Síða 1 af 1

Að jarðtengja sig með "anti-static wrist band"

Sent: Lau 05. Des 2009 01:35
af Kutterinn
Sælir.

Ég var að kaupa mér svona anti-static wrist band og var að að spá hvernig væri best að tengja það, ég veit að er hægt að nota turnkassa bara, festa þetta í metal. Málið er að ég ætla að taka í sundur svona eldri fartölvu sem er farinn að drepa á sér, gömul toshiba vél sem þarf að rífa algerlega í spað til að komast í viftuna.

En ég var að spá hvort einhver fróður gæti sagt mér hvort það myndi ekki bara virka að vefja vír utan í ofn og festa svo wristbandið við vírinn :P eða er ég kanski bara í tómu tjóni :)

Re: Ground

Sent: Lau 05. Des 2009 01:39
af gardar
Ofn

Edit: miðstöðvarofn þar að segja.

Re: Ground

Sent: Lau 05. Des 2009 03:22
af sakaxxx
eru fartölvunar jarðtengdar? þ.e við ofnin ef ekki þá er það óþarfi :roll:

Re: Ground

Sent: Lau 05. Des 2009 05:43
af Narco
sakaxxx skrifaði:eru fartölvunar jarðtengdar? þ.e við ofnin ef ekki þá er það óþarfi :roll:

Þú ert að grínast, er það ekki? þó svo lappinn væri jarðtengdur þá er nóg að það hlaupi spenna frá þér í gegnum rafeindabúnað vélarinnar til að steikjann.
Undirritaður er rafvirki.

Re: Að jarðtengja sig með "anti-static wrist band"

Sent: Lau 05. Des 2009 09:50
af GuðjónR
Kutterinn; lesa reglurnar og fara eftir þeim.
Titill lagaður.

Re: Ground

Sent: Lau 05. Des 2009 13:05
af sakaxxx
Narco skrifaði:
sakaxxx skrifaði:eru fartölvunar jarðtengdar? þ.e við ofnin ef ekki þá er það óþarfi :roll:

Þú ert að grínast, er það ekki? þó svo lappinn væri jarðtengdur þá er nóg að það hlaupi spenna frá þér í gegnum rafeindabúnað vélarinnar til að steikjann.
Undirritaður er rafvirki.



já en lappin er EKKI jarðtengdur þannig að þú tengir þig ekki við húsið

Re: Að jarðtengja sig með "anti-static wrist band"

Sent: Lau 05. Des 2009 13:28
af SteiniP
Þú jarðtengir sjálfan þig til að afhlaða stöðurafmagnið úr líkamanum, ekki tölvunni.

Re: Að jarðtengja sig með "anti-static wrist band"

Sent: Lau 05. Des 2009 13:59
af vesley
SteiniP skrifaði:Þú jarðtengir sjálfan þig til að afhlaða stöðurafmagnið úr líkamanum, ekki tölvunni.



þú í rauninni afhlaðast ekki ef þú pluggar í tölvuna. heldur verður jafnt hlutfall á milli þín og tölvunnar svo ekkert "shock" geti komið.

Re: Að jarðtengja sig með "anti-static wrist band"

Sent: Þri 08. Des 2009 02:59
af BjarniTS
Það er jörð í innstungum.
Ber jörð sem að hægt er að tengja í.
- GEri þið það fyrir mig samt að drepa ykkur ekki með að reyna að finna þessa jörð ef að þið vitið ekki nú þegar hvar hún er. -
Hægt að notast við fjöltengi líka ef að hún nær ekki geri ég ráð fyrir.

Re: Að jarðtengja sig með "anti-static wrist band"

Sent: Þri 08. Des 2009 12:18
af Gunnar
BjarniTS skrifaði:Það er jörð í innstungum.
Ber jörð sem að hægt er að tengja í.
- GEri þið það fyrir mig samt að drepa ykkur ekki með að reyna að finna þessa jörð ef að þið vitið ekki nú þegar hvar hún er. -
Hægt að notast við fjöltengi líka ef að hún nær ekki geri ég ráð fyrir.

smá hint handa fólkinu.
Jörðin er EKKI í götunum 2. :lol:

Re: Að jarðtengja sig með "anti-static wrist band"

Sent: Þri 08. Des 2009 13:27
af ManiO
Gunnar skrifaði:
BjarniTS skrifaði:Það er jörð í innstungum.
Ber jörð sem að hægt er að tengja í.
- GEri þið það fyrir mig samt að drepa ykkur ekki með að reyna að finna þessa jörð ef að þið vitið ekki nú þegar hvar hún er. -
Hægt að notast við fjöltengi líka ef að hún nær ekki geri ég ráð fyrir.

smá hint handa fólkinu.
Jörðin er EKKI í götunum 2. :lol:



OMFG SPOILER ALERT! :lol:

Re: Að jarðtengja sig með "anti-static wrist band"

Sent: Þri 08. Des 2009 13:35
af GuðjónR
ManiO skrifaði:
Gunnar skrifaði:
BjarniTS skrifaði:Það er jörð í innstungum.
Ber jörð sem að hægt er að tengja í.
- GEri þið það fyrir mig samt að drepa ykkur ekki með að reyna að finna þessa jörð ef að þið vitið ekki nú þegar hvar hún er. -
Hægt að notast við fjöltengi líka ef að hún nær ekki geri ég ráð fyrir.

smá hint handa fólkinu.
Jörðin er EKKI í götunum 2. :lol:



OMFG SPOILER ALERT! :lol:

hahahahahha

Re: Að jarðtengja sig með "anti-static wrist band"

Sent: Þri 08. Des 2009 14:26
af Safnari
Anti static armböndin notar maður í samhengi við verkefnið.
Ef unnið er td. í tækja skáp þá tengir maður armbandið við skáp-jörðina/skápinn.
Ef vinna skal í tæki/tölvu á vinnuborði þá setur maður Anti-Static mottu fyrst á borðið
jarðtengir svo mottuna, tengir síðan Armbandið í mottuna.
Ein leið til að jarðtengja mottuna/armbandið er að búa sér til jarðtengingar-snúru sem færi beint í veggúttak.
Þe. Taka venjulega kló og tengja bara einn gul/grænan vír í jarðhlutan á klónni, hinn endan í mottuna.