Síða 1 af 1
Er ekki með rétt móðurborð, mistök við kaup!
Sent: Fös 13. Nóv 2009 00:47
af DoofuZ
Ég var að uppgvöta nýlega að ég væri líklega EKKI með rétta týpu af móðurborði í borðvélinni minni miðað við þá týpu sem ég valdi upphaflega. Var einmitt að finna reikninginn fyrir borðinu sem var keypt í júní 2005 í Start og þar sé ég svart á hvítu að ég var rukkaður fyrir DFI LanParty SLI-DR en það sem ég hef núna staðfest, bæði með því að skoða einn pínulítinn límmiða á borðinu sjálfu og með því að finna kassan utan af því, er að það sem ég fékk var DFI LanParty UT nF4 Ultra-D

Ég veit að það er komið meira en 4 ár frá kaupunum og ég þori varla að segja frá þessu þar sem ég hefði getað séð þetta strax á pakkningunni

en ég vildi bara segja frá þessu... Frekar ömurlegt líka að hafa ekki áttað mig á þessu strax því þá væri ein helsta breytingin sú að ég gæti tengt 8 Sata diska í staðinn fyrir 4

Annars eru þessi tvö móðurborð ekki svo ólík að örðru leyti.
Ég vil halda að þetta hafi einfaldlega bara verið mistök hjá manninum sem afgreiddi mig en hver veit, gæti svosem líka hafa verið eitthvað svindl í gangi, kannski seldu þeir mér aðeins slakari móðurborð en ég átti að fá til að græða en hver veit... verð bara að sætta mig við þetta og reyna að læra eitthvað af þessu

Mun amk. grandskoða alla reikninga og það að ég fái rétta vöru framvegis

Re: Er ekki með rétt móðurborð, mistök/(svindl?) við kaup!
Sent: Fös 13. Nóv 2009 00:51
af Krisseh
Ef þú ert með kvittun og berst ekki saman við móðurborð, prufaðu þá allavega að fara til þeirra og ræða við þá og sjá hvað þeir vilja gera í því!
Re: Er ekki með rétt móðurborð, mistök/(svindl?) við kaup!
Sent: Fös 13. Nóv 2009 01:39
af DoofuZ
Ég efast stórlega um að ég geti fengið einhverjar bætur hjá þeim, þó það hafi að vísu bara sést á einum stað hvaða týpa þetta var, s.s. á kassanum, að þá var það svo áberandi að ég hefði átt að taka vel eftir því sjálfur svo þetta er ekki bara þeim að kenna

Reyni bara að læra á þessum mistökum eins og ég hef gert hingað til eftir öll önnur mistök

Re: Er ekki með rétt móðurborð, mistök/(svindl?) við kaup!
Sent: Fös 13. Nóv 2009 01:44
af JohnnyX
Krisseh skrifaði:Ef þú ert með kvittun og berst ekki saman við móðurborð, prufaðu þá allavega að fara til þeirra og ræða við þá og sjá hvað þeir vilja gera í því!
kannski aðeins of langt síðan. Hefðu eflaust látið þig fá rétt ef að þú hefir sagt það strax.
Re: Er ekki með rétt móðurborð, mistök/(svindl?) við kaup!
Sent: Fös 13. Nóv 2009 01:47
af intenz
Ég myndi gleyma þessu, ekki séns að leiðrétta þetta eftir 4 ár.

Re: Er ekki með rétt móðurborð, mistök/(svindl?) við kaup!
Sent: Fös 13. Nóv 2009 01:56
af DoofuZ
Ég veit, enda var ég ekki að spá í því, var bara að fatta þetta fyrst núna, er mega svekktur og vildi bara deila sorgarsögu minni með ykkur

Þið gætuð líka lært eitthvað af þessu

Re: Er ekki með rétt móðurborð, mistök/(svindl?) við kaup!
Sent: Fös 13. Nóv 2009 07:51
af chaplin
Kannski fullseint að fara núna og vilja skila, en ef þú ætlaðir að fá LANParty
NF4 SLI-DR þá er það lengi vel talið eitt besta móðurborð allra tíma, sérstaklega í yfirklukkun. En aldrei að vita, ef þú tala við þá og segir þeim frá þessu er aldrei að vita nema þeir gefa þér aflátt af eitthverju sniðugu..

Re: Er ekki með rétt móðurborð, mistök/(svindl?) við kaup!
Sent: Fös 13. Nóv 2009 09:05
af Daz
daanielin skrifaði:Kannski fullseint að fara núna og vilja skila, en ef þú ætlaðir að fá LANParty
NF4 SLI-DR þá er það lengi vel talið eitt besta móðurborð allra tíma, sérstaklega í yfirklukkun. En aldrei að vita, ef þú tala við þá og segir þeim frá þessu er aldrei að vita nema þeir gefa þér aflátt af eitthverju sniðugu..

