Síða 1 af 1

nýr e7400 á 1.6 ghz?!

Sent: Fös 11. Des 2009 22:38
af CokeTheCola
Sælir. Hann er að runna á 1.6 ghz af einhverri ástæðu. Gæti einhver sagt mér hvað er að?

Re: nýr e7400 á 1.6 ghz?!

Sent: Fös 11. Des 2009 22:39
af HemmiR
Núna man ég ekki hvað stillingin heitir, En gæti verið að stilling i bios hjá þér sem niðurklukkar hann þegar það er ekkert load i gangi ?

Leiðréttið mig ef ég er e-ð að rugla :roll:

Re: nýr e7400 á 1.6 ghz?!

Sent: Fös 11. Des 2009 22:43
af Hnykill
Speedstepping eflaust já.. heitir CE1 í bios ef ég man rétt.. og eitthvað eitt en sem ég man ekki sjálfur núna :roll:

Disableaðu þetta CE1 og athugaðu hvort hann sé ekki réttur eftir það.

Re: nýr e7400 á 1.6 ghz?!

Sent: Fös 11. Des 2009 22:53
af CokeTheCola
eg se ekkert ce1 og intel speedstep er disabled.. gæti þetta tengst kælikreminu? ég átti frekar lítið eftir af því.. en ekkert ogeðslega litið bara nogu mikið til að hylja allan örgjörfan með þunnu lagi

Re: nýr e7400 á 1.6 ghz?!

Sent: Fös 11. Des 2009 22:56
af vesley
speedstep er bara til að spara rafmagn og minnka hita á örgjörvanum þínum meðan hann er ekki í mikilli keyrslu. s.s. multiplier er lægri ekki í keyrslu.

ef þú ert ekki að yfirklukka þá ættiru ekkert að hafa áhyggjur af því að speedstep sé í gangi.



þetta tengist ekki kælikreminu. og það á að vera þunnt lag af kælikremi. svona um það bil eitt grjón að stærð (hrísgrjón) og þetta tengist alveg örugglega ekki hita þar sem hitinn ætti ekki að lækka klukkunina . láttu örgjörvann í eitthverja álagsprufun og athugaðu hvort klukkunin hækkar.

Re: nýr e7400 á 1.6 ghz?!

Sent: Fös 11. Des 2009 22:57
af Hnykill
CokeTheCola skrifaði:eg se ekkert ce1 og intel speedstep er disabled.. gæti þetta tengst kælikreminu? ég átti frekar lítið eftir af því.. en ekkert ogeðslega litið bara nogu mikið til að hylja allan örgjörfan með þunnu lagi


þunnt lag er einmitt málið ;) .. ertu með realtemp forritið sem sýnir hitastig á örgjörvanum?.

http://www.techpowerup.com/realtemp/

skutlaðu þessu inn og tékkaðu á hitanum.

Re: nýr e7400 á 1.6 ghz?!

Sent: Fös 11. Des 2009 23:56
af Some0ne
Er hann að sýna 1.6ghz í bootup?

Hvaða forrit ertu að nota til að sjá á hverju hann er að keyra? Sum forrit sýna vitlaust sökum þess að multiplier er stilltur á auto í bios, og þá taka sum forrit því sem lægstu mögulegu tölunni.

http://cpuinfo.visualware.com/

Létt og einfalt forrit sem sýnir þér réttan actual hraða.

Re: nýr e7400 á 1.6 ghz?!

Sent: Lau 12. Des 2009 00:02
af mercury
minn e 8400 var meira og minna alltaf að (það er rangt að tala um að rönna, ég lofa að vanda málfar mitt annars verð ég bannaður, lengi lifi ritskoðun!) á 2ghz þar til ég slökkti á c1e. hlítur að vera þarna einhvernstaðar. hvernig móðurborð ertu með ? getur hjálpað fyrir spjallarana að vita það.

Re: nýr e7400 á 1.6 ghz?!

Sent: Lau 12. Des 2009 00:06
af CokeTheCola
@someone það sýnir að örgjörfin sé 3.2ghz... og minn á að vera 2.8 hvaða kjaftæði er þetta? bios sýnir 1.6 og forritið sem fylgir með móðurborðinu

Re: nýr e7400 á 1.6 ghz?!

Sent: Lau 12. Des 2009 01:46
af Some0ne
... downloadaðiru forritinu? Myndin á síðunni er sko bara mynd, ekki upplýsingar frá tölvunni þinni, en hún sýnir einmtit 3200mhz.

Re: nýr e7400 á 1.6 ghz?!

Sent: Lau 12. Des 2009 08:42
af coldcut
CokeTheCola skrifaði:@someone það sýnir að örgjörfin sé 3.2ghz... og minn á að vera 2.8 hvaða kjaftæði er þetta? bios sýnir 1.6 og forritið sem fylgir með móðurborðinu


Some0ne skrifaði:... downloadaðiru forritinu? Myndin á síðunni er sko bara mynd, ekki upplýsingar frá tölvunni þinni, en hún sýnir einmtit 3200mhz.


LEGENDARY! :D

Re: nýr e7400 á 1.6 ghz?!

Sent: Lau 12. Des 2009 09:01
af blitz
coldcut skrifaði:
CokeTheCola skrifaði:@someone það sýnir að örgjörfin sé 3.2ghz... og minn á að vera 2.8 hvaða kjaftæði er þetta? bios sýnir 1.6 og forritið sem fylgir með móðurborðinu


Some0ne skrifaði:... downloadaðiru forritinu? Myndin á síðunni er sko bara mynd, ekki upplýsingar frá tölvunni þinni, en hún sýnir einmtit 3200mhz.


LEGENDARY! :D


=D> =D> =D>

Re: nýr e7400 á 1.6 ghz?!

Sent: Lau 12. Des 2009 11:52
af Some0ne
hehe :D

Mercury smelltu á þetta hérna og þá nærðu í forritið sem að sýnir þér akkúratt mhz sem örgjörvinn þinn er að keyra á = http://download.visualware.com/pub/cpuinfo/cpuinfo.exe