Síða 1 af 1

Vantar álit á tveimur uppfærslum..

Sent: Fös 11. Des 2009 03:14
af Hnykill
Sælir. jæja.. var að dunda mér aðeins áðan að setja saman nokkra hluti. og til að hafa þetta einfalt stendur valið milli þessara tveggja hérna.

AMD AM3. Kísildalur / Tölvutek
-----------------------------

Aflgjafi : (kísildalur) Aerocool E78 730W - 17.500

Móðurborð : (kísildalur) ASRock M3A785GXH AM3 - 22.500

Örgjörvi : (kísildalur) Phenom II X4 955BE - 29.500

Minni : (kísildalur) GeIL Ultra 4GB DDR3, 2133 Mhz - 27.500

Örgjörvakæling : (Tölvutek) OCZ Gladiator Max - 6.990

= 103.990 Kr
---------------------------------------------------------------------------------------

Intel 775. Tölvutækni / Tölvutek / kísildalur
----------------------------

Aflgjafi : (kísildalur) Aerocool E78 730W - 17.500

Móðurborð : (Tölvutækni) Gigabyte EP45-UD3L -18.900

Örgjörvi : (Tölvutek) Intel Core2 Quad Q9550 - 39.900

Örgjörvakæling : (Tölvutækni) Prolimatech Megahalems - 13.990

Minni : (Kísildalur) GeIL Ultra Plus 4GB DDR2, 1066 Mhz - 18.000

= 108.290
-----------------------

Það sem verður nýtt úr eldri vélinni er ATI 4890 Cyclone skjákort, 2x1 TB Samsung harðir diskar og DVD skrifarinn. ég verð að segja svona fyrir sjálfan mig að ég hallast frekar að AMD pakkanum og DDR3.. er það ekki alveg að meika sens? :?

Veit það er örlítill verðmunur á þessu en ekkert sem skiptir máli þannig. gæti skipt í ódýrari örgjörvaviftu fyrir Intel setupið og þá væri þetta komið.. en já, hvað finnst ykkur?

Re: Vantar álit á tveimur uppfærslum..

Sent: Fös 11. Des 2009 16:35
af Hnykill
Enginn!? ekkert? ..skella mér á PS3 bara?

Re: Vantar álit á tveimur uppfærslum..

Sent: Fös 11. Des 2009 16:49
af beatmaster
AMD pakkan klárlega, svipað performance en miklu meira future proof með AM3

Intel 775 er í dauðateygjunum (ekki alveg dautt en stutt í það)

Fyrir utan það að þetta er Black Edition með ólæstan Multi, ekkert smá sweet í OC =D>

Re: Vantar álit á tveimur uppfærslum..

Sent: Fös 11. Des 2009 18:08
af vesley
ég segi líka am3 þar sem það er það flotta og nýja hjá þeim. og nánast sama performance .


en er að pæla þetta vinnsluminni hjá kísildal þeir tala um 2133mhz en að stendur líka

Minnishraði DDR3-1333


mæli líka frekar með þessu móðurborði http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=20510

Re: Vantar álit á tveimur uppfærslum..

Sent: Fös 11. Des 2009 19:16
af beatmaster
vesley skrifaði:ég segi líka am3 þar sem það er það flotta og nýja hjá þeim. og nánast sama performance .


en er að pæla þetta vinnsluminni hjá kísildal þeir tala um 2133mhz en að stendur líka

Minnishraði DDR3-1333


mæli líka frekar með þessu móðurborði http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=20510
Hvað veldur að þú myndir frekar velja þetta?

Re: Vantar álit á tveimur uppfærslum..

Sent: Fös 11. Des 2009 19:43
af vesley
einfaldlega það að ég treysti meira Gigabyte en ASrock. ASrock er ekki stórt fyrirtæki í móðurborða iðnaðinum en hinsvegar er Gigabyte eitt af þeim virtustu og stærstu.

líka er gefið fram á gigabyte borðinu að það taki DDR3 1800+ en það segir aðeins 1600 hjá ASrock

og lýst í rauninni aðeins betur á það borð. annars frekar svipuð

Re: Vantar álit á tveimur uppfærslum..

