Síða 1 af 1

Asus P5N-D

Sent: Lau 12. Des 2009 02:22
af Frost
Vað að kaupa eitt stykki frá buy.is.

Hefur einhver hérna reynslu af þessu? Þetta er byggt á 750i kubbasettinu og er víst alveg eins og draumur í yfirklukkun. Eitt sem að ég þarf hjálp við. Ég er búinn að lesa mig um hvernig á að setja upp SLI en er ekki alveg að fatta hvernig ég geri það. S.s. Ég formata, set móðurborðið í og tengi allt(set ég bæði skjákortin í?), Set upp stýrikerfi, Hvernig drivera set ég upp? Bara eitt stykki venjulegan? Svo fer ég bara í nvidia control panel og enable sli... right?

Re: Asus P5N-D

Sent: Lau 12. Des 2009 03:52
af Hnykill
hvaða móðurborð varstu með áður?

Re: Asus P5N-D

Sent: Lau 12. Des 2009 17:49
af KermitTheFrog
Þú þarft ekki að formata, en það er vissara. Þú getur uninstallað driverunum bara og skipt svo. Svo seturðu nýju driverana bara upp eftirá. Og já, þú þarft að setja bæði kortin í og tengja með SLI búnni sem væntanlega fylgdi móbóinu eða kortunum.

Re: Asus P5N-D

Sent: Lau 12. Des 2009 18:41
af Frost
Hnykill skrifaði:hvaða móðurborð varstu með áður?


GA-P35-DS3L

KermitTheFrog skrifaði:Þú þarft ekki að formata, en það er vissara. Þú getur uninstallað driverunum bara og skipt svo. Svo seturðu nýju driverana bara upp eftirá. Og já, þú þarft að setja bæði kortin í og tengja með SLI búnni sem væntanlega fylgdi móbóinu eða kortunum.


En ef að það er ekki sama klukkutíðni á kortunum?

Re: Asus P5N-D

Sent: Lau 12. Des 2009 20:16
af Blackened
Ég er með svona borð.. ágætis borð fyrir utan það að það mættu vera fleiri SATA tengi á því :)

reyndar einhver chipset galli í því skilst mér.. gerðist oft hérna í denn hjá mér að ef ég var að horfa á video þá fór myndin í fokk og ekkert hægt að gera nema re-starta.. bara gerst svona 3svar sem af er ári samt..
googlaði þetta og fann bara að þetta væri galli í chipsettinu.. þetta væri ekki skjákortið mitt

En draumur í yfirklukkun segiru? :O ég er svo einstaklega latur að ég hef ekkert nennt að spá í því að yfirklukka.. maður ætti kannski eitthvað að athuga það :)

Re: Asus P5N-D

Sent: Lau 12. Des 2009 20:54
af Frost
Blackened skrifaði:Ég er með svona borð.. ágætis borð fyrir utan það að það mættu vera fleiri SATA tengi á því :)

reyndar einhver chipset galli í því skilst mér.. gerðist oft hérna í denn hjá mér að ef ég var að horfa á video þá fór myndin í fokk og ekkert hægt að gera nema re-starta.. bara gerst svona 3svar sem af er ári samt..
googlaði þetta og fann bara að þetta væri galli í chipsettinu.. þetta væri ekki skjákortið mitt

En draumur í yfirklukkun segiru? :O ég er svo einstaklega latur að ég hef ekkert nennt að spá í því að yfirklukka.. maður ætti kannski eitthvað að athuga það :)


Tja minn var á 3,4 á gamla MB. Þarf að setja hann aftur í það. :D. Eða hærra.

Re: Asus P5N-D

Sent: Lau 12. Des 2009 22:08
af KermitTheFrog
Frost skrifaði:En ef að það er ekki sama klukkutíðni á kortunum?


Þá keyra þau eftir lægri klukkutíðninni. Það þurfa að vera eins kort samt (sami kjarni).

Re: Asus P5N-D

Sent: Lau 12. Des 2009 22:39
af Frost
KermitTheFrog skrifaði:
Frost skrifaði:En ef að það er ekki sama klukkutíðni á kortunum?


Þá keyra þau eftir lægri klukkutíðninni. Það þurfa að vera eins kort samt (sami kjarni).


Ég er að fá kort með minni klukkutíðni en mitt. Þá er bara séns að overclocka það og ég er ekki það heimskur að halda að ég geti notað hvaða kort sem er í SLI :D. Er að fá annað 8800gt.