Maðurinn sagði við mig; "þetta er nú meira draslið, maður sest á þetta einu sinni og þetta bara brotnar?"

Re: Stórmerkilegt!! pressan.is

Sent: Mið 16. Des 2009 19:19
af bixer
haha ég gat ekki annað en hlegið útaf þessari línu "þetta er nú meira draslið, maður sest á þetta einu sinni og þetta bara brotnar?"

Re: Stórmerkilegt!! pressan.is

Sent: Mið 16. Des 2009 19:22
af kazgalor
Takið líka eftir að þetta er tryggingafyrirtæki, sem þýðir að þetta felur í sér ekki bara bilanir heldur allt sem veldur því að tryggingafélagið þarf að aðhæfast, sem án efa inniheldur svona "úps ég missti skyr og bjór og coke og ýsuflak á tölvuna mína og núna virkar hún ekki, en skrítið"

Re: Stórmerkilegt!! pressan.is

Sent: Mið 16. Des 2009 19:25
af BjarkiB
haha, en ég hef einnig reynslu af acer, það var reyndar ekki sest á hana en hún er bókstaflega drasl

Re: Stórmerkilegt!! pressan.is

Sent: Mið 16. Des 2009 19:27
af Hnykill
kazgalor skrifaði:Takið líka eftir að þetta er tryggingafyrirtæki, sem þýðir að þetta felur í sér ekki bara bilanir heldur allt sem veldur því að tryggingafélagið þarf að aðhæfast, sem án efa inniheldur svona "úps ég missti skyr og bjór og coke og ýsuflak á tölvuna mína og núna virkar hún ekki, en skrítið"

Ætli fólk sjálft sé ekki helsta orsök bilana í fartölvum.. og bara flestum tölvubúnaði yfir höfuð. þekki nokkra sem fara svoo ílla með fartölvurnar sínar og að það er hálfgert kraftaverk að þær skuli ganga ennþá :Þ

Re: Stórmerkilegt!! pressan.is

Sent: Mið 16. Des 2009 19:27
af blitz
Búinn að eiga Acer tölvu í 3 ár, aldrei klikkað.

Átti Toshiba og hljóðkortið fór eftir 1 ár

Kaupi Acer næst, best bang for ze buck

Re: Stórmerkilegt!! pressan.is

Sent: Mið 16. Des 2009 19:32
af kazgalor
Hnykill skrifaði:
kazgalor skrifaði:Takið líka eftir að þetta er tryggingafyrirtæki, sem þýðir að þetta felur í sér ekki bara bilanir heldur allt sem veldur því að tryggingafélagið þarf að aðhæfast, sem án efa inniheldur svona "úps ég missti skyr og bjór og coke og ýsuflak á tölvuna mína og núna virkar hún ekki, en skrítið"

Ætli fólk sjálft sé ekki helsta orsök bilana í fartölvum.. og bara flestum tölvubúnaði yfir höfuð. þekki nokkra sem fara svoo ílla með fartölvurnar sínar og að það er hálfgert kraftaverk að þær skuli ganga ennþá :Þ


Það er akkurat það sem ég meina ;)

Re: Stórmerkilegt!! pressan.is

Sent: Mið 16. Des 2009 19:35
af rapport
Svona er ekki alltaf marktækt.

Toyota Aygo og Citroen C2 (eins bílar, framleiddir í sömu verksmiðju, bara mismunandi logo).

Samt kvarta Toyota eigendurni MIKLU meira bilunum...

WHY???

Citroen eigendurnir voru meðvitaðir um að bílinn mundi bila og sættu sig við það og keyra þá bara bilaða...

Toyota eigendurnir t.d. töldu það bilun að ískraði í stýrinu við snúninga og brak í sætum, Citroen eigendur kvörtuðu aldrei yfir þessum þáttum enda vanir ískri, braki og brestum...

Þessi könnun er því villandi, kannski eru bara engar kröfur gerðar til þessara tölva með "lægstu" bilanatíðnina og þeim hent ef þær biluðu.

Re: Stórmerkilegt!! pressan.is

Sent: Mið 16. Des 2009 19:36
af bixer
ég þekkti nú einn sem keypti sér fartölvu fyrir ferminga peningana sína, hún átti að endast í framhaldskólann. þegar hann var kominn í framhaldskóla þá var bæði vélin orðin úrelt og flest allt var orðið ónýtt(batteríið, skjár, "músin" og annað usb tengið virkaði ekki)

Re: Stórmerkilegt!! pressan.is

Sent: Mið 16. Des 2009 19:38
af Gúrú
bixer skrifaði:ég þekkti nú einn sem keypti sér fartölvu fyrir ferminga peningana sína, hún átti að endast í framhaldskólann. þegar hann var kominn í framhaldskóla þá var bæði vélin orðin úrelt og flest allt var orðið ónýtt(batteríið, skjár, "músin" og annað usb tengið virkaði ekki)

Uuuuu, sá sem að kaupir sér framhaldsskólatölvu 13-14 ára getur ekki búist við öðru en að batteríið sé orðið slappt og tölvan sé úreld.
Og ég gef því 85% líkur að allt hitt sem að var bilað hafi 100% verið honum að kenna.

