Mæli nú með því að tengja sem flestar snúrur áður en þú setur skjákortið og önnur aukakort í og ef þú vilt hafa þetta snyrtilegt, einnig er yfirleitt þægilegra að setja hörðu diskana og drifin í áður en þú ferð að setja skjákortið í, þar sem oftast er erfiðara aðgengi að þeim heldur en kortunum

Einnig gott um leið og gengið er frá köplum fyrir harða diskinn að draga straumkapalinn fyrir skjákortið (ef þess þarf) og ganga frá honum, þar sem aðgengi getur einnig verið erfitt þegar kortið er komið í kassann

Mín röð er:
Jarðtengja sig
Örgjörvi og kæling sett á móðurborð, vinnsluminni sett í (muna eftir kælikremi/hitaleiðandikermi, ekki setja of mikið eða of lítið, aðeins nóg til að þekja örgjörvann)
Aflgjafi settur í kassa og móðurborðið sett þar ofan í og skrúfað fast
Tengi fyrir díóður og takka framan á kassa sett í og gengið vel frá köplum.
Afltengi sett í móðurborð (muna eftir að tengja bæði 20/24-pinna og 4/8 pinna) og aflsnúra fyrir skjákort dregin og gengið snyrtilega frá
Harðir diskar og drif sett í og tengd
Skjákort og önnur kort sett í
Tölvan ræst og BIOS stilltur.
Alltaf gefa sér tíma áður en sett er saman í nýjan kassa að hugsa sér hvar bezt sé að draga kaplana, verður snyrtilegra og þægilegra í umgengni seinna meir, auk þess sem að loftflæði helst í hámarki þar sem flest allar snúrur liggja sem næst öðrum hlutum kassans.