Síða 1 af 1

Firewire HDD

Sent: Mið 18. Nóv 2009 00:55
af Viktor
Sælir.
Var að velta því fyrir mér hvort það væru einhverjar utanáliggjandi Firewire SATAII hýsingar á Íslandi? Afhverju hefur maður aldrei séð svona tæki?

edit: Fann tvær hýsingar http://www.computer.is/vorur/3027 & http://www.att.is/product_info.php?prod ... a97828fba1

Er mikill munur á þessum tveimur fyrir utan eSATA & Firewire A/B?

Re: Firewire HDD

Sent: Mið 18. Nóv 2009 14:15
af Nariur
þessi hjá computer.is er fyrir IDE, ekki SATA diska

Re: Firewire HDD

Sent: Mið 18. Nóv 2009 14:45
af ZoRzEr
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... F800_ESata

Ég á þenann og hann er mjög góður. Firewire 400 og 800, esata og usb. Álbox og straumbreytirinn er byggður inn þannig það er bara ein power snúra út. En auðvitað er hann dýr.

Re: Firewire HDD

Sent: Mið 18. Nóv 2009 19:07
af Gúrú
Sallarólegur skrifaði:Var að velta því fyrir mér hvort það væru einhverjar utanáliggjandi Firewire SATAII hýsingar á Íslandi? Afhverju hefur maður aldrei séð svona tæki?


Einhver er nýbúinn að velta því fyrir sér hér og einhver sagði að það væri almennt mjög dýr búnaður(firewire) og hörðu diskarnir ynnu ekki hraðar en USB höndlar hvorteðer minnir mig.