Spennugjafi Mjög heitur eftir "hreinsun"

Skjámynd

Höfundur
kazgalor
Ofur-Nörd
Póstar: 239
Skráði sig: Lau 15. Ágú 2009 04:38
Reputation: 0
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Spennugjafi Mjög heitur eftir "hreinsun"

Pósturaf kazgalor » Fös 20. Nóv 2009 16:10

Hæhæ, ég var að skipta um kassa í dag, tók allt úr gamla kassanum og setti í nýja. svo eftir að hafa haft kveikt á vélinni í c.a. 15 min þá tók ég eftir skrítinni lykt og tók þá jafnframt eftir að spennugjafinn var orðinn rosalega heitur, ég get varla haldið hendinni á honum. Ég tók spennugjafann og reyndi að blása ryk útúr honum þegar ég tók hann úr gamla kassanum, ég var að spá hvort það getur hafa verið vandamálið, eins er ég ekki viss hvort að viftan í spennugjafanum virki eða ekki. Hvað er best að gera í þessu? Ég tými varla að skipta honum út fyrren ég veit að það er eithvað að honum, en ef hann heldur áfram að vera svona heitur er ég hræddur um að hann brenni yfirum og drepi kannski eithvað annað í tölvunni minni.


EDIT: ég prufaði að tengja viftuna í spennugjafanum í annað tengi á móðurborðinu og hún er allavega pottþétt í gangi núna og hún er að kólna, ég reikna með því að vandamálið hafi verið viftan.


i5 6600k Asus Z170k 16GB DDR4 MSI GTX 1070

Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2102
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 308
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Spennugjafi Mjög heitur eftir "hreinsun"

Pósturaf einarhr » Fös 20. Nóv 2009 16:20

Með hverju bléstu úr aflgjafanum? Ef loftpressa er notuð þá er oft mikill þrýstingur á loftinu og það á til að eyðileggja viftur í tölvubúnaði ef það er ekki haldið við viftuna þegar blásið er úr td aflgjafanum. Legur eiga til að eyðileggjast þegar viftunar snúast of hratt. einnig getur verið ryk (ló) sem er kanski fast í viftunni eftir að þú hreinsaðir. Spurining að reyna að hreyfa við viftunni aðeins þegar slökkt er á honum og sjá hvort viftan snúist auðveldlega.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

Höfundur
kazgalor
Ofur-Nörd
Póstar: 239
Skráði sig: Lau 15. Ágú 2009 04:38
Reputation: 0
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Spennugjafi Mjög heitur eftir "hreinsun"

Pósturaf kazgalor » Fös 20. Nóv 2009 16:28

Ég blés bara úr henni sjálfur, ég á ekki loftpressu hérna heima, en já ég vissi af þessu með legurnar, þessvegna heldur maður alltaf í vifturnar þegar maður notar loftpressu. En mér heyrist þegar ég slekk á vélinni að spennugjafaviftan skrapist utaní eithverstaðar, og eins þá stoppar hún mjög hratt. En er eithvað sem maður getur gert í því annað en að rífa hann úr og tæta hann í sundur?


i5 6600k Asus Z170k 16GB DDR4 MSI GTX 1070

Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2102
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 308
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Spennugjafi Mjög heitur eftir "hreinsun"

Pósturaf einarhr » Fös 20. Nóv 2009 16:40

Farðu varlega ef þú ætlar að opna Aflgjafan, það getur verið spenna á honum í svolítin tíma eftir að slökkt er á honum og hann tekinn úr sambandi.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

Höfundur
kazgalor
Ofur-Nörd
Póstar: 239
Skráði sig: Lau 15. Ágú 2009 04:38
Reputation: 0
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Spennugjafi Mjög heitur eftir "hreinsun"

Pósturaf kazgalor » Fös 20. Nóv 2009 17:12

Já, æji ég læt það eiga sig á meðan þetta virkar, núna er hann orðinn bara kaldur að ofan, svo það hlítur að hafa verið viftan sem var ekki að snúast. Takk fyrir hjálpina :)


i5 6600k Asus Z170k 16GB DDR4 MSI GTX 1070