Síða 1 af 1
Nýtt skjákort...
Sent: Sun 13. Des 2009 10:39
af BjarkiB
Sælir/ar
Nú er allveg nýr í að bæta tölvuna mína, ég er á 8 ára tölvu. Nú er ég að spá í að fá mér nýtt skjákort, er með Nvidia GeForce FX 5200, og langar að uppfæra í 7-8. Hvernig finn ég út hvaða kort passa í tölvuna eða virka með tölvunni. Eins og ég segji þá er ég nýr í þessu og öll hjálp er vel þegin.
kv.Tiesto
Re: Nýtt skjákort...
Sent: Sun 13. Des 2009 11:00
af littli-Jake
8 ára gömul vél? Er ekki frekar málið fyrir þig að fá þér bara níja vél félagi?
PS. náðu í forrit sem heitir PC wizard. það getur sagt þér nákvæmlega hvað er í tölvunni hjá þér vélbúnaðrlega séð. Mig minnir að þetta kort þitt noti AGP rufu en öll skjákort í dag nota PCI.
Re: Nýtt skjákort...
Sent: Sun 13. Des 2009 11:08
af Zorglub
Þetta gæti líka verið skjástýring og engin kortarauf í vélinni, þannig að upplýstu okkur um hvaða vél þetta er, nafn, númer.
Ef það er AGP rauf þá er best fyrir þig að finna notað kort því þar sem þau eru úreld er alveg fáránlega dýrt að kaupa þau ný,
getur næstum fengið betri notaða vél fyrir þann pening

Re: Nýtt skjákort...
Sent: Sun 13. Des 2009 13:17
af BjarkiB
Þessi vél hefur aldrei klikkað.
Hérna eru DirectX upplýsinagrnar, hef enga hugmynd samt hvernig ég finn hvernig raufa hún er með.


Re: Nýtt skjákort...
Sent: Sun 13. Des 2009 13:32
af Frost
Tja... Ég mæli bara með nýrri vél

. Eða kaupa notaða vél hérna.
Re: Nýtt skjákort...
Sent: Sun 13. Des 2009 13:38
af SteiniP
Ef þú hefur ekki efni á nýrri vél þá mæli ég að þú óskir eftir ATI 9800 eða X800 AGP skjákorti hérna á spjallinu.
Ættir að geta fengið slíkt fyrir 2-5k
Re: Nýtt skjákort...
Sent: Sun 13. Des 2009 13:52
af Zorglub
Sammála síðustu ræðumönnum, reyndu að finna notað kort
Smá lærdómur.


Og allt sem þú þarft að vita
http://www.iwebble.com/wp-content/uploa ... ponent.gif
Re: Nýtt skjákort...
Sent: Sun 13. Des 2009 14:32
af Legolas
Guð minn góður

hentu þessari vél í ruslið félagi, vúff... með látum

Re: Nýtt skjákort...
Sent: Sun 13. Des 2009 14:38
af CendenZ
Legolas skrifaði:Guð minn góður

hentu þessari vél í ruslið félagi, vúff... með látum

Þessi vél er fín fyrir fileserver. Óþarfi að henda einhverju sem dugar í einhverja hluti
Re: Nýtt skjákort...
Sent: Sun 13. Des 2009 14:55
af BjarkiB
Hefur virkað fyrir mig, spilar hins vegar ekki leikina
Re: Nýtt skjákort...
Sent: Sun 13. Des 2009 15:13
af Carc
Eldri vélar geta verið fínar. Vorum að setja eina saman úr 7-8 ára pörtum og hún keyrir marga leiki vel. Allavega er eigandinn vel sáttur.