Ég er með hérna vél síðan um síðustu aldamót og samanstendur af þessum íhlutum:
Móðurborðið K7N2 Delta2-LSR: http://eu.msi.com/index.php?func=prodde ... cat3_no=89
CPU er Athlon 3000+ XP Barton.
Skjákort X1950 512mb ATI Sapphire kort.
Minni 2x1GB 400mhz cl2.5
550W Coolmax PSU
3 HDD í vélinni, samanstendur af seagate og WD diskar, einn með OS, eru 200-500gb per diskur.
Að sjálfsögðu eitt DVD drif, en þessir seinustu hlutir sem ég taldi upp skipta engu máli, but does not hurt, here goes.
Ég linka hérna á video ef þið viljið sjá þetta betur:
http://www.yourfilelink.com/get.php?fid=516550
Semsagt;
Tölvan POSTAR, ekki er hægt að komast í BIOSinn, og fljótlega eftir að tölvan er búinn að prófa minnið og finna alla HDD, þá er skjárinn svartur í 2-3 sek og poppar síðan upp gluggi með eftirfarandi villu?
TRAP 00000006 -------------------------EXCEPTION-------------------------------
Síðan þar fyrir neðan eru bara einhverjir random stafir og einhverjar tölur.
Ég á eftir að prófa að cleara CMOSinn en ég vildi henda þessari fyrirspurn eins fljótt og hægt væri svo fólk væri að skoða þetta meðan ég væri aðeins að dunda mér við þetta, en ég býst við því einfaldlega að móðurborðið hafið gefið upp öndina.
Málið er bara að ég hef aldrei séð svona áður nokkurntímann, og ætlaði bara að kanna hvort einhver hafi lennt í svipuðu.
Ég læt málið í hendur á Vaktinni, sýnið í hvað ykkur býr
*Bætt* -Googlaði-
Ég get ekki ýmindað mér að þetta sé NTLDR villa þar sem ég næ ekki einu sinni að boota af diski CD/DVD eða HDD þar sem ég kemst ekki einu sinni í BIOS.
ATH, þegar tölvan var kveikt voru engir flakkarar tengdir eða auka búnaður fyrir utan, skjá, lyklaborð og mús
Kær kveðja.....
P.S. Því miður er ég búinn að borða kleinuhringinn.