Síða 1 af 1

Loftkæling á Vél

Sent: Mán 16. Nóv 2009 17:08
af machinehead
Daginn

Nú er ég búinn að færa tölvuna um stað og er hún núna beint undir glugganum.
Þá datt mér í hug hvort það væri ekki möguleiki að kaupa svona barka eins og settir eru á þurkara.

Láta annan endann úti við gluggann og hinn myndi ég festa við einhverja viftuna og láta hana blasa inn.
Haldið þið að þetta gangi upp, ætli barkinn taki með sér einhvern raka inn í vélina?

Re: Loftkæling á Vél

Sent: Mán 16. Nóv 2009 17:14
af Some0ne
Ég myndi aldrei beintengja svona barka við vélina, það myndast alltaf raki í svona túbu þarsem það verður væntanlega kaldara loft inní henni en er í kringum hana, en það væri ekkert að því að leggja svona frekar nálægt e-ri inntaksviftu, þetta væri samt soldið rigg fyrir kannski ekkert stórkostlega breytingu :)

Re: Loftkæling á Vél

Sent: Mán 16. Nóv 2009 17:23
af machinehead
Láta barkann þá bara liggja við hliðina á inntaksviftunni?

Re: Loftkæling á Vél

Sent: Mán 16. Nóv 2009 17:32
af SteiniP
Mynd

Re: Loftkæling á Vél

Sent: Mán 16. Nóv 2009 17:47
af machinehead
SteiniP skrifaði:Mynd


:?:

Re: Loftkæling á Vél

Sent: Mán 16. Nóv 2009 17:52
af ManiO
machinehead skrifaði:
SteiniP skrifaði:Mynd


:?:



Rakakúlur. Draga í sig raka.

Re: Loftkæling á Vél

Sent: Mán 16. Nóv 2009 17:54
af machinehead
ManiO skrifaði:
machinehead skrifaði:
SteiniP skrifaði:Mynd


:?:



Rakakúlur. Draga í sig raka.


Já mér hafði dottið það í hug. En er þetta nóg og hvar get ég fengið svona?

Re: Loftkæling á Vél

Sent: Mán 16. Nóv 2009 19:45
af SteiniP
Ég veit ekki hvort þetta dugar, en þetta dregur alveg vel í sig, þetta er sama draslið og er alltaf í skókössum og þannig.

Ég er búinn að vera í svipuðum pælingum og þetta er það besta sem mér datt í hug til að losna við rakann. :)

Re: Loftkæling á Vél

Sent: Mán 16. Nóv 2009 20:13
af chaplin
Hef lengi spáð í að gera það sama! :8)

Re: Loftkæling á Vél

Sent: Mán 16. Nóv 2009 20:13
af kazgalor
Ef það er frost úti þá verður rosalega þurrt loft inni, afþví að rakamagn í lofti eykst talsvert hratt eftir því sem loft hitnar. En ég var með svona barka fyrir löngu, virkaði fínt.

Re: Loftkæling á Vél

Sent: Mán 16. Nóv 2009 20:21
af Glazier
daanielin skrifaði:Hef lengi spáð í að gera það sama! :8)

Kaupa bara tvo svona barka sem eru sirka 120mm í þvermál og vera svo með 2x 120mm viftur á hliðinni á kassanum sem blása inn og láta barkana taka loft að utan þá ætti þetta að kæla fjandi vel :lol:

Re: Loftkæling á Vél

Sent: Mán 16. Nóv 2009 20:48
af littli-Jake
þú gætir sjálfsagt líka fengið þér innanhús AC

Re: Loftkæling á Vél

Sent: Þri 17. Nóv 2009 15:38
af machinehead
kazgalor skrifaði:Ef það er frost úti þá verður rosalega þurrt loft inni, afþví að rakamagn í lofti eykst talsvert hratt eftir því sem loft hitnar. En ég var með svona barka fyrir löngu, virkaði fínt.


Varstu þá með barkann beint úr glugga yfir í vél?