Síða 1 af 1

Tölvukaup fyrir 60-70k

Sent: Fim 19. Nóv 2009 20:15
af stefand0g
Sælir, félagi minn ætlar að uppfæra tölvuna sína en við höfum ekki hugmynd hvað væri best fyrir hann að kaupa..
Semsagt hann ætlar að nota tölvuna mest í leiki en einnig fyrir word og svoleiðis uppá skólann, hann er að spá í að eyða svona 60-70þús kr. í uppfærsluna en hann er með skjá, mús og lyklaborð til staðar. Við vorum mest svona að spá í einhverju sniðugu uppfærsluturn en hvað ætti hann að kaupa sér? Engar sérkröfur annars á hvort þetta sé AMD eða Intel, tölvan þarf bara að virka;)

Re: Tölvukaup fyrir 60-70k

Sent: Fim 19. Nóv 2009 20:25
af Hnykill
Hvernig er tölvan sem á að fara uppfæra? gott að hafa smá samanburð. ertu þá að meina heilan kassa á 60-70 kall?
s.s móðurborð, örgjörva, minni, harðan disk, skjákort og aflgjafa?

Re: Tölvukaup fyrir 60-70k

Sent: Fim 19. Nóv 2009 20:25
af vesley
fínt að segja frá hvað hann er með fyrir til að sjá hvort hann gæti nýtt sér eitthvað .

Re: Tölvukaup fyrir 60-70k

Sent: Fim 19. Nóv 2009 20:33
af stefand0g
Sælir, heyrðu tölvan hans datt í neistaflug en hún var orðin eldgömul og ekkert hugsað um hana þannig séð. Ekkert hægt að nýta úr henni.. en já erum s.s. að spá í svona uppfærsluturna eins og t.d. http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=18936 - hann þarf semsagt ekki skjá, mus, lyklaborð etc. :P

Re: Tölvukaup fyrir 60-70k

Sent: Fim 19. Nóv 2009 22:07
af Lallistori
Myndi nú frekar reyna finna eitthverja betri notaða vél fyrir sama pening.

Re: Tölvukaup fyrir 60-70k

Sent: Fim 19. Nóv 2009 22:45
af Hnykill
Lallistori skrifaði:Myndi nú frekar reyna finna eitthverja betri notaða vél fyrir sama pening.

sammála þarna. færð margfald betri tölvu hérna notaða en þennan uppfærslupakka

Re: Tölvukaup fyrir 60-70k

Sent: Fim 19. Nóv 2009 22:54
af Lallistori
Hvaða leiki mun vélin vera notuð í ?

http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=26172 þessi er fín í 1.6 og source. Hæsta boð 30 k

http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=26169 hæsta boð 55k

Re: Tölvukaup fyrir 60-70k

Sent: Fim 19. Nóv 2009 23:53
af SteiniP
Þú færð ekkert meira en góða skrifstofuvél eða cs vél fyrir 70k.
Hvaða leiki er hann að spila?

Re: Tölvukaup fyrir 60-70k

Sent: Fim 19. Nóv 2009 23:56
af intenz
Lallistori skrifaði:Myndi nú frekar reyna finna eitthverja betri notaða vél fyrir sama pening.

Alveg hjartanlega sammála.

Re: Tölvukaup fyrir 60-70k

Sent: Mán 23. Nóv 2009 21:44
af Narco
Hér eru einhverjar notaðar vélar, en mér finnst þær nú helst til dýrar hvað finnst ykkur um eitthvað af þessu fyrir strákinn?
http://www.tolvuvirkni.is/ip?inc=view&f ... V%C3%B6rur