Síða 1 af 1
Að jarðtengja sig með "anti-static wrist band"
Sent: Lau 05. Des 2009 01:35
af Kutterinn
Sælir.
Ég var að kaupa mér svona anti-static wrist band og var að að spá hvernig væri best að tengja það, ég veit að er hægt að nota turnkassa bara, festa þetta í metal. Málið er að ég ætla að taka í sundur svona eldri fartölvu sem er farinn að drepa á sér, gömul toshiba vél sem þarf að rífa algerlega í spað til að komast í viftuna.
En ég var að spá hvort einhver fróður gæti sagt mér hvort það myndi ekki bara virka að vefja vír utan í ofn og festa svo wristbandið við vírinn

eða er ég kanski bara í tómu tjóni

Re: Ground
Sent: Lau 05. Des 2009 01:39
af gardar
Ofn
Edit: miðstöðvarofn þar að segja.
Re: Ground
Sent: Lau 05. Des 2009 03:22
af sakaxxx
eru fartölvunar jarðtengdar? þ.e við ofnin ef ekki þá er það óþarfi

Re: Ground
Sent: Lau 05. Des 2009 05:43
af Narco
sakaxxx skrifaði:eru fartölvunar jarðtengdar? þ.e við ofnin ef ekki þá er það óþarfi

Þú ert að grínast, er það ekki? þó svo lappinn væri jarðtengdur þá er nóg að það hlaupi spenna frá þér í gegnum rafeindabúnað vélarinnar til að steikjann.
Undirritaður er rafvirki.
Re: Að jarðtengja sig með "anti-static wrist band"
Sent: Lau 05. Des 2009 09:50
af GuðjónR
Kutterinn; lesa reglurnar og fara eftir þeim.
Titill lagaður.
Re: Ground
Sent: Lau 05. Des 2009 13:05
af sakaxxx
Narco skrifaði:sakaxxx skrifaði:eru fartölvunar jarðtengdar? þ.e við ofnin ef ekki þá er það óþarfi

Þú ert að grínast, er það ekki? þó svo lappinn væri jarðtengdur þá er nóg að það hlaupi spenna frá þér í gegnum rafeindabúnað vélarinnar til að steikjann.
Undirritaður er rafvirki.
já en lappin er EKKI jarðtengdur þannig að þú tengir þig ekki við húsið
Re: Að jarðtengja sig með "anti-static wrist band"
Sent: Lau 05. Des 2009 13:28
af SteiniP
Þú jarðtengir sjálfan þig til að afhlaða stöðurafmagnið úr líkamanum, ekki tölvunni.
Re: Að jarðtengja sig með "anti-static wrist band"
Sent: Lau 05. Des 2009 13:59
af vesley
SteiniP skrifaði:Þú jarðtengir sjálfan þig til að afhlaða stöðurafmagnið úr líkamanum, ekki tölvunni.
þú í rauninni afhlaðast ekki ef þú pluggar í tölvuna. heldur verður jafnt hlutfall á milli þín og tölvunnar svo ekkert "shock" geti komið.
Re: Að jarðtengja sig með "anti-static wrist band"
Sent: Þri 08. Des 2009 02:59
af BjarniTS
Það er jörð í innstungum.
Ber jörð sem að hægt er að tengja í.
- GEri þið það fyrir mig samt að drepa ykkur ekki með að reyna að finna þessa jörð ef að þið vitið ekki nú þegar hvar hún er. -
Hægt að notast við fjöltengi líka ef að hún nær ekki geri ég ráð fyrir.
Re: Að jarðtengja sig með "anti-static wrist band"
Sent: Þri 08. Des 2009 12:18
af Gunnar
BjarniTS skrifaði:Það er jörð í innstungum.
Ber jörð sem að hægt er að tengja í.
- GEri þið það fyrir mig samt að drepa ykkur ekki með að reyna að finna þessa jörð ef að þið vitið ekki nú þegar hvar hún er. -
Hægt að notast við fjöltengi líka ef að hún nær ekki geri ég ráð fyrir.
smá hint handa fólkinu.
Jörðin er EKKI í götunum 2.

Re: Að jarðtengja sig með "anti-static wrist band"
Sent: Þri 08. Des 2009 13:27
af ManiO
Gunnar skrifaði:BjarniTS skrifaði:Það er jörð í innstungum.
Ber jörð sem að hægt er að tengja í.
- GEri þið það fyrir mig samt að drepa ykkur ekki með að reyna að finna þessa jörð ef að þið vitið ekki nú þegar hvar hún er. -
Hægt að notast við fjöltengi líka ef að hún nær ekki geri ég ráð fyrir.
smá hint handa fólkinu.
Jörðin er EKKI í götunum 2.

OMFG SPOILER ALERT!

Re: Að jarðtengja sig með "anti-static wrist band"
Sent: Þri 08. Des 2009 13:35
af GuðjónR
ManiO skrifaði:Gunnar skrifaði:BjarniTS skrifaði:Það er jörð í innstungum.
Ber jörð sem að hægt er að tengja í.
- GEri þið það fyrir mig samt að drepa ykkur ekki með að reyna að finna þessa jörð ef að þið vitið ekki nú þegar hvar hún er. -
Hægt að notast við fjöltengi líka ef að hún nær ekki geri ég ráð fyrir.
smá hint handa fólkinu.
Jörðin er EKKI í götunum 2.

OMFG SPOILER ALERT!

hahahahahha
Re: Að jarðtengja sig með "anti-static wrist band"
Sent: Þri 08. Des 2009 14:26
af Safnari
Anti static armböndin notar maður í samhengi við verkefnið.
Ef unnið er td. í tækja skáp þá tengir maður armbandið við skáp-jörðina/skápinn.
Ef vinna skal í tæki/tölvu á vinnuborði þá setur maður Anti-Static mottu fyrst á borðið
jarðtengir svo mottuna, tengir síðan Armbandið í mottuna.
Ein leið til að jarðtengja mottuna/armbandið er að búa sér til jarðtengingar-snúru sem færi beint í veggúttak.
Þe. Taka venjulega kló og tengja bara einn gul/grænan vír í jarðhlutan á klónni, hinn endan í mottuna.