Síða 1 af 1

Intel hannar 48 kjarna örgjörva !

Sent: Sun 06. Des 2009 21:50
af Hnykill
var nú bara að ná mér í patch fyrir gamlan leik þegar ég rakst á þetta :Þ

http://www.wired.com/gadgetlab/2009/12/ ... processor/

Svo fór ég bara að hlæja og hélt þetta væri gamalt apríl gabb kannski.. en neinei, þeir eiga þessi skrímsli til !
Mér finnst minn 4 kjarna orðinn heldur magur eitthvað núna 8-[ en þetta er víst ekki fyrir almúgan svo þeir nota þetta vonandi í einhver flottheit til að sýna okkur komandi framtíð.. eða eru bara að monta sig aðeins :wink:

Re: Intel hannar 48 kjarna örgjörva !

Sent: Sun 06. Des 2009 21:59
af vesley
markmið intel er að ná 80 kjörnum fyrir 2011

Re: Intel hannar 48 kjarna örgjörva !

Sent: Sun 06. Des 2009 22:11
af Glazier
The chip can operate on as little as 25 watts- or at 125 watts when running at maximum performance - same as the energy consumption of two household light bulbs, says Intel.

Þetta er svakalegt.. hvernig ætli aflgjafarnir verði þegar 80 kjarna örgjörvar verða komnir á markað :O

Re: Intel hannar 48 kjarna örgjörva !

Sent: Sun 06. Des 2009 22:16
af GuðjónR
vesley skrifaði:markmið intel er að ná 80 kjörnum fyrir 2011

Ég hef engan áhuga á svoleiðis örgjörva, flest forrit gerð fyrir 1,2,4 kjarna....
Maður væri kannski með 76 kjarna IDLE ... bara smá partur af cpu sem væri í vinnslu
Tölvan yrði hræðilega slow.

Re: Intel hannar 48 kjarna örgjörva !

Sent: Sun 06. Des 2009 22:17
af intenz

Re: Intel hannar 48 kjarna örgjörva !

Sent: Sun 06. Des 2009 22:20
af Nariur
örugglega ekki svo svakalegir, örrarnir verða örugglega svona 5nm

Re: Intel hannar 48 kjarna örgjörva !

Sent: Sun 06. Des 2009 23:00
af vesley
GuðjónR skrifaði:
vesley skrifaði:markmið intel er að ná 80 kjörnum fyrir 2011

Ég hef engan áhuga á svoleiðis örgjörva, flest forrit gerð fyrir 1,2,4 kjarna....
Maður væri kannski með 76 kjarna IDLE ... bara smá partur af cpu sem væri í vinnslu
Tölvan yrði hræðilega slow.




þetta er hannað og notað í cloud computing. http://www.engadget.com/2009/12/02/inte ... to-do-wha/


http://www.intel.com/pressroom/archive/ ... omp_sm.htm

Re: Intel hannar 48 kjarna örgjörva !

Sent: Sun 06. Des 2009 23:39
af Carc
Það er ekki mikið miðað við það sem er verið að búa til. Ekki nema þetta sé eitthvað sem hinn almenni notandi á eftir að geta notað og haft efni á.

Re: Intel hannar 48 kjarna örgjörva !

Sent: Mán 07. Des 2009 00:40
af oskarom
Persónuleg finnst mér þetta snilld

Það er staðreynd að við náum ekki að auka afköst hvers kjarna jafn mikið og hægt hefur verið hingað til. A.m.k. ekki með tækni sem til er í dag.

Þetta er og verður framtíðin... multi-core processing... parallel-processing.

Það sem vantar í raun er að forritarar fari að vakna og pæla í alvöru parallel og multi-thread forritun. Í dag er þetta gríðarlega flókið en það er ekki eins og við höfum ekki komist yfir stærri vandamál áður..

Þegar það verður búið að leysa þessi vandamál eiga við eftir að sjá einkatölvur sem skala uppí PFLOPS easy

Re: Intel hannar 48 kjarna örgjörva !

Sent: Mán 07. Des 2009 02:04
af gardar
GuðjónR skrifaði:
vesley skrifaði:markmið intel er að ná 80 kjörnum fyrir 2011

Ég hef engan áhuga á svoleiðis örgjörva, flest forrit gerð fyrir 1,2,4 kjarna....
Maður væri kannski með 76 kjarna IDLE ... bara smá partur af cpu sem væri í vinnslu
Tölvan yrði hræðilega slow.



Já okei, forrit þróast nefnilega ekki líka? #-o