Þetta kom mér á óvart og sérstaklega þetta með HP og Dell, ég hef marg oft í gegnum tíðina heyrt að HP væri með lægstu bilanatíðnina


kazgalor skrifaði:Takið líka eftir að þetta er tryggingafyrirtæki, sem þýðir að þetta felur í sér ekki bara bilanir heldur allt sem veldur því að tryggingafélagið þarf að aðhæfast, sem án efa inniheldur svona "úps ég missti skyr og bjór og coke og ýsuflak á tölvuna mína og núna virkar hún ekki, en skrítið"
Hnykill skrifaði:kazgalor skrifaði:Takið líka eftir að þetta er tryggingafyrirtæki, sem þýðir að þetta felur í sér ekki bara bilanir heldur allt sem veldur því að tryggingafélagið þarf að aðhæfast, sem án efa inniheldur svona "úps ég missti skyr og bjór og coke og ýsuflak á tölvuna mína og núna virkar hún ekki, en skrítið"
Ætli fólk sjálft sé ekki helsta orsök bilana í fartölvum.. og bara flestum tölvubúnaði yfir höfuð. þekki nokkra sem fara svoo ílla með fartölvurnar sínar og að það er hálfgert kraftaverk að þær skuli ganga ennþá :Þ
bixer skrifaði:ég þekkti nú einn sem keypti sér fartölvu fyrir ferminga peningana sína, hún átti að endast í framhaldskólann. þegar hann var kominn í framhaldskóla þá var bæði vélin orðin úrelt og flest allt var orðið ónýtt(batteríið, skjár, "músin" og annað usb tengið virkaði ekki)
rapport skrifaði:Svona er ekki alltaf marktækt.
Toyota Aygo og Citroen C2 (eins bílar, framleiddir í sömu verksmiðju, bara mismunandi logo).
Samt kvarta Toyota eigendurni MIKLU meira bilunum...
WHY???
Citroen eigendurnir voru meðvitaðir um að bílinn mundi bila og sættu sig við það og keyra þá bara bilaða...
Toyota eigendurnir t.d. töldu það bilun að ískraði í stýrinu við snúninga og brak í sætum, Citroen eigendur kvörtuðu aldrei yfir þessum þáttum enda vanir ískri, braki og brestum...
Þessi könnun er því villandi, kannski eru bara engar kröfur gerðar til þessara tölva með "lægstu" bilanatíðnina og þeim hent ef þær biluðu.
Gúrú skrifaði:bixer skrifaði:ég þekkti nú einn sem keypti sér fartölvu fyrir ferminga peningana sína, hún átti að endast í framhaldskólann. þegar hann var kominn í framhaldskóla þá var bæði vélin orðin úrelt og flest allt var orðið ónýtt(batteríið, skjár, "músin" og annað usb tengið virkaði ekki)
Uuuuu, sá sem að kaupir sér framhaldsskólatölvu 13-14 ára getur ekki búist við öðru en að batteríið sé orðið slappt og tölvan sé úreld.
Og ég gef því 85% líkur að allt hitt sem að var bilað hafi 100% verið honum að kenna.

ZoRzEr skrifaði:Hef átt 1 Acer vél sem keypt var sumarið 2005 og hún virkar enn og aldrei verið formöttuð. Þegar hún var keypt var hún dýrari týpan, man ekki alveg verðið. Einstaklega góð vél, aldrei kynnst öðru eins.
Einnig átt 2 Apple MacBook Pro vélar. Hvorugar biluðu. Ein þeirra var reyndar með gölluðu batterýi sem Apple IMC skipti út á staðnum án spurninga 2 mánuði eftir kaup.
Legolas skrifaði:ZoRzEr skrifaði:Hef átt 1 Acer vél sem keypt var sumarið 2005 og hún virkar enn og aldrei verið formöttuð. Þegar hún var keypt var hún dýrari týpan, man ekki alveg verðið. Einstaklega góð vél, aldrei kynnst öðru eins.
Einnig átt 2 Apple MacBook Pro vélar. Hvorugar biluðu. Ein þeirra var reyndar með gölluðu batterýi sem Apple IMC skipti út á staðnum án spurninga 2 mánuði eftir kaup.
Ok en ég á 5 ára vél HP mikið notuð sem hefur bilað einu sinni HD dó svo átti bróðir minn dýra og flotta Acer vél í um 2 ár sem bilaði mörgum sinnum t.d 2 móðurborð![]()
![]()
semsagt þetta er allt RUSL