Síða 1 af 1
Raðtengja viftur við flakkarabox
Sent: Sun 13. Des 2009 21:43
af Viktor
Sælir.
Langar að fara í smá mod með flakkaraboxið mitt, rosalega basic iMicro USB+eSATA box.
Langaði bara að double checka hvort það væri ekki í lagi að raðtengja vifturnar við strauminn sem fer í harða diskinn sjálfan.
Outputtið á spennubreytinum er 12V 2000mA, er með SATA2 disk og ætlaði að setja annaðhvort eina eða tvær 12V viftur.
Takk.
edit:
Gleymdi að taka fram að ástæðan fyrir þessu er að ég seldi borðtölvuna fyrir fartölvu og ætla að downoada beint inná flakkarann.
Setti vifturnar í sér spennubreyti til að ath. hversu miklu þetta munar að vera með þær, og ég tek strax eftir því að boxið er ekki jafn heitt.



Re: Raðtengja viftur við flakkarabox
Sent: Sun 13. Des 2009 22:23
af vesley
er ekki að sjá að þetta kæli eitthvað mikið : S
Re: Raðtengja viftur við flakkarabox
Sent: Sun 13. Des 2009 22:29
af Hvati
Þyrftir að hafa boxið opið, vifturnar ofaná og passa að þær blási niður
Re: Raðtengja viftur við flakkarabox
Sent: Sun 13. Des 2009 22:44
af Glazier
Þarft engar viftur til að kæla flakkarann.. hafðu hann bara úti í glugga eins og mér sýnist hann vera og ekki hafa kveikt á þessu ofni fyrir neðan þá ertu góður

Re: Raðtengja viftur við flakkarabox
Sent: Sun 13. Des 2009 22:46
af Viktor
Þakka ábendinguna Hvati.
Glazier, hann verður mjög heitur þegar hann er búinn að vera lengi í gangi, flakkarar eru yfirleitt ekki gerðir til að vera í gangi mjög lengi. Því kaldari sem diskurinn er því betur líður honum

PS. Veit einhver hvað þessi tengi heita?
Re: Raðtengja viftur við flakkarabox
Sent: Sun 13. Des 2009 23:09
af Some0ne
Þetta lítur allaveganna alveg eins út og PS/2 lyklaborðs/músatengin gömlu sýnist mér?
Re: Raðtengja viftur við flakkarabox
Sent: Sun 13. Des 2009 23:15
af Frost
Sallarólegur skrifaði:Þakka ábendinguna Hvati.
Glazier, hann verður mjög heitur þegar hann er búinn að vera lengi í gangi, flakkarar eru yfirleitt ekki gerðir til að vera í gangi mjög lengi. Því kaldari sem diskurinn er því betur líður honum

PS. Veit einhver hvað þessi tengi heita?
Þetta er alveg eins og PS/2. Mjög líklegt að þetta séu PS/2.
Re: Raðtengja viftur við flakkarabox
Sent: Sun 13. Des 2009 23:25
af Viktor
Afhverju eru þeir að flækja þetta svona :')
Re: Raðtengja viftur við flakkarabox
Sent: Sun 13. Des 2009 23:32
af beatmaster
Re: Raðtengja viftur við flakkarabox
Sent: Sun 13. Des 2009 23:54
af kiddi
Þetta er orðið gömul þjóðsaga að köldum HDDs líði vel, það er langt frá sannleikanum. Ég er hræddur um að þetta viftu-MOD muni lítið gera fyrir heilsu disksins þíns þegar fram líða stundir.

Google skrifaði:“One of our key findings has been the lack of a consistent pattern of higher failure rates for higher temperature drives or for those drives at higher utilization levels,” the paper concluded. “Such correlations have been repeatedly highlighted by previous studies, but we are unable to confirm them by observing our population. Although our data do not allow us to conclude that there is no such correlation, it provides strong evidence to suggest that other effects may be more prominent in affecting disk drive reliability in the context of a professionally managed data center deployment.”
Google skrifaði:On a surprising note, the study concluded that there was a clear trend showing lower temperatures (around 68 Fahrenheit) did increase failure rates.
Heimild:
http://labs.google.com/papers/disk_failures.pdf
Re: Raðtengja viftur við flakkarabox
Sent: Mán 14. Des 2009 00:00
af Viktor
Man nú eftir einu IDE boxi hjá mér sem kom brunalykt af og skemmdist. Ætla að halda mig við kælingu.
edit: En verðug pæling Kiddi... efast nú um að 90°C heitur diskur sé eitthvað betur settur en 40°C
Re: Raðtengja viftur við flakkarabox
Sent: Mán 14. Des 2009 00:12
af Glazier
kiddi skrifaði:Þetta er orðið gömul þjóðsaga að köldum HDDs líði vel, það er langt frá sannleikanum. Ég er hræddur um að þetta viftu-MOD muni lítið gera fyrir heilsu disksins þíns þegar fram líða stundir.

**Heimildir**
Og ef köldum HDD líður ekki vel afhverju eru þessar hýsingar þá ekki gerðar úr plasti í staðinn fyrir ál ? (sem kælir miklu betur)
Re: Raðtengja viftur við flakkarabox
Sent: Mán 14. Des 2009 00:16
af Viktor
Glazier skrifaði:kiddi skrifaði:Þetta er orðið gömul þjóðsaga að köldum HDDs líði vel, það er langt frá sannleikanum. Ég er hræddur um að þetta viftu-MOD muni lítið gera fyrir heilsu disksins þíns þegar fram líða stundir.

**Heimildir**
Og ef köldum HDD líður ekki vel afhverju eru þessar hýsingar þá ekki gerðar úr plasti í staðinn fyrir ál ? (sem kælir miklu betur)
Skoðaði þessa skrá sem hann benti á.
Diskunum líður best í kringum 37-45°C, svo verr eftir því sem þú ferð lengra frá því hitastigi, hvort sem það er hærra eða lægra.
Re: Raðtengja viftur við flakkarabox
Sent: Mán 14. Des 2009 08:30
af kiddi
Ég hef líka tekið eftir því sjálfur, á þeim 15 árum sem ég hef verið að stússast með harða diska bæði heima og í vinnunni, að þeir langlífustu eru þeir sem eru í gangi 24/7 í steikjandi hita inni í tölvunni. Ég á 7 ára gamlan WD disk sem S.M.A.R.T. er búin að vera að lýsa yfir hættuástandi yfir í 6 ár, sem virkar enn, á meðan aðrir glænýjir diskar hafa verið að drepast eins og flugur. Það helsta sem ég hef lært er að það er engin leið að fyrirbyggja diskahrun, alveg sama hversu vel eða illa maður reynir að kæla diskana. Öll tricks sem eiga að leiða að langlífi HDDs, er falskt öryggi. Takið backup, og slakið á

Re: Raðtengja viftur við flakkarabox
Sent: Mán 14. Des 2009 10:01
af Black
hehe allavega er tölvan mín búinn að vera í gangi 24/7 í 3 ár án vandræða... En flakkarinn minn ég var einusinni með hann útí glugga, og síðan var kominn frekar mikil móða í gluggan, og það komst raki inní Prentplötuna og það kom svo mikil spannsgræna að hann varð eigilega ónýtur,, Þannig myndi aðeins passa mig á að hafann útí glugga
