Já, ok, skemmtilegt að maður fái þann titil

Það er nú ekkert svakalega langt í það hjá mér

Og já, það má segja að skjákortið sé það eina slaka í tölvunni, svo er aflgjafinn farinn að verða svoldið slakur líka, amk. uppá framtíðina

En aftur on topic... Nú er ég aðeins að spá í Raid, og ég sé að móðurborðið mitt styður víst Raid 0, Raid 1 og Raid 0+1, hvað er sniðugast að nota? Planið var reyndar upphaflega að nota einn Raptor diskinn í aðaltölvuna og annan í annari vél sem ég ætla að setja upp sem sjónvarpsvél seinna, en þar sem þetta eru tveir nákvæmlega eins diskar þá er ég að spá svoldið í að prófa eitthvað Raid með þeim

Græði ég ekki svakalega á því uppá hraða þrátt fyrir að þeir séu drulluhraðvirkir fyrir?
Og svo ætla ég að setja Windows 7 upp, er þá ekki 64 bita útgáfan að gera góða hluti eða eru menn að lenda í svipuðu veseni og með 64 bita XP?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]