Síða 1 af 1

8800GT Vantar góðar hugmyndir fyrir kælingu

Sent: Sun 29. Nóv 2009 00:11
af Oak
Sælir.

Er með 8800GT og það hittnar helvíti mikið. Það fer að verða leiðinlegt þegar að ég er búinn að spila leiki í soldinn tíma. Vantar ódýra góða lausn við hitanum. Hitinn er svona 80-90°C. Er þessi kæling sniðug ?
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... SP_VDT2000

PSU: OCZ 700W StealthXStream Power Supply
Móðurborð: MSI K9N SLI Platinum
Örgjafi: Athlon 64 X2 Dual 6000+
Örgjafavifta: Zalmann CZ X 9500AM
Vinnsluminni: Corsair 4x1 GB DDR2 800mhz
Skjákort: MSI 8800GT
HDD: Nenni ekki að telja það upp :)

Re: 8800GT Vantar góðar hugmyndir fyrir kælingu

Sent: Sun 29. Nóv 2009 00:19
af SteiniP
Þessi ætti alveg að duga, en ég myndi samt fyrst reyna að bæta loftflæðið í kassanum og hreinsa rykið úr skjákortsviftunni.

En þessi kort þola alveg allt að 120°C

Re: 8800GT Vantar góðar hugmyndir fyrir kælingu

Sent: Sun 29. Nóv 2009 00:45
af Oak
Það er ein 120mm að framan (inntak) ein 80mm á hliðinni (inntak) ein 120mm í bakinu (úttak) og svo er ein 120mm í aflgjafanum (ekki viss) og örgjafaviftan snýr að skjákortinu.

Re: 8800GT Vantar góðar hugmyndir fyrir kælingu

Sent: Sun 29. Nóv 2009 00:51
af Oak
læt þetta kannski bara eiga sig þanngað til að ég uppfæri næst eftir áramót einhver tíman :)
ef að þessi hiti er í lagi þ.e.a.s.

Re: 8800GT Vantar góðar hugmyndir fyrir kælingu

Sent: Sun 29. Nóv 2009 01:21
af chaplin
Oft er góð hugmynd að skipta um kælikrem og 100% rykhreinsa! Ég gerði það og lækkaði um sirka +15°c í endan. Ef þú kaupir MX-2 kælikrem og háþrýstiloft skal ég gera það fyrir þig fyrir eitthverja skemmtilega tölvuíhluti. +3800 amd and you got ur self a deal, skoða annað dót líka.. :P

Re: 8800GT Vantar góðar hugmyndir fyrir kælingu

Sent: Sun 29. Nóv 2009 03:21
af Oak
ég hugsa að ég geri það sjálfur en takk samt :8)

Re: 8800GT Vantar góðar hugmyndir fyrir kælingu

Sent: Sun 29. Nóv 2009 09:31
af blitz
Ég sendi fyrirspurn á tölvulistann og þeir geta reddað þessu á 5900

http://www.arctic-cooling.com/catalog/p ... 2_&mID=105

Strappar 120mm viftu á þetta og þú ert í góðum málum

Re: 8800GT Vantar góðar hugmyndir fyrir kælingu

Sent: Sun 29. Nóv 2009 11:47
af Taxi
Svo er það líka konungur kælinga á þetta kort, dýr en líklega sú besta. http://www.kisildalur.is/?p=2&id=737

Re: 8800GT Vantar góðar hugmyndir fyrir kælingu

Sent: Sun 29. Nóv 2009 12:06
af Oak
held að ég verði að gleyma þessu gleymdi því að endinn á skjákortinu fer smá á milli hdd og flestar þessar kælingar eru allt kortið þannig að ég kem þessu ekki fyrir :( hugsa þetta eitthvað betur þegar að ég uppfæri tölvuna. Hugsa að ég geri bara eins og daanielin sagði svona meðan að ekkert kemst fyrir.

þarf samt að fara að losa mig við eitthvað af þessum littlu diskum og fá mér eitthvað aðeins stærra til að fækka þeim.

Takk fyrir svörin :)

Re: 8800GT Vantar góðar hugmyndir fyrir kælingu

Sent: Sun 29. Nóv 2009 20:34
af littli-Jake
daanielin skrifaði:Oft er góð hugmynd að skipta um kælikrem og 100% rykhreinsa! Ég gerði það og lækkaði um sirka +15°c í endan. Ef þú kaupir MX-2 kælikrem og háþrýstiloft skal ég gera það fyrir þig fyrir eitthverja skemmtilega tölvuíhluti. +3800 amd and you got ur self a deal, skoða annað dót líka.. :P


Var ég að missa af einhverju..... kælikrem á skjákorti?

