Ég var að uppgvöta nýlega að ég væri líklega EKKI með rétta týpu af móðurborði í borðvélinni minni miðað við þá týpu sem ég valdi upphaflega. Var einmitt að finna reikninginn fyrir borðinu sem var keypt í júní 2005 í Start og þar sé ég svart á hvítu að ég var rukkaður fyrir DFI LanParty SLI-DR en það sem ég hef núna staðfest, bæði með því að skoða einn pínulítinn límmiða á borðinu sjálfu og með því að finna kassan utan af því, er að það sem ég fékk var DFI LanParty UT nF4 Ultra-D

Ég veit að það er komið meira en 4 ár frá kaupunum og ég þori varla að segja frá þessu þar sem ég hefði getað séð þetta strax á pakkningunni

en ég vildi bara segja frá þessu... Frekar ömurlegt líka að hafa ekki áttað mig á þessu strax því þá væri ein helsta breytingin sú að ég gæti tengt 8 Sata diska í staðinn fyrir 4

Annars eru þessi tvö móðurborð ekki svo ólík að örðru leyti.
Ég vil halda að þetta hafi einfaldlega bara verið mistök hjá manninum sem afgreiddi mig en hver veit, gæti svosem líka hafa verið eitthvað svindl í gangi, kannski seldu þeir mér aðeins slakari móðurborð en ég átti að fá til að græða en hver veit... verð bara að sætta mig við þetta og reyna að læra eitthvað af þessu

Mun amk. grandskoða alla reikninga og það að ég fái rétta vöru framvegis

Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]