Síða 1 af 1

500GB Seagate

Sent: Mið 25. Nóv 2009 15:41
af Geimskip
Almáttugur... nú var að hrynja hjá mér annar 500 GB Seagate SATA diskurinn á þessu ári! Hvað er að gerast? Ég hélt að þetta ætti að heita það besta og áreiðanlegasta...
Hvað á maður að versla sér í staðinn?

Re: 500GB Seagate

Sent: Mið 25. Nóv 2009 15:43
af MrT
Western Digital.. Hélt að allir væru búnir að læra það. :P

Re: 500GB Seagate

Sent: Mið 25. Nóv 2009 15:56
af gardar
Samsung \:D/

Re: 500GB Seagate

Sent: Mið 25. Nóv 2009 16:01
af SteiniP
Skiptir engu máli, þetta er allt sama viðkvæma draslið.

Bara hvað sem þú gerir ekki kaupa WD green power :evil:

Re: 500GB Seagate

Sent: Mið 25. Nóv 2009 16:13
af Ulli
SteiniP skrifaði:Skiptir engu máli, þetta er allt sama viðkvæma draslið.

Bara hvað sem þú gerir ekki kaupa WD green power :evil:


why?

Re: 500GB Seagate

Sent: Mið 25. Nóv 2009 16:21
af SteiniP

Re: 500GB Seagate

Sent: Mið 25. Nóv 2009 16:42
af KermitTheFrog
Annaðhvort ertu óheppinn með eintök eða þú einfaldlega kannt ekki að fara með harða diska.

Alveg sama hvort þú kaupir Samsung, Seagate, WD eða hvað annað. Þetta er allt jafn ólíklegt til að feila.

Re: 500GB Seagate

Sent: Mið 25. Nóv 2009 16:45
af BjarniTS
KermitTheFrog skrifaði:Annaðhvort ertu óheppinn með eintök eða þú einfaldlega kannt ekki að fara með harða diska.

Alveg sama hvort þú kaupir Samsung, Seagate, WD eða hvað annað. Þetta er allt jafn ólíklegt til að feila.


Núna er ég búinn að eiga fjöldan allan af diskum.
Bara einn skemmt faktístk há mér.
Held einmitt að þetta sé það að menn kunni ekki að fara með.

Re: 500GB Seagate

Sent: Mið 25. Nóv 2009 16:50
af Gunnar
hvernig er ekki hægt að kunna að fara með harðan disk?
þú færð hann setur hann varlega í hanskahólfið á bílnum. keyrir heim tekur hann úr plastinu og setur hann varklega í bracketið eða festinguna á turninum og tengið við.
svo hreyfist hann ekkert meira næstu 2 árin eða svo ;)

Re: 500GB Seagate

Sent: Mið 25. Nóv 2009 16:50
af Halli25
BjarniTS skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:Annaðhvort ertu óheppinn með eintök eða þú einfaldlega kannt ekki að fara með harða diska.

Alveg sama hvort þú kaupir Samsung, Seagate, WD eða hvað annað. Þetta er allt jafn ólíklegt til að feila.


Núna er ég búinn að eiga fjöldan allan af diskum.
Bara einn skemmt faktístk há mér.
Held einmitt að þetta sé það að menn kunni ekki að fara með.

Sammála en auðvitað leynast mánudagseintök inná milli ;)

Re: 500GB Seagate

Sent: Lau 28. Nóv 2009 11:25
af Geimskip
Svo kemur bara í ljós að það er ekkert að Seagate disknum heldur var Samsung 500GB Sata diskurinn hruninn hjá mér... og var að senda röng skilaboð í allar áttir. Hugsa að ég gefi þá Seagate annað tækifæri.

Re: 500GB Seagate

Sent: Lau 28. Nóv 2009 11:36
af GuðjónR
Speki dagsins: "Allir diskar hrynja, bara tímaspursmál"

Re: 500GB Seagate

Sent: Lau 28. Nóv 2009 11:46
af Glazier
Það var reyndar að hrinja einn 320 gb Seagate hjá mér núna 2-3 mánaðar gamall.
Og um daginn hrundi einn 500 gb Seagate sem var tæplega eins árs.. :S
Og ég var mátulega búinn að kaupa mér 1 TB flakkara um daginn með seagate disk og ég sé eftir því að hafa ekki tekið eitthvað annað, því ef hann hrynur þá tapast mikið af gögnum :/

Re: 500GB Seagate

Sent: Lau 28. Nóv 2009 11:48
af lukkuláki
GuðjónR skrifaði:Speki dagsins: "Allir diskar hrynja, bara tímaspursmál"


Mikið rétt þetta getur allt bilað og það hvenær sem er - ! -
Samsung *HROLLUR* =; Það fer ekki í mínar vélar.