Re: Stórmerkilegt!! pressan.is

Sent: Mið 16. Des 2009 19:38
af kazgalor
rapport skrifaði:Svona er ekki alltaf marktækt.

Toyota Aygo og Citroen C2 (eins bílar, framleiddir í sömu verksmiðju, bara mismunandi logo).

Samt kvarta Toyota eigendurni MIKLU meira bilunum...

WHY???

Citroen eigendurnir voru meðvitaðir um að bílinn mundi bila og sættu sig við það og keyra þá bara bilaða...

Toyota eigendurnir t.d. töldu það bilun að ískraði í stýrinu við snúninga og brak í sætum, Citroen eigendur kvörtuðu aldrei yfir þessum þáttum enda vanir ískri, braki og brestum...

Þessi könnun er því villandi, kannski eru bara engar kröfur gerðar til þessara tölva með "lægstu" bilanatíðnina og þeim hent ef þær biluðu.



Það er kannski svoldið mikið að alhæfa tvo hópa svona rosalega mikið, það er einsog að segja að allir í kína éti ekkert nema hrísgrjón og horfi á hello kitty

Re: Stórmerkilegt!! pressan.is

Sent: Mið 16. Des 2009 19:40
af bixer
Gúrú skrifaði:
bixer skrifaði:ég þekkti nú einn sem keypti sér fartölvu fyrir ferminga peningana sína, hún átti að endast í framhaldskólann. þegar hann var kominn í framhaldskóla þá var bæði vélin orðin úrelt og flest allt var orðið ónýtt(batteríið, skjár, "músin" og annað usb tengið virkaði ekki)

Uuuuu, sá sem að kaupir sér framhaldsskólatölvu 13-14 ára getur ekki búist við öðru en að batteríið sé orðið slappt og tölvan sé úreld.
Og ég gef því 85% líkur að allt hitt sem að var bilað hafi 100% verið honum að kenna.

jájá ég veit það alveg en samt að á bara 3 árum hafi þetta bilað, reyndar þá var hún búin að fara nokkuð oft í viðgerð. taldi ekki allt upp, kostaði t.d. 15 þ að gera við skjáinn og meira...

Re: Stórmerkilegt!! pressan.is

Sent: Mið 16. Des 2009 19:42
af Glazier
uuu, núna sé ég eftir því að hafa keypt mér HP fartölvu.. sérstaklega vegna þess að ég keypti hana í noregi #-o

Re: Stórmerkilegt!! pressan.is

Sent: Mið 16. Des 2009 19:44
af KermitTheFrog
Á HP Pavilion lappa. 1x hefur móðurborðið farið, 1x hefur hdd krassað og that' about it. Keypti hana í janúar 2006 minnir mig.

Re: Stórmerkilegt!! pressan.is

Sent: Mið 16. Des 2009 19:48
af ZoRzEr
Hef átt 1 Acer vél sem keypt var sumarið 2005 og hún virkar enn og aldrei verið formöttuð. Þegar hún var keypt var hún dýrari týpan, man ekki alveg verðið. Einstaklega góð vél, aldrei kynnst öðru eins.

Einnig átt 2 Apple MacBook Pro vélar. Hvorugar biluðu. Ein þeirra var reyndar með gölluðu batterýi sem Apple IMC skipti út á staðnum án spurninga 2 mánuði eftir kaup.

Re: Stórmerkilegt!! pressan.is

Sent: Mið 16. Des 2009 19:52
af Victordp
Óje á Asus suxxx it ! :P

Re: Stórmerkilegt!! pressan.is

Sent: Mið 16. Des 2009 19:54
af Legolas
ZoRzEr skrifaði:Hef átt 1 Acer vél sem keypt var sumarið 2005 og hún virkar enn og aldrei verið formöttuð. Þegar hún var keypt var hún dýrari týpan, man ekki alveg verðið. Einstaklega góð vél, aldrei kynnst öðru eins.

Einnig átt 2 Apple MacBook Pro vélar. Hvorugar biluðu. Ein þeirra var reyndar með gölluðu batterýi sem Apple IMC skipti út á staðnum án spurninga 2 mánuði eftir kaup.



