Skrítinn error eftir POST


Höfundur
Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1230
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Skrítinn error eftir POST

Pósturaf Selurinn » Sun 15. Nóv 2009 18:21

Sælir,

Ég er með hérna vél síðan um síðustu aldamót og samanstendur af þessum íhlutum:
Móðurborðið K7N2 Delta2-LSR: http://eu.msi.com/index.php?func=prodde ... cat3_no=89
CPU er Athlon 3000+ XP Barton.
Skjákort X1950 512mb ATI Sapphire kort.
Minni 2x1GB 400mhz cl2.5
550W Coolmax PSU
3 HDD í vélinni, samanstendur af seagate og WD diskar, einn með OS, eru 200-500gb per diskur.
Að sjálfsögðu eitt DVD drif, en þessir seinustu hlutir sem ég taldi upp skipta engu máli, but does not hurt, here goes.

Ég linka hérna á video ef þið viljið sjá þetta betur:
http://www.yourfilelink.com/get.php?fid=516550


Semsagt;
Tölvan POSTAR, ekki er hægt að komast í BIOSinn, og fljótlega eftir að tölvan er búinn að prófa minnið og finna alla HDD, þá er skjárinn svartur í 2-3 sek og poppar síðan upp gluggi með eftirfarandi villu?
TRAP 00000006 -------------------------EXCEPTION-------------------------------

Síðan þar fyrir neðan eru bara einhverjir random stafir og einhverjar tölur.

Ég á eftir að prófa að cleara CMOSinn en ég vildi henda þessari fyrirspurn eins fljótt og hægt væri svo fólk væri að skoða þetta meðan ég væri aðeins að dunda mér við þetta, en ég býst við því einfaldlega að móðurborðið hafið gefið upp öndina.
Málið er bara að ég hef aldrei séð svona áður nokkurntímann, og ætlaði bara að kanna hvort einhver hafi lennt í svipuðu.
Ég læt málið í hendur á Vaktinni, sýnið í hvað ykkur býr :)

*Bætt* -Googlaði-
Ég get ekki ýmindað mér að þetta sé NTLDR villa þar sem ég næ ekki einu sinni að boota af diski CD/DVD eða HDD þar sem ég kemst ekki einu sinni í BIOS.
ATH, þegar tölvan var kveikt voru engir flakkarar tengdir eða auka búnaður fyrir utan, skjá, lyklaborð og mús

Kær kveðja.....

P.S. Því miður er ég búinn að borða kleinuhringinn.
Síðast breytt af Selurinn á Sun 15. Nóv 2009 18:45, breytt samtals 3 sinnum.




Cascade
FanBoy
Póstar: 759
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Skrítinn error eftir POST

Pósturaf Cascade » Sun 15. Nóv 2009 18:39

Náttúrlega það fyrsta sem maður gerir er að clear-a CMOSinn

Prufaði það og segðu okkur hvað gerðist



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skrítinn error eftir POST

Pósturaf Danni V8 » Sun 15. Nóv 2009 18:45

Hvaða OS?

Fyrsta sem kom upp í Google við leit af "TRAP 00000006"

http://support.microsoft.com/kb/329903


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x


Höfundur
Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1230
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skrítinn error eftir POST

Pósturaf Selurinn » Sun 15. Nóv 2009 18:48

XP Pro 32-bit.

Googlaði sjálfur en þetta getur ekki komið því við, nokkrar ástæður:

1. Kemst ekki í BIOS með neinu móti.
2. Get ekki notað F11 til að velja boot staðsetningu.
3. Fæ þessa villu þrátt fyrir að ég aftengdi alla HDD's og drifið.

Ætli næsta mál á dagskrá verði ekki bara að grafa upp gamalt rykugt skjákort og minni :?



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skrítinn error eftir POST

Pósturaf emmi » Sun 15. Nóv 2009 19:00

Prófaðu að taka annan minniskubbinn úr eða jafnvel prófa annað minni.




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Skrítinn error eftir POST

Pósturaf biturk » Sun 15. Nóv 2009 19:08

vertu feginn að þú fáir þess villu þó upp, ég átti svona móðurborð og lét ´það ergja mig í tvo mánuði útaf því a ðþað kmo bara allt svart þegar þa ðstartaði og engin píp, villuskilaboð eða neitt annað :x


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


Höfundur
Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1230
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skrítinn error eftir POST

Pósturaf Selurinn » Fim 19. Nóv 2009 14:23

Jæja, kom henni loksins í gang.
Það sem ég þurfti að enda með að gera var....

Rífa allt úr kassanum, þar með móðurborðið líka og setti allt saman aftur.
Svo þegar ég startaði henni fór hún í gang eðlilega :?
Mjög dularfullt verð ég að segja.
Það var ekki einu sinni neitt ryk í kassanum.