Sent: Fös 11. Des 2009 20:14
af Hnykill
Ég reyndi fyrst að finna Gigabyte borð en sá ekkert sem mig langaði í fyrir AM3 :/ ég skoðaði nokkur review um þetta Asrock borð og það kom alveg merkilega vel út. í sambandi við minniskubbana þá var ég að spá í að keyra þá á 1600 Mhz en á lægra latency. þá hef ég svigrúm á að hækka þá ef ég overclocka þetta seinna.

taka það fram samt, þessi tölva er ekki fyrir mig. ég er nýbúinn að kaupa mér Core 17 920, Gigabyte borð og 6GB Mushkin 1600 Mhz. nota enn gamla ATI 4870 og skelli mér á 5850 seinna ;)

Re: Vantar álit á tveimur uppfærslum..

Sent: Lau 12. Des 2009 00:08
af Narco
vesley skrifaði:einfaldlega það að ég treysti meira Gigabyte en ASrock. ASrock er ekki stórt fyrirtæki í móðurborða iðnaðinum en hinsvegar er Gigabyte eitt af þeim virtustu og stærstu.

líka er gefið fram á gigabyte borðinu að það taki DDR3 1800+ en það segir aðeins 1600 hjá ASrock

og lýst í rauninni aðeins betur á það borð. annars frekar svipuð


Ha! asrock eru í eigu asus og sem slíkir eru þeir hluti af einhverjum stærsta móðurborðsframleiðanda heims.

Re: Vantar álit á tveimur uppfærslum..

Sent: Lau 12. Des 2009 01:03
af Hnykill
passar ;) ..ég fór hins vegar bara eftir performance á borðum þegar ég valdi þetta. ég vil góða virkni á hlutum.. ekki flott logo eða nafn [-X

Re: Vantar álit á tveimur uppfærslum..

Sent: Lau 12. Des 2009 02:53
af vesley
og Fiat er í eigu Ferrari.

það gerir Fiat Panda ekki að Ferrari f430

þrátt fyrir að ASUS eigi ASrock fyrirtækið þá merkir það ekki að ASUS hanni borðin og ASUS framleiði ASrock. það merkir í rauninni að þeir eiga það og ekkert meir.

veit ekki hvort þeir séu að framleiða og hanna ASrock borðin en grunar að ASrock geri það sjálft.

auðvitað koma út móðurborð sem eru kannski gerð af ASUS en seld hjá ASrock en stórefa að það sé meirihluti . ekki einu sinni nálægt því (grunar mig)

sama með Ferrari þegar þeir tóku Fiat 500 og breyttu honum alveg gjörsamlega.

Eigandinn er ekki endilega framleiðandi og stjórnandi.

ég gæti átt 90% í fyrirtæki útí heimi og kannski aðeins 5 sinnum stigið fæti þar inn.

EDIT: las mig aðeins til og var að sjá það að ASUS stofnaði ASrock #-o :lol: þeir s.s. stofnuðu það til að búa til "budget" borð þar sem flest ASUS móðurborðin hafa verið high-end hjá þeim.

ASRock's boards are based on the same technology as other current chipset products, but are built with less frills, and less expensive components.
þannig örlítið bull í mér sem ég sagði þarna fyrir ofan :roll:

Re: Vantar álit á tveimur uppfærslum..

Sent: Lau 12. Des 2009 03:45
af Hnykill
þeir eru að byggja á góðum grunni jújú. og þetta er velkomin viðbót við önnur móðurborð sem eru að hafa af manni 40-50 þús kall bara til að geta keyrt suma örgjörva, t.d Core i7.. orðið fulldýrt finnst mér :/

Asrock er með gott performance og það er hægt að yfirklukka vel og fínstilla aðra íhluti með því. ég myndi kaupa svoleiðis borð þó það héti "Bubbi Byggir AM3" :D