Síða 1 af 1

Hvar finn ég viftu/kælingu á Northbridge?

Sent: Lau 28. Nóv 2009 19:49
af addi32
Er með gamalt Abit A17 móðurborð og viftan (sjá mynd) á Northbridge-inu er farin. Búinn að vera leita út um allt af nýrri viftu sem ég gæti skipt út en ekkert gengið.

Hefur einhver hugmynd hver selur svona kælingu (sem er spennt undir svona hálfhringi)?

Viftan
Mynd

Móðurborðið
Mynd

Re: Hvar finn ég viftu/kælingu á Northbridge?

Sent: Lau 28. Nóv 2009 19:52
af Ulli

Re: Hvar finn ég viftu/kælingu á Northbridge?

Sent: Lau 28. Nóv 2009 20:01
af addi32
Var búinn að sjá þessa, en þessi er skrúfuð á móðurborðið, ekki spennt undir og á Abit móðurborðinu. Er eitthvað hægt að fiffa það?

Re: Hvar finn ég viftu/kælingu á Northbridge?

Sent: Lau 28. Nóv 2009 20:06
af kazgalor
http://tl.is/vara/17312

þessi er betri, engin vifta. ég setti svona á msi móðurborð í fyrra, easy peasy.

Re: Hvar finn ég viftu/kælingu á Northbridge?

Sent: Lau 28. Nóv 2009 20:07
af SteiniP
Ég átti svona móðurborð og viftan fór á því. Ég festi svona zalman kubb með einhverjum vír vafinn utan um CPU kælinguna.

Það er líka hægt að fá sérstakt hitaleiðandi lím til að festa svona, en þá ertu ekkert á leiðinni að taka það af aftur.

Re: Hvar finn ég viftu/kælingu á Northbridge?

Sent: Sun 29. Nóv 2009 00:43
af addi32
Takk fyrir svörin, ætla prufa þetta. Var að skoða nokkrar netverslanir og fann ekki svona hitaleiðandi lím. Selja allar búðir svona eða?

Re: Hvar finn ég viftu/kælingu á Northbridge?

Sent: Sun 29. Nóv 2009 00:52
af SteiniP
Ég veit það ekki, prófaðu að spurja þá í íhlutum.

Re: Hvar finn ég viftu/kælingu á Northbridge?

Sent: Sun 29. Nóv 2009 01:03
af addi32
Prufa það, ef þeir eiga það ekki þá á það örugglega enginn.... eiga allt til.

Re: Hvar finn ég viftu/kælingu á Northbridge?

Sent: Sun 29. Nóv 2009 01:15
af chaplin
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1107

Þessi er hooooly! 100 leiðir til að festa við borðið. 100% silent og góóóð kæling!

Awesomeness, approved!

Re: Hvar finn ég viftu/kælingu á Northbridge?

Sent: Sun 29. Nóv 2009 01:17
af Pandemic
Keypti svona líma á sínum tíma í TASK getur prófað að tala við þá í Digital.

Re: Hvar finn ég viftu/kælingu á Northbridge?

Sent: Sun 29. Nóv 2009 01:31
af Glazier
daanielin skrifaði:http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1107

Þessi er hooooly! 100 leiðir til að festa við borðið. 100% silent og góóóð kæling!

Awesomeness, approved!

Var einmitt að spá í að linka á þessa en var ekki viss hvort þetta passaði hjá honum svo ég sleppti því :)

Re: Hvar finn ég viftu/kælingu á Northbridge?

Sent: Sun 29. Nóv 2009 01:36
af chaplin
Jújú, sýnist hún smellpassa.. =)