Gleraugum?
Re: Er ekki með rétt móðurborð, mistök/(svindl?) við kaup!
Sent: Fös 13. Nóv 2009 09:19
af emmi
Hahaha, góður.
Re: Er ekki með rétt móðurborð, mistök/(svindl?) við kaup!
Sent: Fös 13. Nóv 2009 13:21
af DoofuZ
Já, þessi var góður

En ég efast um að ég gæti fengið afslátt af einhverju þar sem þetta er álíka mikið mér að kenna og þeim

Svo versla ég yfirleitt ekki hjá þeim en ef ég geri það einhverntímann þá mun ég passa mig extra vel

Re: Er ekki með rétt móðurborð, mistök/(svindl?) við kaup!
Sent: Fös 20. Nóv 2009 13:37
af start
Sæll,
Leitt að heyra með þetta misræmi milli reiknings og þeirrar vöru sem þú fékkst, en ég get fullvissað þig um að ekkert óheiðarlegt liggur þar á baki. Nú eru amk 4 ár síðan og kanski erfitt að sjá hvað gerðist en ég er nokkuð viss um að starsfmaður hjá mér hafi verið að uppfæra verð á UT borðinu og óvart breytt SLI-DR borðinu og uppfært strikamerki ásamt verði.
Ég er einnig viss um að ef þú átt kassann utan af borðinu þá er verðmiðinn á því sama verð og er á nótunni þinni.
En nóg um það, það vill svo skemmtilega til að ég á svona móðurborð, DFI Lanparty SLI-DR 939 og til að bæta fyrir þennan misskilning þá máttu eiga það! Endilega kíktu í heimsókn.
Kv.
Vigfús
Re: Er ekki með rétt móðurborð, mistök/(svindl?) við kaup!
Sent: Fös 20. Nóv 2009 13:41
af intenz
Vá góð þjónusta hjá Start. Flottur Vigfús.
Re: Er ekki með rétt móðurborð, mistök/(svindl?) við kaup!
Sent: Fös 20. Nóv 2009 13:41
af urban
Þetta kallast að þjónusta viðskiptavin.
4 árum eftir kaup koma í ljós mistök.
og þau eru leiðrétt

Re: Er ekki með rétt móðurborð, mistök/(svindl?) við kaup!
Sent: Fös 20. Nóv 2009 14:21
af Some0ne
Allt er skárra en slæmt repp

Re: Er ekki með rétt móðurborð, mistök/(svindl?) við kaup!
Sent: Fös 20. Nóv 2009 15:15
af einarhr
start skrifaði:Sæll,
Leitt að heyra með þetta misræmi milli reiknings og þeirrar vöru sem þú fékkst, en ég get fullvissað þig um að ekkert óheiðarlegt liggur þar á baki. Nú eru amk 4 ár síðan og kanski erfitt að sjá hvað gerðist en ég er nokkuð viss um að starsfmaður hjá mér hafi verið að uppfæra verð á UT borðinu og óvart breytt SLI-DR borðinu og uppfært strikamerki ásamt verði.
Ég er einnig viss um að ef þú átt kassann utan af borðinu þá er verðmiðinn á því sama verð og er á nótunni þinni.
En nóg um það, það vill svo skemmtilega til að ég á svona móðurborð, DFI Lanparty SLI-DR 939 og til að bæta fyrir þennan misskilning þá máttu eiga það! Endilega kíktu í heimsókn.
Kv.
Vigfús

Re: Er ekki með rétt móðurborð, mistök/(svindl?) við kaup!
Sent: Fös 20. Nóv 2009 23:55
af DoofuZ
...

Jahá! Ég er bara næstum því orðlaus!

Ég mun hiklaust mæta á staðinn á morgun

Og að sjálfsögðu flýgur Start núna beint í sama flokk og Kísildalur og Att hvað mig varðar

Re: Er ekki með rétt móðurborð, mistök við kaup!
Sent: Lau 21. Nóv 2009 16:04
af demigod
Haha,
SNILLDAR þjónusta, hef reyndar aldrei mætt neinu nema frábæru viðmóti frá starfsmönnum hjá Start.is

Re: Er ekki með rétt móðurborð, mistök við kaup!
Sent: Lau 21. Nóv 2009 16:44
af JReykdal
Re: Er ekki með rétt móðurborð, mistök/(svindl?) við kaup!
Sent: Sun 22. Nóv 2009 17:07
af JohnnyX
start skrifaði:Sæll,
Leitt að heyra með þetta misræmi milli reiknings og þeirrar vöru sem þú fékkst, en ég get fullvissað þig um að ekkert óheiðarlegt liggur þar á baki. Nú eru amk 4 ár síðan og kanski erfitt að sjá hvað gerðist en ég er nokkuð viss um að starsfmaður hjá mér hafi verið að uppfæra verð á UT borðinu og óvart breytt SLI-DR borðinu og uppfært strikamerki ásamt verði.
Ég er einnig viss um að ef þú átt kassann utan af borðinu þá er verðmiðinn á því sama verð og er á nótunni þinni.
En nóg um það, það vill svo skemmtilega til að ég á svona móðurborð, DFI Lanparty SLI-DR 939 og til að bæta fyrir þennan misskilning þá máttu eiga það! Endilega kíktu í heimsókn.
Kv.
Vigfús
frábær redding!
Re: Er ekki með rétt móðurborð, mistök við kaup!
Sent: Sun 22. Nóv 2009 17:27
af BjarniTS
Vá , svona fýla ég.
Sé að þarna skal maður versla.