Síða 1 af 1

Vantar ráðleggingu vaðandi Móðurborð og örgjörva

Sent: Sun 15. Nóv 2009 01:12
af spankmaster
ég er að hugsa um að fara uppfæra móðurborðið og örgjörfan minn (frá 2005, búið að endast nokkuð vel :D )

en ég er nokkuð slappur í því að finna út hvað er peningana virði í þessum efnum.
Budgetið hjá mér er sirka 50-60 þús og ég er meiri Intel maður heldur en AMD.

Þetta er tölva sem ég nota i tölvu leiki, (spila mest wow og vantar orðið öflugri CPU til að geta raidað með öllum addonunum mínum)

er einnig að hugsa um að kaupa mér nýjan skjá, ekki minni en 22" en hann þarf ekki að vera reyknaður með í budgetið (kaupi hann sennilega síðar)

Re: Vantar ráðleggingu vaðandi Móðurborð og örgjörva

Sent: Sun 15. Nóv 2009 01:34
af Gets
Örgjörfi 28.500 http://www.kisildalur.is/?p=2&id=705

Móðurborð 15.500 http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1038

Vinsluminni 17.500 http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1002

Samtals 61.500 og alveg killer uppfærsla fyrir peninginn.

En hvaða skjákort ertu að nota ?

Re: Vantar ráðleggingu vaðandi Móðurborð og örgjörva

Sent: Sun 15. Nóv 2009 01:36
af SteiniP
Það er ekkert víst að þú getir notað skjákortið áfram. Líklegast með AGP skjákort sem er úreltur staðall.

Re: Vantar ráðleggingu vaðandi Móðurborð og örgjörva

Sent: Sun 15. Nóv 2009 01:48
af Gets
SteiniP skrifaði:Það er ekkert víst að þú getir notað skjákortið áfram. Líklegast með AGP skjákort sem er úreltur staðall.


Einmitt það sem ég hugsaði :wink: ef það er þörf á að kaupa skjákort líka og jafnvel aflgjafa ef menn missa sig alveg í skjákortakaupum :lol: þá er þessi pakki farin að lýta svolítið öðruvísi út fyrir 60.000 kall :?

Re: Vantar ráðleggingu vaðandi Móðurborð og örgjörva

Sent: Sun 15. Nóv 2009 02:30
af Some0ne
Phenom II X2 550BE retail - http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1160
ASRock M3A780GXH/128M Móðurborð - http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1032
GeIL 2GB Value PC2-6400 DC - http://www.kisildalur.is/?p=2&id=439
Inno3D GeForce 9600GT 512MB -http://www.kisildalur.is/?p=2&id=684

Samtals 70.000 sléttar

Eins og hinir sögðu þá er mjög líklegt að skjákortið þitt passi ekki í nýja uppfærslu, þetta er svona low level entry uppfærsla myndi ég segja sem þú getur kryddað vel upp með því að kaupa þér betra skjákort seinna meir.

En þessi pakki myndi höndla WoW held ég alveg eins og bita af köku held ég

Re: Vantar ráðleggingu vaðandi Móðurborð og örgjörva

Sent: Sun 15. Nóv 2009 07:11
af spankmaster
Ég er með geforce 9800 með PCI exp rauf
Móðurborðið sem ég er með var alveg "state of the art" þegar það var keypt, aðal málið með það er bara að ég er bara með singel core 3.0 ghz CPU sem er ekki að gera sig lengur í leikina (höndlaði tildæmis ekki "Call of duty world at war" þótt allt annað í tölvunni hjá mér hafi gert það, og þar sem móðurborðið er orðið svona gamalt er frekar erfitt að fá dual core CPU sem það stiður ( pentium D)
Þannig að ég tel að skjákortið hjá mér ætti ekki að vera mesta vandamálið þó það mætti auðvitað alltaf vera betra.
Er líka með 2gb DDR2 vinslu minni
P.s. Power suply-ið hjá mér er 450W ef það skiptir máli :P

Re: Vantar ráðleggingu vaðandi Móðurborð og örgjörva

Sent: Sun 15. Nóv 2009 12:09
af Taxi
spankmaster skrifaði:Ég er með geforce 9800 með PCI exp rauf
Móðurborðið sem ég er með var alveg "state of the art" þegar það var keypt, aðal málið með það er bara að ég er bara með singel core 3.0 ghz CPU sem er ekki að gera sig lengur í leikina (höndlaði tildæmis ekki "Call of duty world at war" þótt allt annað í tölvunni hjá mér hafi gert það, og þar sem móðurborðið er orðið svona gamalt er frekar erfitt að fá dual core CPU sem það stiður ( pentium D)
Þannig að ég tel að skjákortið hjá mér ætti ekki að vera mesta vandamálið þó það mætti auðvitað alltaf vera betra.
Er líka með 2gb DDR2 vinslu minni
P.s. Power suply-ið hjá mér er 450W ef það skiptir máli :P

Fínt skjákort sem þú átt, taktu bara pakkann sem Gets benti á og þú ert í góðum málum, þú getur líka sleppt minnunum ef þú vilt, 2GB dugir í marga leiki. :wink:

Re: Vantar ráðleggingu vaðandi Móðurborð og örgjörva

Sent: Sun 15. Nóv 2009 15:19
af Nariur
það er verið að selja E8400 einhversstaðar hérna á spjallinu á 20þ, þú gætir tekið hann