Síða 1 af 1

Bilaður íhlutur

Sent: Þri 08. Des 2009 01:45
af Skari
Sælir

Svona standa málin, er með 2 tölvur mér og báðar eru eitthvað að klikka.


Tölva 1:

Hún byrjaði á að slökkva á sér reglulega og ekki var hægt að kveikja á henni aftur fyrr en eftir c.a. 5-10 min, nú er það bara ekki hægt. Þegar ég reyni að kveikja þá er eins og það er ekkert merki sem fer inn skjáinn.. Já skjárinn er fullkomnu ástandi. Ég fiktaði mig áfram, skipti um skjákort, hdd, vinnsluminni en ekkert virkaði svo eftir er móðurborðið/aflgjafinn/örgjörfinn.. Set spurningamerki við aflgjafann því að allar viftur fara í gang. Harði diskurinn er að vísu ónýtur þar sem ég hef sett hann í tölvu 2 og kemur alltaf disk read error.


Tölva 2:
Þið þekkið það þegar windows xp er að loada þér er svona blá stika sem færist, hjá mér kemur þessi stika c.a. 40x, tekur mig 5 min að boota sem er ekkert venjulegt við að tölvan sé nýformutuð. Tölvan á það til að frjósa og þá sérsteklega ef ég tengi eitthvað usb í hana.


_____________________________________________________

Tölva 1 skiptir mestu máli fyrir mig, langar bara að vita hvort þetta gæti hugsanlega verið móðurborðið og þá gæti ég allavega reynt að kaupa annað notað.

Er með Winfast N570sm2AA-8ekrs2h ( http://www.neoseeker.com/Hardware/Produ ... a_8ekrs2h/ "


Fyrifram þakkir,

Óskar

Re: Bilaður íhlutur

Sent: Þri 08. Des 2009 02:36
af Gunnar
nokkuð viss að það sé aflgjafinn við tölvu 1. en fyrsta tölvan mín byrjaði að frjósa á random tíma og ég gaf hana og sá sem fann úr því skipti um minni og þá virkaði hún.

Re: Bilaður íhlutur

Sent: Þri 08. Des 2009 02:44
af xate
Félagi minn lenti í mjög svipuðu veseni og með tölvu 1 fyrir ekkert svo löngu.

Getur prófað að:

Byrjaðu á því að kveikja á vélinni, þegar það feilar, taktu allar snúrur aftan úr henni, endaðu á power snúrunni. Haltu Start-takkanum inni í 30 - 60sek og prófaðu þá að setja bara powersnúruna, mús og lyklaborð í og startaðu henni aftur.

Þetta virkaði fyrir félaga minn og vona bara að þetta hjálpi á eitthvað.

Re: Bilaður íhlutur

Sent: Þri 08. Des 2009 02:45
af Gunnar
xate skrifaði:Félagi minn lenti í mjög svipuðu veseni og með tölvu 1 fyrir ekkert svo löngu.

Getur prófað að:

Byrjaðu á því að kveikja á vélinni, þegar það feilar, taktu allar snúrur aftan úr henni, endaðu á power snúrunni. Haltu Start-takkanum inni í 30 - 60sek og prófaðu þá að setja bara powersnúruna, mús og lyklaborð í og startaðu henni aftur.

Þetta virkaði fyrir félaga minn og vona bara að þetta hjálpi á eitthvað.

og allveg 110% líka skjánum.

Re: Bilaður íhlutur

Sent: Þri 08. Des 2009 03:01
af Skari
Takk fyrir svörin, gleymdi að minnast á að ég er að keyra aflgjafa úr tölvu 1 í tölvu 2 tölvu 2 núna og allt virðist vera fínt þar fyrir utan af og til að hún frýs og og lengi að boota, gæti hugsanlega verið harði diskurinn þar ?

Re: Bilaður íhlutur

Sent: Þri 08. Des 2009 03:41
af Viktor
Búinn að skoða hitann á örgjörvanum?

Re: Bilaður íhlutur

Sent: Þri 08. Des 2009 07:14
af kazgalor
Varðandi tölvu 2, ég veit ekki hvort þetta á við, en ég hef lent í því að vélar með fleiri en eina vírusvörn verða alveg fucked up. Það er allavega íhugunarvert.