Síða 1 af 1

Að kaupa 5Hv2 á amazon

Sent: Fim 19. Nóv 2009 17:50
af binnip
Ég er að spá í að kaupa þessi hérna http://www.amazon.co.uk/gp/product/B000 ... d_i=468294 af amazon.co.uk

mun það kosta mig eitthvað að flytja inn og svona?

Re: Að kaupa 5Hv2 á amazon

Sent: Fim 19. Nóv 2009 17:55
af Halli25
Enda á ca. 27-28 þúsund lent hjá þér... tollar og gjöld á heyrnatólum :)

Re: Að kaupa 5Hv2 á amazon

Sent: Fim 19. Nóv 2009 18:04
af dadik
Ef þú ferð í chekout hjá amazon færðu endanlega verðið með sendingarkostnaði. Þú getur margfaldað það með 1,1 (tollur) og 1,245 (virðisauki). Svo margfaldarðu með genginu á pundinu og bætir við 450kr sem er umsýslugjaldið hjá póstinum.

Kóði: Velja allt

Dæmið gæti litið ca. svona út:

Heyrnartól                  75,00
Sendingarkostnaður    10,00
---------------------------------------
Samtals                      85,00
* 10% tollur                 93,50
* 24,5 VSK                  116,40
* 206 (GBP)              23,979 kr.
+ 450 kr                 24,429 kr.


Færð þetta hingað komið á tæpan 25.000 kall.

Re: Að kaupa 5Hv2 á amazon

Sent: Fim 19. Nóv 2009 18:33
af binnip
Styrki þá frekar buy.is :)

Re: Að kaupa 5Hv2 á amazon

Sent: Fös 20. Nóv 2009 11:36
af Halli25
Það er líka 25% vörugjöld ofaná þetta og tollurinn er ekki 10% heldur 7.5%

svo líklega 29-30k lent meiri flutningur á þessu en ég hélt :)

Re: Að kaupa 5Hv2 á amazon

Sent: Fös 20. Nóv 2009 11:59
af methylman
Amazon sendir ekki raftæki út fyrir Bretlandseyjar bara bækur og DVD/CD

Re: Að kaupa 5Hv2 á amazon

Sent: Fös 20. Nóv 2009 12:04
af Cascade
methylman skrifaði:Amazon sendir ekki raftæki út fyrir Bretlandseyjar bara bækur og DVD/CD


Það er ekki alveg svona basic, þeir hafa stundum ákveðið að senda ákveðnar vörur til Íslands, td xbox