Síða 1 af 1

Smá vandamál með WD passport harðan disk

Sent: Þri 17. Nóv 2009 18:00
af siggigunnars
Sælir,

Nýr á þessu spjall, þetta virðist alger snilld.

Var að fá mér WD passport um daginn, virkar vel fyrir utan eitt vesen. Sjálfur diskurinn kemur aldrei upp í volumelist (t.d. í forritum þar sem ég ætla að loada beint af disknum) heldur kemur alltaf eitthvað WD smartware dæmi. Hafið þið lent í þessu eða hafið þið einhvern grun hvernig maður losnar við þetta. Hef engan áhuga á að nota forritin með þessu heldur aðeins að nota þetta sem harðan disk fyrir músík sem ég spila sem DJ. Diskurinn sérst þó sem harður diskur almennt (þannig að ég get opnað hann og svona, bara ekki inn í forritum).

Hér er mynd af vandamálin (þetta gerist þó í öllum forritum)
Mynd

Re: Smá vandamál með WD passport harðan disk

Sent: Þri 17. Nóv 2009 19:39
af siggigunnars
Ok hef nú fundið út hvernig á að unmounta þessum WD cd sem fylgir þessu. Vandamálið sem ég stend frammi fyrir núna er að diskurinn sjálfur kemur ekkert upp á listann. Á samaskonar græju sem er 1, 2 ára gömul og þar flýgur þetta inn 1, 2 og bingó... kannski best að fara niðrí tölvulista og henda þessu framan í þá...