Samt er fáránlegt hvað menn eru lengi að læra að vera EKKi með mikilvæg gögn á einum stað !
Vera með þetta á amk 2 diskum helst 3

Re: 500GB Seagate

Sent: Lau 28. Nóv 2009 11:56
af GuðjónR
Það hrundi hjá mér 500gb ide WD diskur um daginn, þegar ég loksins nennti að grafa upp nótuna þá var liðið eitt ár og 2 dagar frá kaupunum.
Þannig að, engin ábyrgð :(

Re: 500GB Seagate

Sent: Lau 28. Nóv 2009 11:57
af Glazier
GuðjónR skrifaði:Það hrundi hjá mér 500gb ide WD diskur um daginn, þegar ég loksins nennti að grafa upp nótuna þá var liðið eitt ár og 2 dagar frá kaupunum.
Þannig að, engin ábyrgð :(

Er ekki 2 ára ábyrgð ?

Re: 500GB Seagate

Sent: Lau 28. Nóv 2009 12:01
af lukkuláki
GuðjónR skrifaði:Það hrundi hjá mér 500gb ide WD diskur um daginn, þegar ég loksins nennti að grafa upp nótuna þá var liðið eitt ár og 2 dagar frá kaupunum.
Þannig að, engin ábyrgð :(


Jú jú það er lögbundin 2 ára ábyrgð ! Ekkert múður með það.
Getur líka prófað að fletta diskinum upp hér http://websupport.wdc.com/warranty/serialinput.asp
Ef hann er í ábyrgð úti þá ættirðu að geta fengið þá til að bæta þér hann.
Stundum er 3 - 5 ára verksmiðjuábyrgð á diskum þó það sé bara gefin 2 ára ábyrgð á Íslandi.

Re: 500GB Seagate

Sent: Lau 28. Nóv 2009 12:02
af GuðjónR
Glazier skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Það hrundi hjá mér 500gb ide WD diskur um daginn, þegar ég loksins nennti að grafa upp nótuna þá var liðið eitt ár og 2 dagar frá kaupunum.
Þannig að, engin ábyrgð :(

Er ekki 2 ára ábyrgð ?


Þeir hengdu sig á það að ég keypti ekki út á mína persónulegu kennitölu heldur *.ehf sem ég á...sömu buxur sitthvor vasinn.
Og þá er víst bara eitt ár.
:hnuss

Re: 500GB Seagate

Sent: Lau 28. Nóv 2009 12:03
af lukkuláki
GuðjónR skrifaði:
Glazier skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Það hrundi hjá mér 500gb ide WD diskur um daginn, þegar ég loksins nennti að grafa upp nótuna þá var liðið eitt ár og 2 dagar frá kaupunum.
Þannig að, engin ábyrgð :(

Er ekki 2 ára ábyrgð ?


Þeir hengdu sig á það að ég keypti ekki út á mína persónulegu kennitölu heldur *.ehf sem ég á...sömu buxur sitthvor vasinn.
Og þá er víst bara eitt ár.
:hnuss



Oj bara ! Hvaða fyrirtæki var þetta ?

Re: 500GB Seagate

Sent: Lau 28. Nóv 2009 12:04
af blitz
Fékkstu ekki VSK endurgreiddan þá?

En það er alltaf þannig, 1árs ábyrgð ef keypt útá fyrirtæk :)

Re: 500GB Seagate

Sent: Lau 28. Nóv 2009 12:05
af GuðjónR
lukkuláki skrifaði:Stundum er 3 - 5 ára verksmiðjuábyrgð á diskum þó það sé bara gefin 2 ára ábyrgð á Íslandi.

Þá komum við að öðrum vinkli, ábyrgðarmál eru oftar en ekki svik og blekkingar.
Þó að WD auglýsi 3 eða 5 ára ábyrgð á "öllum" sínum diskum þá er raunin allt önnur.
Ég fór á support síðuna þeirra, sló inn serial af HD og fékk þá upp að þar sem hann er "Made in Hong Kong" en ekki USA þá er bara eins árs alþjóðleg ábyrgð.

Fúlt...en svona er þetta....life sucks.

blitz skrifaði:Fékkstu ekki VSK endurgreiddan þá?

Jú ég innskattaði hann á sínum tíma.

lukkuláki skrifaði:Oj bara ! Hvaða fyrirtæki var þetta ?

Computer.is

Re: 500GB Seagate

Sent: Lau 28. Nóv 2009 14:00
af Ulli

Re: 500GB Seagate

Sent: Fim 03. Des 2009 08:51
af stebbi-
bara skella því hérna inn fyrir þá sem vilja vita það að nýlegustu Seagate diskarnir eru víst eitthvað spooky....aðalega ef verið er að ræða um 320+ í stærð
þar undir fer þetta að vera öruggara en mér finnst það bara lélegt.....var sjálfur með 500gb seagate sem bara dó og var fullur af yndislegu efni sem er farið for ever núna.....ekki gaman....þannig að þeir diskar sem ég veit að geta verið öruggir en ekki 100%(er það aldrei) eru Western Digital, Samsung og Hitachi.
Ef ég kemst að einhverjum fleirum upplýsingum skal ég glaður henda því hérna inn sem ágætur guide þegar fólk fer að fersla sér nýtt.