Tenging diska, orkuþörf og raid...
Sent: Mið 18. Nóv 2009 00:33
Jæja, ég er með tvo 74gb WD Raptor 10.000rpm diska, er að fara að setja Windows upp og vil nota annan þeirra eða jafnvel báða í raid en er ekki alveg viss hvort það gangi alveg miðað við núverandi stöðu hjá mér. Uppsetningin hjá mér var þannig að ég var með gamlan 17gb Pata disk með XP Pro uppsett og svo 4 Sata diska og 1 Pata dvd skrifara, en svo eru 4 viftur tengdar í kassanum þannig að aflgjafinn minn var með svotil öll molex tengin í notkun nema kannski eitt
Svo eftir að Windows diskurinn dó um daginn þá ákvað ég að nota annan eða báða Raptor diskana í staðinn en ég hef smá áhyggjur af aflgjafanum
Sérstaklega þar sem ég var að kaupa mér Sata diskstýringarkort sem er á leiðinni til mín en það tekur 4 diska og myndi ég þá enda með 5 Sata diska (eða 6, með báða Raptor í raid), 1 Pata dvd skrifara og kannski 1 Pata disk í viðbót. Það myndi fullnýta öll tengin á aflgjafanum og gott betur en það, ég þyrfti þá líklega að aftengja vifturnar til að tengja allt 
Spurningin er því, þarf ég að fá mér nýjan aflgjafa? Eða kannski einn auka?
Svo ætla ég bráðum að uppfæra aðeins í tölvunni og fá mér betra skjákort, t.d. eitt af þessum sem eru með 1gb í minni, en þá þarf ég að sjálfsögðu nýjan/auka aflgjafa svo það er sniðugt að hafa það í huga.
Hugmyndir?
Spurningin er því, þarf ég að fá mér nýjan aflgjafa? Eða kannski einn auka?
Svo ætla ég bráðum að uppfæra aðeins í tölvunni og fá mér betra skjákort, t.d. eitt af þessum sem eru með 1gb í minni, en þá þarf ég að sjálfsögðu nýjan/auka aflgjafa svo það er sniðugt að hafa það í huga.
Hugmyndir?

