Síða 1 af 1
Hæg vinnsluminni, er þetta eðlilegt?
Sent: Fim 12. Nóv 2009 19:36
af Danni V8
Sælir.
Ég náði í CPU-Z áðan og var að fara yfir allt sem er í gangi í tölvunni. Ég keypti fyrir tæpu ári síðan 4gb pakka með 2x2gb Corsair XMS2 800MHz. Tók eftir því í CPU-Z að þar kemur fram að þau eru bæði max 400MHz.


Er þetta eðlilegt fyrir minni sem er selt sem 800MHz?
Re: Hæg vinnsluminni, er þetta eðlilegt?
Sent: Fim 12. Nóv 2009 19:40
af SteiniP
DDR=Double data rate
DDR framkvæmir tvo gagnaflutninga á hverjum klukkupúlsi.
Þannig já þetta er eðlilegt.
Re: Hæg vinnsluminni, er þetta eðlilegt?
Sent: Fim 12. Nóv 2009 19:45
af Danni V8
Ok hjúkk takk.
Nenni EKKI að fara að standa í meira veseni með gölluð vinnsluminni það var alveg hundleiðinlegt síðast :p
Re: Hæg vinnsluminni, er þetta eðlilegt?
Sent: Fim 12. Nóv 2009 22:40
af Gunnar
ætla að fá að stela aðeins þræðinum.
vinnsluminnin min eru að vinna á 533 Mhz en stendur að þau séu 1150 mhz. get ég ekki setti þau á þann hraða?
Re: Hæg vinnsluminni, er þetta eðlilegt?
Sent: Fim 12. Nóv 2009 22:43
af mercury
þarf að stilla öll minni sem eru yfir 800mhz í bios og breyta voltunum. ég var slatta tíma að fatta þetta með mín minni og fór svo á heimasíðu framleiðanda og sá þar að þau eiga að vera á 2.1v svo ég breytti þeim bara í bios og allt gengur smooth.
Re: Hæg vinnsluminni, er þetta eðlilegt?
Sent: Fim 12. Nóv 2009 22:44
af intenz
Gunnar skrifaði:ætla að fá að stela aðeins þræðinum.
vinnsluminnin min eru að vinna á 533 Mhz en stendur að þau séu 1150 mhz. get ég ekki setti þau á þann hraða?
533*2 = 1066
Kannast ekki við 1150.
Re: Hæg vinnsluminni, er þetta eðlilegt?
Sent: Fim 12. Nóv 2009 23:12
af Gunnar
intenz skrifaði:Gunnar skrifaði:ætla að fá að stela aðeins þræðinum.
vinnsluminnin min eru að vinna á 533 Mhz en stendur að þau séu 1150 mhz. get ég ekki setti þau á þann hraða?
533*2 = 1066
Kannast ekki við 1150.
http://www.ocztechnology.com/products/m ... gb_editionhérna eru þau.