Síða 1 af 1

Ný tölva, ekkert skjásignal

Sent: Þri 06. Jan 2004 22:10
af hde
Sælir!

Mig vantar hjálp. Ég var að fá tölvu senda að utan, og ég er ekki frá því að hún hafi lent í smá hnjaski.
Ég þurfti að rétta nokkra pinna á örgjörvanum sem var dottinn af móðurborðinu, og hékk fastur á heatsinkinu.

Allavega, þegar ég kveiki á henni, þá kemur ekkert signal á skjáinn.
Hinsvegar kemur grænt ljós á móðurborðið, viftan á örgjörvanum snýst, DVD romið fær straum osfrv.

Ætti PC speakerinn ekki að pípa á mig með einhverjum upplýsingum?

Hvað finnst ykkur líklegast að sé bilað og hvernig get ég testað viðkomandi íhlut?

Hérna eru spekkar:
CPU: Intel Pentium 4 Processor 3.0GHz FSB800 512KB H. Threading
Mother Board: ASUS P4R800-VM Mother Board
(Þetta er með Onboard skjákorti sem virðist ekki gefa neitt merki)
Memory: 1024MB DDR400 PC3200 Memory (Ekki viss með týpuna)
ATH: powersupplýið er stillt á 230 V.


kv. Höskuldur

Re: Ný tölva, ekkert skjásignal

Sent: Þri 06. Jan 2004 22:13
af Predator
Þetta kom fyrir mig þegar ég setti nýa kortið í þú getur prófað að slökkva á skjánum og restarta til að sjá hvort það kveikni þá á tölvuni eða þú getur reynt að setja tengið úr skjánum betur í. Virkaði hjá mér.

Sent: Þri 06. Jan 2004 22:19
af hde
Búinn að prufa skjátengingarnar og annan skjá líka. :(

Sent: Þri 06. Jan 2004 22:44
af kid
Gætir prufað að resetta biosinn, ætti að vera linkur fyrir það á móðurborðinu.

Gætir prufað líka að halda inni HOME takkanum á lyklaborðinu um leið og þú kveikir á tölvunni.

Sent: Þri 06. Jan 2004 22:47
af Zaphod
tékka hvort minnið sé tryggilega í , resetta biosinn ......






Varstu að kaupa þessa vél að utan ?

Sent: Þri 06. Jan 2004 22:47
af kemiztry
Er skjákortið nógu vel sett í?

Sent: Þri 06. Jan 2004 22:50
af Zaphod
það er innbyggt!

Sent: Þri 06. Jan 2004 23:09
af Hlynzi
Koma ljós á lyklaborð, t.d. number lock þegar þú ýtir á takkann ?

Sent: Þri 06. Jan 2004 23:14
af gnarr
eru allir þéttar á borðinu.. hehe ;)

Sent: Þri 06. Jan 2004 23:53
af hde
Skjót svör hér!

Ég er búinn að prufa að resetta bios, með jumperum og ég tók líka batterýið úr.
Það koma ljós á lyklaborðið þegar ég boota, en það breytir engu þó ég haldi inni DEL eða HOME
Einnig er ég búinn að setja svamp undir móðurborðið til að koma í veg að það leiði í kassann.
Einnig er ég búinn að prufa að smella öðru skjákorti í AGP raufina, það kemur ekkert útúr því.

Ekkert af þessu virkar :(

Spurning hvort þetta sé örrinn?

Sent: Mið 07. Jan 2004 00:03
af Zaphod
virðist vera líklegasti möguleikinn ........

Sent: Mið 07. Jan 2004 00:04
af gnarr
nei.. mér sýnist þetta vera móbóið. miklu frekar en örrinn. líklega með ónýtann þétti eða eitthvað álíka.

Sent: Mið 07. Jan 2004 00:04
af Cras Override
það er það líklegasta og það versta........

Sent: Mið 07. Jan 2004 00:09
af Zaphod
miðað við hann þurfti að rétta pinnana á örranum .....

að vísu getur þetta verið minni/móðurborð/örri

Sent: Mið 07. Jan 2004 00:11
af Cras Override
já reyndar en ef að hann þurfti að rétta pinnana þá myndi ég fara með örran o prófa hann í eithverji annari vél.

Sent: Mið 07. Jan 2004 00:16
af hde
Ég er alveg ráðþrota, fer á morgun og prufa örrann í annari vél.

Sent: Mið 07. Jan 2004 00:20
af Cras Override
jamms mér líst vél á það reyndu að beygla ekki pinnana í þeim örgjörvum sem að þú ekmur nálægt.

Sent: Mið 07. Jan 2004 11:46
af Hlynzi
Er nokkuð default out skjásignal, gæti verið að það sé innbyggt RCA video plug (alveg eins og þessir gulu, með gat inní hringnum.