Boot vandamál og færsla á efni.

Skjámynd

Höfundur
coldone
has spoken...
Póstar: 170
Skráði sig: Fös 12. Okt 2007 19:15
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Boot vandamál og færsla á efni.

Pósturaf coldone » Fim 10. Des 2009 23:15

Vandamálin eru tvö.
1. Þegar kveikt er á tölvunni kemur stundum upp melding um að það þurfi að boota upp á cd þó svo stýrikerfisdiskurinn sé í lagi. Fyrst er þetta kom prufaði ég að taka alla harða diska úr sambandi nema stýrikerfisdiskinn og þá bootaði tölvan sér eðlilega. Prufaði síðan einn disk með stýridisknum og allt í lagi. Reyndi síðan að tengja alla fjóra aukadiska en það gekk ekki. Tók einn úr sambandi og þá gekk bootið. Síðan hef ég verið að prufa þetta áfram og nú í dag gat ég bootað með alla diska í gangi. En þetta hefur gengið svona upp og niður, stundum þarf að boota tvisvar til að ná í gegn því stundum hefur tölvan stoppað þegar windowsið er komið í gang.
2. Annað vandamál er að nú er svo komið að ef ég ætla að færa möppur á milli diska þá tekur það gríðarlega langan tíma. Er núna í þessum skrifuðum orðum að færa möppu sem eru rúm 7GB og áætlaður tími 42 mínútur. Og nú eru 5 mínútur eftir og búinn að bíða í 37 mínútur.

Hvað kemur fyrst upp í huga í ykkar þegar þið lesið þetta?
Hjá mér kemur fyrst upp móðuborðið og stýringar fyrir diskana en á móti kemur að þetta er þriggja mánaða gamalt móðuborð (Gigabyte EP45-UD3).
Komið með einhverjar hugmyndir, væri þakklátur fyrir það.