Síða 1 af 1
móðurborð sér IDE sem USB tengt
Sent: Fös 11. Des 2009 01:18
af Nariur
sælir,
Sata controllerinn á móðurborðinu mínu gaf sig um daginn (daginn áður en uppfærslan mín kom, heil tölva mínus diskar) og ég ákvað að skella diskunum úr tölvunni hanns pabba í gömlu og gefa honum hana. það er bara 1 IDE tengi á borðinu svo ég tengdi disk of DVD drif á sama kapal, diskinn sem master, DVD sem slave. allt gekk eins og í sögu, ég henti Ubuntu live CD í til að redda gögnum af stýrikerfispartitioninu, en diskurinn kom upp eins og hann væri tengdur með USB, ég hugsaði ekkert um það, henti draslinu yfir á hitt partirionið og setti win 7 disk í. Þegar það kemur svo að því að velja hvar ég ætla að setja stýrikerfið upp segir windows nei af því að það setur sig ekki upp á USB eða firewire tengd drif. Þegar ég slekk á USB controllernum finnur tölvan svo ekki diskinn
ég er búinn að fikta fram og til baka í takmarkaða biosinum á móðurborðinu, en þegar ég disabe-a USB controller-inn finnur tölvan svo ekki diskinn... ég stend á gati, öll hjálp er vel þegin.
Re: móðurborð sér IDE sem USB tengt
Sent: Fös 11. Des 2009 19:52
af Nariur
bump
Re: móðurborð sér IDE sem USB tengt
Sent: Lau 12. Des 2009 15:36
af Nariur
einhver hugmynd?
Re: móðurborð sér IDE sem USB tengt
Sent: Mán 14. Des 2009 01:30
af Nariur
bump!
Re: móðurborð sér IDE sem USB tengt
Sent: Mán 14. Des 2009 03:01
af DoofuZ
Hvernig kemur diskurinn fram í BIOS? Allt eðlilegt þar? Hefuru athugað með nýjan BIOS? Ef þú átt annan IDE kapal, prófaðu þá að tengja diskinn við hann en drifið við hinn. Getur líka prófað að snúa kaplinum öfugt, s.s. þannig að endinn sem fer núna í móðurborðið fari frekar í diskinn eða drifið. Snýr kapallinn ekki líka rétt þar sem hann er tengdur, í móðurborðinu og aftaní disknum og drifinu?
Re: móðurborð sér IDE sem USB tengt
Sent: Mán 14. Des 2009 03:10
af Viktor
Getur kannski prufað að hafa bara harða diski í, ekki DVD-drifið og ef diskurinn er venjulegur þar geturðu sett Win7 boot á USB lykil eða flakkara og notað það í stað drifsins.
Re: móðurborð sér IDE sem USB tengt
Sent: Mán 14. Des 2009 18:25
af Nariur
DoofuZ skrifaði:Hvernig kemur diskurinn fram í BIOS? Allt eðlilegt þar? Hefuru athugað með nýjan BIOS? Ef þú átt annan IDE kapal, prófaðu þá að tengja diskinn við hann en drifið við hinn. Getur líka prófað að snúa kaplinum öfugt, s.s. þannig að endinn sem fer núna í móðurborðið fari frekar í diskinn eða drifið. Snýr kapallinn ekki líka rétt þar sem hann er tengdur, í móðurborðinu og aftaní disknum og drifinu?
ég var að runna ubuntu live CD og færa filea milli partitiona á diskinum svo að kapallinn virkar fínt og BIOS sér diskinn og drifið líka sem USB tengt
það skiptir heldur ekki máli hvort ég aftengi annað þeirra, kemur alltaf fram í BIOS sem USB
Re: móðurborð sér IDE sem USB tengt
Sent: Mán 14. Des 2009 18:59
af DoofuZ
Þá er eitthvað að annað hvort BIOS eða móðurborðinu, athugaðu hvort það sé til nýri útgáfa af BIOS. Gæti samt verið að það verði svoldið vesen að setja það inn, ef þú ert með diskettudrif, átt diskettu og hefur aðgang að annari tölvu sem er í lagi og er líka með diskettudrif, þá geturu reddað því þannig en annars verðuru að koma BIOS uppfærslunni inná geisladisk og reyna eitthvað vesen með það þannig