Ok en ég á 5 ára vél HP mikið notuð sem hefur bilað einu sinni HD dó svo átti bróðir minn dýra og flotta Acer vél í um 2 ár sem bilaði mörgum sinnum t.d 2 móðurborð [-( :hnuss
semsagt þetta er allt RUSL :wink:

Re: Stórmerkilegt!! pressan.is

Sent: Mið 16. Des 2009 20:04
af Glazier
Legolas skrifaði:
ZoRzEr skrifaði:Hef átt 1 Acer vél sem keypt var sumarið 2005 og hún virkar enn og aldrei verið formöttuð. Þegar hún var keypt var hún dýrari týpan, man ekki alveg verðið. Einstaklega góð vél, aldrei kynnst öðru eins.

Einnig átt 2 Apple MacBook Pro vélar. Hvorugar biluðu. Ein þeirra var reyndar með gölluðu batterýi sem Apple IMC skipti út á staðnum án spurninga 2 mánuði eftir kaup.



Ok en ég á 5 ára vél HP mikið notuð sem hefur bilað einu sinni HD dó svo átti bróðir minn dýra og flotta Acer vél í um 2 ár sem bilaði mörgum sinnum t.d 2 móðurborð [-( :hnuss
semsagt þetta er allt RUSL :wink:

Raunin er bara sú að tölvur eru rusl..
Það er alltaf eitthvað að bila, það er ekki hægt neinstaðar að kaupa tölvu og verið 100% viss um að ekkert bili í henni næstu 2-3 árin.

Re: Stórmerkilegt!! pressan.is

Sent: Mið 16. Des 2009 20:18
af kusi
Það sem vantar alveg í þessa samantekt er að sumir framleiðendur framleiða tölvur í mismunandi gæðaflokkum.

HP, Dell og Lenovo framleiða til dæmis annarsvegar heimilistölvur og hinsvegar fyrirtækjatölvur þar sem mun meiri áhersla er á lága bilanatíðni. Ég finn sjálfur áþreifanlegan mun á endingu svonefndra fyrirtækjatölva og heimilistölva, td. hvað þær hitna minna (sem aftur hefur áhrif á endingu), eru oft úr betri efnum ofl. Ég legg samt áherslu á að mitt úrtak er fremur lítið og því ekki endilega lýsandi.

Punkturinn minn er semsagt sá að ég hefði viljað fá sundurliðun á þessum þremur framleiðendum eftir því hvort um væri að ræða ódýrar heimilistölvur, þar sem áhersla er á litríkar ljósadíóður og glansandi yfirborðsfleti, eða dýrar fyrirtækjatölvur, þar sem hugað er að lágri bilanatíðni og þægindum fyrir notandann (td. sníp í lyklaborði).

Rétt eins og einn sagði hér að ofan þá metur maður tölvurnar eftir snípnum, ef hann er er það vísbending um góða tölvu...
Það mætti segja um tölvurnar eins og um konurnar að skortur á sníp sé ávísun á ófullnægjandi notkun.

Re: Stórmerkilegt!! pressan.is

Sent: Fim 17. Des 2009 15:28
af JohnnyX
Ég er búinn að eiga Dell Latitude D610 í 4-5ár og hún hefur aldrei bilað. Reyndar búinn að skipta einu sinni um batterí en það er líka skiljanlegt.
Með tölvur, er þetta eiginlega ekki bara spurning hvort að þú lendir á góður íhlutum hvað varðar endingu? Svo að sjálfsögðu spilar hönnun þar inní

Re: Stórmerkilegt!! pressan.is

Sent: Fim 17. Des 2009 15:44
af einarhr
Sjálfur á ég Toshiba Satellite U300 og er hún ca ársgömul og hefur ekki bilað. Þetta er önnur Toshiba tölvan í röðinni, átti Satelllite Pro M70 á undan í 3 ár og er félagi minn núna með hana. Sú tölva er búin að reynast vel í 4 ár engar bilanir og batteríið er ágætt.
Bilanir í tölvum eru óumflýjanlegar, sjálfur hef ég verið ótrúlega heppinn í gengum tíðina og aldrei þurft að fara með vélbúnað í viðgerð. Ég vill meina að það hafi nokkuð mikil áhrif hvernig notandinn fer með hlutina. Ég passa ofur vel upp á mína hluti og kanski það hafi eitthvað með að gera að ég lendi ekki í bilunum.

Re: Stórmerkilegt!! pressan.is

Sent: Fim 17. Des 2009 15:48
af starionturbo
Þetta eru allt sömu örgjörvarnir, sömu móðurborðin og sama hitt og sama þetta.

Mismunandi sett saman og ný hönnun á umgjörðinni. Annað merki.

Flestum tilfellum er þetta eigandanum að kenna.

Gott dæmi um það var um Citroen og Toyota hér áður í þræðinum