Síða 1 af 1

AUTO TUNE Í CATALYST.

Sent: Fös 27. Nóv 2009 17:36
af Narco
Er með eins og sést hér fyrir neðan 4890 kortið og var að velta því fyrir mér hvort einhver hafi prufað að nota autotune í catalyst overclock menu. Held að þetta geri hlutina ekki rétt t.d. hækkar þetta bara tíðnina en ekki voltin?
Endilega varpið ljósi á þetta hjá mér, er enginn overclocker en er forvitinn.

Re: AUTO TUNE Í CATALYST.

Sent: Fös 27. Nóv 2009 19:17
af Narco
Bump.

Re: AUTO TUNE Í CATALYST.

Sent: Fös 27. Nóv 2009 19:28
af palmi6400

Re: AUTO TUNE Í CATALYST.

Sent: Fös 27. Nóv 2009 20:21
af einarhr
Ég hef notað Autotune og það hækkar bara GPU clock og Memory clock. Ég hef nú ekki fundið neinn sérstakan mun, kanksi vegna þess að ég er með Aflgjafa sem er alveg á mörkunum að duga fyrir kortið mitt. Er með nýjan í pöntun og þá verður gaman að sjá hvað maður getur fengið mikið út úr kortinu.

BTW eitt Bump á 24 klst fresti ;)

Re: AUTO TUNE Í CATALYST.

Sent: Fös 27. Nóv 2009 21:40
af Narco
Þetta er allt í lagi ég er ekkert að overclocka en það hefði verið gaman að vita er þetta traustur fídus eða ekki, það er nú allt og sumt. :D

Re: AUTO TUNE Í CATALYST.

Sent: Fös 27. Nóv 2009 22:03
af Ulli
Narco skrifaði:Þetta er allt í lagi ég er ekkert að overclocka en það hefði verið gaman að vita er þetta traustur fídus eða ekki, það er nú allt og sumt. :D


virkaði hjá mér án teljandi vandræða,fór með core í 890 og mem 1290.
Hitin á kortinu breytist ekkert.

Re: AUTO TUNE Í CATALYST.

Sent: Lau 28. Nóv 2009 00:29
af Narco
Jæja, ég lét freistast og keyrði helv.... autotune, það gekk bara vel og fór úr 880 í 990Mhz í gpu og úr 999 í 1119Mhz á minni.
Síðan keyrði ég dótið á smá testi oooog það fraus, en þá mundi ég að autotune þegar það tunar þá er það ekkert að taka á gpu, allavegana ekki nóg svo ég lækkaði niður í 975 og 1100 og eftir það var alveg sama hvað ég gerði það var alveg rocksolid. Takk fyrir mig.