En ef BIOSinn styður uppfærslu af usb lykli þá er það auðvitað best

Re: móðurborð sér IDE sem USB tengt
Sent: Mán 14. Des 2009 19:52
af Nariur
mig grunar að þetta sé almennt suðurbrúin í fokki... ég hendi móðurborðinu bara og kaupi nýtt, ekki eins og það hafi verið gott fyrir (úr medion tölvu)
veit einhver annars um µATX móðurborð með 2xIDE tengjum
Re: móðurborð sér IDE sem USB tengt
Sent: Mán 14. Des 2009 20:04
af Safnari
Fyrir forvittnissakir,
Varstu búin að prófa með CD sem master og HD sem slave ?
Hvaða kubbasett er í móðurborðinu, þe. intel eitthvað eða nvidia osfr.
Er sjálfur búin að leita mikð á netinu en finn engan sem hefur lennt í líknandi.
Varstu búin að prófa að '' núlla '' bios, þe. aftengja rafmagnssnúru og taka svo bara batteríið úr, setja það í aftur eftir dágóða stund.
Velja svo ''default settings og seiva þegar hún kemur upp og kvartar. Þetta hjálpar oft þegar biosin fer í stjúpid mód.
Re: móðurborð sér IDE sem USB tengt
Sent: Mán 14. Des 2009 20:46
af Nariur
Safnari skrifaði:Fyrir forvittnissakir,
Varstu búin að prófa með CD sem master og HD sem slave ?
Hvaða kubbasett er í móðurborðinu, þe. intel eitthvað eða nvidia osfr.
Er sjálfur búin að leita mikð á netinu en finn engan sem hefur lennt í líknandi.
Varstu búin að prófa að '' núlla '' bios, þe. aftengja rafmagnssnúru og taka svo bara batteríið úr, setja það í aftur eftir dágóða stund.
Velja svo ''default settings og seiva þegar hún kemur upp og kvartar. Þetta hjálpar oft þegar biosin fer í stjúpid mód.
1. já
2. nokkuð viss um low end Intel, socket 775 borð... drasl úr Medion tölvu
3. það er ekkert að núlla, BIOSinn er það takmarkaður... kannski að ég prófi það samt (edit: nei,nei, virkar ekki)
Re: móðurborð sér IDE sem USB tengt
Sent: Þri 15. Des 2009 01:40
af DoofuZ
Ég hirti einmitt móðurborð úr Medion drasli fyrir einhverju síðan. Lenti líka í einhverju veseni en það var langt frá því að vera eins og þitt

Man ekki alveg nákvæmlega allt sem gerðist en í stuttu máli vantaði bara betri upplýsingar á heilsusíðunni í BIOS, þar sem maður sér viftuhraða og hitastig, minnir að ég hafi séð í manual að það átti að vera eitthvað betra en það var, svo var líka eitthvað annað sem virkaði ekki alveg eins og það átti að gera (man bara ekki hvað það var). Eftir smá leit fann ég svo BIOS uppfærslu á Medion síðu en mig minnir að hún hafi ekki verið nóg og eftir smá leit rakst ég á umræðu um Medion móðurborð, sem eru yfirleitt MSI móðurborð, og komst að því að ég gæti notað BIOS sem kæmi frá öðrum framleiðanda svipuðum og Medion sem notar líka MSI móðurborð og sá BIOS var töluvert betri

Ég mæli því með því að þú athugir aðeins með BIOS uppfærslu, amk. svo lengi sem það er ekki alltof mikið vesen

Alltaf gaman að fikta sig eitthvað áfram og læra eitthvað nýtt á gömlum hlutum

Re: móðurborð sér IDE sem USB tengt
Sent: Mið 16. Des 2009 18:47
af Nariur
takk fyrir að reyna