Síða 1 af 1

Styrikerfið á USB minnislykkli

Sent: Mið 16. Des 2009 14:18
af Safnari
Fann ekki í fljótu bragði neina umfjöllun um þetta.
Hefur einhver reynslu af að keyra stýrikerfið alfarið frá USB lykkli ?
Var að hugsa um að setja upp m.mediavél og nota td. Macpuppy sem stýrikerfi á USB lykkli,
en nota harða diskinn eingöngu sem geymslu fyrir mm.efnið og önnur gögn.
Ein af spurningunum er, þar sem vinnslan trúlegast á sér að mestu stað í minninu,
ætti "hraðin" á USB lykklinum nokkuð að skipta máli nema hvað varðar tíman sem það tekur að ræsa kerfið ?

Re: Styrikerfið á USB minnislykkli

Sent: Mið 16. Des 2009 14:30
af CendenZ
Safnari skrifaði:Fann ekki í fljótu bragði neina umfjöllun um þetta.
Hefur einhver reynslu af að keyra stýrikerfið alfarið frá USB lykkli ?
Var að hugsa um að setja upp m.mediavél og nota td. Macpuppy sem stýrikerfi á USB lykkli,
en nota harða diskinn eingöngu sem geymslu fyrir mm.efnið og önnur gögn.
Ein af spurningunum er, þar sem vinnslan trúlegast á sér að mestu stað í minninu,
ætti "hraðin" á USB lykklinum nokkuð að skipta máli nema hvað varðar tíman sem það tekur að ræsa kerfið ?



USB hefur líftíma, það er ástæðan fyrir að engin hérna er að ræða um að nota USB sem stýrikerfisdisk :wink:
En það eru til USB live Os, fullt af ólöglegum windows eintökum eru á torrentsvæðunum, sérstrippaðar í þetta
Annars eru USB lyklar með write/erase hlutfall eitthvað, ég þekki það ekki alveg

Re: Styrikerfið á USB minnislykkli

Sent: Mið 16. Des 2009 14:37
af Safnari
Ehhh "USB hefur líftíma" nú er ég ekki alveg með á nótunum.
Áttu við að gögnnin/stýrikerfið myndi "skemmast" þegar slökkt er á vélinni, eða ?

Re: Styrikerfið á USB minnislykkli

Sent: Mið 16. Des 2009 14:51
af CendenZ
Safnari skrifaði:Ehhh "USB hefur líftíma" nú er ég ekki alveg með á nótunum.
Áttu við að gögnnin/stýrikerfið myndi "skemmast" þegar slökkt er á vélinni, eða ?


Mig minnir að USb kubbar hafi líftíma á við 10.000 write cycles, veit samt ekki hvað það er mikið í árum miðað við notkun sem stýrikerfi, en MS hefur sagt að það sé 10 ár sé minnið notað sem readyboost-lykill.

Þeir lyklar eru hinsvegar ekki í stöðugu write-cycle, heldur aðeins stórar skrár skrifaðar til að keyra svo í stað að keyra þær úr Page file

svo.. já, það er kannski einhver með svarið.. hvað eru 10.000 write cycler langur tími fyrir OS

Re: Styrikerfið á USB minnislykkli

Sent: Mið 16. Des 2009 15:01
af mind
Ég reiknaði það einhvertímann út og það kom út í dögum og vikum. Náði ekki mánuð.

Dautt compact flash kort notað í svipuðum tilgangi staðfesti þetta fyrir mér með að deyja eftir um 30-40 stýriskerfisinstöll og uppitíma í kannski 1-2 vikur.

Ef það er ekki til tilbúið linux sem gerir þetta myndi ég ekki nenna standa í þessu fyrir eina media vél , auðveldara og ódýrara kaupa bara annan harðan disk þegar upp er staðið.

Re: Styrikerfið á USB minnislykkli

Sent: Mið 16. Des 2009 15:09
af Safnari
Eru þið vissir um að maður þurfi að hugsa þetta út frá Write Cycle endingunni.
Mín pæling var að í stað þess að ræsa stýrikerfi frá geisladisk, haugur af Live CDum til, þá myndi ég nota minnislykil.
Hann er jú hraðari en CD. Hugsanlegan ætti þá Swapp file, og annað sem þyrfti að skrifast tímabundið, að geta farið á harða diskin.
Ef þetta gengi upp þá væri jú einungis lesið frá USB lykklinum.

Upphaflega pælingin var að þetta yrði algjör "dvergur" ekki með plássi fyrir meira en einn Harðan disk.

Re: Styrikerfið á USB minnislykkli

Sent: Mið 16. Des 2009 15:10
af coldcut
Sammála því sem hefur komið hér fram. Ekki reyna að vera með stýrikerfi sem þú notar mjög reglulega.
USB lykillinn minn fór að skemmast eftir að á hann hafði verið settur u.þ.b. 50 LiveCD's til prufukeyrslu eða installs.

Re: Styrikerfið á USB minnislykkli

Sent: Mið 16. Des 2009 15:16
af Safnari
Jæja þá, ættli maður verði þá ekki að reyna að skóhorna fartölvu-disk inn í dæmið í staðin.
Þakka ykkur fyrir að koma mér inn á beinu brautina.

Re: Styrikerfið á USB minnislykkli

Sent: Mið 16. Des 2009 16:25
af Fumbler
Miðað við hvað nokkra GB usb kosta ekki mikið í dag, þá er bara að prófa þetta og eiga backup lykil þegar þessi fer að krassa og þá veistu hvað þetta endist lengi. svo gætiru verið með laptop disk í usb flakkara og bottað af honum.

Re: Styrikerfið á USB minnislykkli

Sent: Mið 16. Des 2009 16:43
af Vaski
Nei nei ekkert svona, auðvita er um að gera að prófa og sjá hvað þetta gengur lengi, eru ekki einhverjir usb lyklar sem að leifa alt að 1 million write or erase cycles, það er hellings tími.
Ég henti Arch linux inná lykil sem ég átti, passaði mig á því að vera ekki með journal file system, formataði sem ext2, er ekki með neitt swap og hendi öllum /tmp inní ram. Þar sem þetta er tölvan undir sjónvarpinu er það eina sem ég geri er að mounta nfs og spila þætti/myndir í vlc og þetta er snilld, ekkert sem hreifist í vélinni og því engin hávaði :)
Auðvita mun þetta ekki endast að eilífu, en virkar meðan að virkar og þegar þetta fer á hliðina að þá á maður vonandi pening til að kaupa sér ssd disk.

Re: Styrikerfið á USB minnislykkli

Sent: Fös 18. Des 2009 15:15
af Safnari
Endaði þá með að setja upp XBMC á 4Gb lykil sem lá ónotaður ofan í skúffu. Kemur bara mjög vel út.
Miðað við hve vel þetta virkar og lítur flott út, þá er ástæðulaust að prófa aðrar Linux M.Media útgáfur.
Þetta verður keyrt svona þar til eitthvað gefur sig.
http://xbmc.org/