Síða 1 af 1

S.M.A.R.T. Að vernda Það sem þið hafið.

Sent: Þri 01. Des 2009 01:52
af Narco
Nú er það svo að margir lenda í því að missa gögn vegna diska sem hrynja að því er virðist öllum að óvörum.
Þar sem þetta er raunin vil ég minna alla þá sem er annt um gögnin sín að ná sér í tól sem getur varað þá við þegar diskar eru á heljarþröm.
Þessi grein gæti hjálpað þeim sem hafa áhuga: http://en.wikipedia.org/wiki/S.M.A.R.T.
Hér er tól sem ég er að prufa
Active_Smart.jpg
Active Smart í vinnunni.
Active_Smart.jpg (156.3 KiB) Skoðað 2216 sinnum

Þetta tól kostar en það er ekki svo með öll tól, ég er hrifnastur af þessu:http://www.cpuid.com/pcwizard.php þar sem ekki þarf að installa heldur bara unzip og keyra exe, einnig hefur þú aðgang að öllum upplýsingum um íhluti og fleira.
Að lokum vil ég minna á að smart tæknin sem öll tólin þarna úti nota geta ekki séð það fyrir að diskur sé að hrynja nema í svona 65-70% tilfella í mesta lagi. Það sem segir mest til um endingu diskanna að sögn sérfræðinganna frá western Digital er: passið uppá hitann
sem sagt látið kassavifturnar vinna fyrir brauðinu sínu :)
(skrifað vegna svefnleysis, ef einhverjar villur eru til staðar þá laga ég þetta á morgun)

Re: S.M.A.R.T. Að vernda Það sem þið hafið.

Sent: Þri 01. Des 2009 02:30
af Oak
þetta virkar ekki á SATA diska er það ?

Re: S.M.A.R.T. Að vernda Það sem þið hafið.

Sent: Þri 01. Des 2009 02:37
af coldone
Veit ekki til þess að harðir diskar vinni betur á einhverju ofurkældu lofti, reglan er sú að hafa jafnt hitastig á diskunum, þ.e. engar sveiflur á hitastigi.

Re: S.M.A.R.T. Að vernda Það sem þið hafið.

Sent: Þri 01. Des 2009 06:14
af Narco
Það minntist enginn á "ofurkælt" loft, aðeins að hafa góða kælingu til að tryggja endingu diskanna.

Re: S.M.A.R.T. Að vernda Það sem þið hafið.

Sent: Þri 01. Des 2009 19:11
af Narco
Oak skrifaði:þetta virkar ekki á SATA diska er það ?

Allir sata diskar eru studdir að því er ég best veit, pata diskar eru sennilega meira vandamál.

Re: S.M.A.R.T. Að vernda Það sem þið hafið.

Sent: Þri 01. Des 2009 20:55
af andribolla
ég er að nota Hard Disk Sentinel ;)
og líkar það forrit bara mjög vel ;)

Re: S.M.A.R.T. Að vernda Það sem þið hafið.

Sent: Þri 01. Des 2009 22:37
af gardar
Ég nota smartmontools til að fylgjast með mínum diskum:

http://smartmontools.sourceforge.net/

Re: S.M.A.R.T. Að vernda Það sem þið hafið.

Sent: Þri 01. Des 2009 22:43
af kiddi
Í guðanna bænum EKKI TREYSTA Á SMART til að segja ykkur að diskarnir ykkar séu í lagi. Það skiptir ENGU máli hvað S.M.A.R.T. segir um diskana ykkar, SMART sýnir bara tölfræði sem hefur ekkert að segja um það hvort diskurinn sé að fara að drepast eða ekki. Mér til rökstuðnings er stærsta rannsókn sem gerð hefur verið á hörðum diskum, af sjálfum Google. http://labs.google.com/papers/disk_failures.pdf - Þeir sáu að tilfelli þar sem S.M.A.R.T. hafði rétt fyrir sér var í um 44% tilfella, sem er ekki nóg til að vera marktækt.

Google skrifaði:Out of all failed drives, over 56% of them have no
count in any of the four strong SMART signals, namely
scan errors, reallocation count, offline reallocation, and
probational count. In other words, models based only
on those signals can never predict more than half of the
failed drives.


Google skrifaði:We conclude that it is unlikely that SMART data alone
can be effectively used to build models that predict failures
of individual drives.

Re: S.M.A.R.T. Að vernda Það sem þið hafið.

Sent: Þri 01. Des 2009 23:00
af gardar
Ef ekki er hægt að treysta S.M.A.R.T er þá einhverju hægt að treysta?

Re: S.M.A.R.T. Að vernda Það sem þið hafið.

Sent: Þri 01. Des 2009 23:01
af MrT
gardar skrifaði:Ef ekki er hægt að treysta S.M.A.R.T er þá einhverju hægt að treysta?


D.U.M.B. perhaps?

Re: S.M.A.R.T. Að vernda Það sem þið hafið.

Sent: Þri 01. Des 2009 23:09
af kiddi
Það eina sem þið getið treyst - eruð þið sjálfir til að drullast til að eiga backup :)

Re: S.M.A.R.T. Að vernda Það sem þið hafið.

Sent: Þri 01. Des 2009 23:31
af Glazier
kiddi skrifaði:Það eina sem þið getið treyst - eruð þið sjálfir til að drullast til að eiga backup :)

Tjaa þá er nú skárra að vera með smart líka því þá eru jú eins og þú segir ~45% líkur á að það láti mann vita að eitthvað sé að fara að gerast :)

Re: S.M.A.R.T. Að vernda Það sem þið hafið.

Sent: Þri 01. Des 2009 23:40
af kiddi
45% ? Ertu að grínast? :) Það er álíka og "annaðhvort bilar hann... eða ekki"... ekki sérlega hjálplegt finnst mér... TAKTU BACKUP!!! Ég fæ ekki nóg af því að predikera þetta, ég er kominn á þá skoðun að fólk sem tekur ekki backup er HEIMSKT og á það fyllilega skilið að tapa gögnunum sínum. Kannski er ég bara orðinn bitur eftir þessi óteljandi skipti sem einhver kemur til mín með ónýtan HDD og tárin í augunum.
Harðir diskar bila, ALLIR harðir diskar. Áttu disk sem hefur lifað í 6 ár? Frábært, heppinn þú. TAKTU BACKUP. ;-)

Undirritaður hefur í gegnum vinnuna sína og hobbí, verslað & notað vel yfir 500 HDDs á síðustu 10 árum, og það hefur sýnt sig að það eru þeir diskar sem geyma heilögustu gögnin sem drepast, og á verstu mögulegu tímum. TAKTU BACKUP.

Re: S.M.A.R.T. Að vernda Það sem þið hafið.

Sent: Þri 01. Des 2009 23:40
af JohnnyX
Glazier skrifaði:
kiddi skrifaði:Það eina sem þið getið treyst - eruð þið sjálfir til að drullast til að eiga backup :)

Tjaa þá er nú skárra að vera með smart líka því þá eru jú eins og þú segir ~45% líkur á að það láti mann vita að eitthvað sé að fara að gerast :)


frekar tæki ég bara back-up af öllu sem ég tel vera mikilvægt hjá mér heldur en að treysta á svona forrit