Re: 8800GT Vantar góðar hugmyndir fyrir kælingu

Sent: Sun 29. Nóv 2009 20:49
af chaplin
littli-Jake skrifaði:
daanielin skrifaði:Oft er góð hugmynd að skipta um kælikrem og 100% rykhreinsa! Ég gerði það og lækkaði um sirka +15°c í endan. Ef þú kaupir MX-2 kælikrem og háþrýstiloft skal ég gera það fyrir þig fyrir eitthverja skemmtilega tölvuíhluti. +3800 amd and you got ur self a deal, skoða annað dót líka.. :P


Var ég að missa af einhverju..... kælikrem á skjákorti?

Okey okey.. hitaleiðandikrem eins og þetta heitir.

Re: 8800GT Vantar góðar hugmyndir fyrir kælingu

Sent: Sun 29. Nóv 2009 20:51
af Nariur
littli-Jake skrifaði:
daanielin skrifaði:Oft er góð hugmynd að skipta um kælikrem og 100% rykhreinsa! Ég gerði það og lækkaði um sirka +15°c í endan. Ef þú kaupir MX-2 kælikrem og háþrýstiloft skal ég gera það fyrir þig fyrir eitthverja skemmtilega tölvuíhluti. +3800 amd and you got ur self a deal, skoða annað dót líka.. :P


Var ég að missa af einhverju..... kælikrem á skjákorti?


já, á milli kælingarinnar og kortsins sjálfs

Re: 8800GT Vantar góðar hugmyndir fyrir kælingu

Sent: Sun 29. Nóv 2009 21:05
af GullMoli
Áður en þú ferð nú að fjárfesta í einhverju þá myndi ég prufa að snúa viftunni á hliðinni við, svo hún blási inn. Held að það sé almennt séð betra að láta hana blása lofti inn og á tölvuíhlutina heldur en út.

Re: 8800GT Vantar góðar hugmyndir fyrir kælingu

Sent: Sun 29. Nóv 2009 22:16
af Narco
Utan þess að ég vil leggja áherslu á að halda öllu rykfríu þá er einnig mikilvægt sérstaklega ef verið er að nota gamla driverinn sem fylgdi að updata drivera. Er líka sammála því að thermal pastið á nokkurra ára gömlu korti getur verið farið að láta á sjá.
Vil bæta hér við að ég tek kassan og fer á næsta verkstæði sem ég finn og fæ að nota hjá þeim pressuna til að hreinsa kassann, bara passa að halda við vifturnar annars snúast þær svo mikið að þær fara að framleiða spennu sem steikir þær i köku [-X

Re: 8800GT Vantar góðar hugmyndir fyrir kælingu

Sent: Mán 30. Nóv 2009 00:37
af Oak
GullMoli skrifaði:Áður en þú ferð nú að fjárfesta í einhverju þá myndi ég prufa að snúa viftunni á hliðinni við, svo hún blási inn. Held að það sé almennt séð betra að láta hana blása lofti inn og á tölvuíhlutina heldur en út.

Hún blæs inn :)

Re: 8800GT Vantar góðar hugmyndir fyrir kælingu

Sent: Mán 30. Nóv 2009 00:43
af chaplin
GullMoli skrifaði:Áður en þú ferð nú að fjárfesta í einhverju þá myndi ég prufa að snúa viftunni á hliðinni við, svo hún blási inn. Held að það sé almennt séð betra að láta hana blása lofti inn og á tölvuíhlutina heldur en út.

Þetta hef ég bara aldrei heyrt áður en væri til að prufa þetta.. hvernig ætlaru annars að fara af því að snúa viftunni við? :lol:

Re: 8800GT Vantar góðar hugmyndir fyrir kælingu

Sent: Mán 30. Nóv 2009 11:01
af GullMoli
daanielin skrifaði:
GullMoli skrifaði:Áður en þú ferð nú að fjárfesta í einhverju þá myndi ég prufa að snúa viftunni á hliðinni við, svo hún blási inn. Held að það sé almennt séð betra að láta hana blása lofti inn og á tölvuíhlutina heldur en út.

Þetta hef ég bara aldrei heyrt áður en væri til að prufa þetta.. hvernig ætlaru annars að fara af því að snúa viftunni við? :lol:


Fannst ég hafa lesið að viftan blæsi út. Ég held að þú sért að misskilja eitthvað daanielin, ég er að tala um að skrúfa viftuna einfaldlega af hliðinni á kassanum, snúa henni og srúfa/festa aftur á kassann.